Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Allt utan efnis

Höfundur
mikkimás
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf mikkimás » Fös 17. Mar 2023 14:08

https://www.visir.is/g/20232390799d/opi ... if-stofumc

Er núna búið að endurnefna 'opið skrifstofurými' sem 'verkefnamiðuð vinnuaðstaða'?

Ég sé ekki betur.

Ég hélt að niðurstaðan væri komin varðandi opin skrifstofurými, að þau væru globally hötuð og á undanhaldi.

Er ykkar vinnuaðstaða opin eða lokuð eða bland, og hvernig finnst ykkur?

Sjálfur hef ég unnið í opnu rými með miklu áreiti og það er vibbi.

Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að allir starfsmenn séu með einkaskrifstofu.

En það er eitt að deila rými með þremur og annað að deila rými með þrjátíu manns.




KristinnK
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf KristinnK » Fös 17. Mar 2023 14:22

Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hver starfsmaður sé með eigið skrifborð. Að vera með eigin skrifstofu er lúxus, en að vera með eigin skrifborð og lítinn skúffuskáp undir því þar sem þú ert með þína hluti og þitt vinnuflæði, það er beinlínis algjör nauðsyn.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6321
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 724
Staðsetning: www.the.pervert.is
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf rapport » Fös 17. Mar 2023 15:30

Opið vinnurými = þú sest við sama skrifborðið aftur og aftur og það eru engir veggir

Verkefnamiðað vinnurými = það er fljótandi hverjir sitja saman eftir því hvort þeir séu að vinna saman EN þú ert á sama borði á meðan verkefnið er í gangi.

Hotdesk = Öll borð eru up for grabs í byrjun dags og það getur gerst að það séu fleiri starfsmenn en borð.


Hef unnið við þetta allt og fannst hotdesk best en það var líklega því LSH gerði það svo vel, að hafa nóg af borðum, fundarherbergjum, næðisrýmum og pimpaði matsalinn upp í að vera lounge sem hægt var að nota fyrir spjallfundi.

Verkefnamiðað vinnurými finnst mér líka fínt, mér finnst gott að einhver hreyfing sé á umhverfinu og fólkinu í því.

Opið vinnurými er líka fínt... en að vera með 2-4 saman á skrifstofu var líka fínt...

En mér var einusinni boðið að fá einkaskrifstofu og ég held að ég hefði dáið að geta ekki verið innanum fólk.




JReykdal
Gúrú
Póstar: 598
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf JReykdal » Þri 21. Mar 2023 17:01

Allt þetta hljómar alveg hræðilega. Gæti ekki unnið í alveg opnu rými eða hvað þá hotdesk.

Það ætti að banna stjórnendum að fá hugmyndir.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4666
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 728
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf appel » Þri 21. Mar 2023 19:51

Þetta veldur fólki streitu, kvíða, óþægindum, getur ekki einbeitt sér, það eru fullt af truflunum þannig að fólk kemur engu í verk. Skil ekki afhverju stjórnendur vilja þetta svona mikið.
Hot-desk er bara fáránleg hugmynd sem hentar engan veginn fyrir sérhæfð störf þar sem fólk þarf t.d. að hafa ýmisskonar búnað og svona.

Held að markmiðið sé að reyna pakka eins mörgum samman á sem fæstum fermetrum, spara húsaleigu, eða að reyna einhvernveginn staðla "starfsmanninn" þannig að allir séu útskiptanlegir einsog menn á færibandi.

Mín upplifun af svona opnum rýmum er að þau bera ekki fleiri en innan við 10 manns, helst 5-7 manns. Um leið og þú ert kominn með fleiri þá er ekki hægt að vinna neitt nema vera með hljóð-cancellandi heyrnartól. Og þá er maður bara búinn að loka sig af þannig að maður gæti alveg eins bara verið heima hjá sér, því nándin við samstarfsmanninn verður engin.
Þannig að ef markmiðið er að "auka samskiptin" þá er það bara djók því það heyrist ekki í hænu í hæsnabúri.


*-*


Höfundur
mikkimás
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf mikkimás » Þri 21. Mar 2023 20:06

appel skrifaði:Þannig að ef markmiðið er að "auka samskiptin" þá er það bara djók því það heyrist ekki í hænu í hæsnabúri.

Skv. rannsóknum draga opin skrifstofurými úr samskiptum starfsfólk.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6321
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 724
Staðsetning: www.the.pervert.is
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf rapport » Mið 22. Mar 2023 08:20

Þetta fer mikið eftir hvernug vinnu er verið að vinna og bvort sú vinba byggist á teymisvinnu þar sem fólk vinnur saman eða teymisvinnu þar sem er endalaust handover milli einstaklinga.

Auðvitað er einhver sparnaðarvinkill en opið vinnurými í rannsóknum er almennt mun stærra og ýktara en gengur og gerist hér á Íslandi. Það er verið að rannsaka cubicles og gluggalausar hæðir með 200-300 manns.

Ef vinnan kallar á næði, þá á fólk að fá næði, en það er ekki hægt að ætlast til að það sé spreðað í fancy aðstöðu sem er svo bara notuð í max 36 klst. á viku, vikan er 168 klst.

Fasteignaverð hefur líka bein áhrif á hvernig fyrirtæki reyna að hagnýta og fá sem mest út úr sinni fjárfestingu í húsnæði.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1746
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Pósturaf Danni V8 » Mið 22. Mar 2023 23:05

Opið vinnurými hjá mér.

Sest alltaf við sömu tölvuna og vinn alltaf á sömu starfstöð.
Engir veggir og mikil læti.

En ég er hinsvegar bifvélavirki þannig þetta er sennilega besta fyrirkomulagið :P


Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x