Síða 1 af 1

Þrífa blett á vegg

Sent: Mið 15. Feb 2023 15:34
af falcon1
Var að þrífa herbergið og þá komu þessir blettir í ljós á veggnum sem rúmið er við.

Hvernig er best að þrífa þetta í burtu?

1676475041677395547808375218339.jpg
1676475041677395547808375218339.jpg (1.95 MiB) Skoðað 1968 sinnum

Re: Þrífa blett á vegg

Sent: Mið 15. Feb 2023 15:43
af ColdIce
Uppþvottalögur dugði mér vel

Re: Þrífa blett á vegg

Sent: Mið 15. Feb 2023 15:56
af falcon1
ColdIce skrifaði:Uppþvottalögur dugði mér vel

Ég prófaði það og það tók eitthvað en ekki nærri því allt, kannski þarf maður að fara oft yfir þetta til að ná þessu alveg í burtu?

Re: Þrífa blett á vegg

Sent: Mið 15. Feb 2023 16:15
af Yaso
Þetta er nú oftast bara málað yfir, eftir búið er að þrífa eins vel og hægt er.

Re: Þrífa blett á vegg

Sent: Mið 15. Feb 2023 23:54
af Minuz1
Er þetta ekki bara sparslið undir málingunni?

Re: Þrífa blett á vegg

Sent: Fim 16. Feb 2023 13:31
af falcon1
16765547982054952438658137193724.jpg
16765547982054952438658137193724.jpg (1.7 MiB) Skoðað 1673 sinnum
Ég þurfti að nota svona svamp (græna hlutann) https://storkaup.is/svampur-gulur-graen ... 43515.html til að ná þessu með uppþvottalögi blönduðum í vatni. Þannig að þetta virðist hafa verið uppsafnaður skítur eða eitthvað, enda var þetta verst í horninu við fótagaflinn á rúminu. :) Passa að hafa rúmið ekki alveg við vegginn framvegis. :)

Re: Þrífa blett á vegg

Sent: Fös 17. Feb 2023 00:34
af appel
Líklega bara för eftir litarefni í taui/gervileðri eða þvíumlíku.