Síða 2 af 5

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 14. Apr 2023 23:01
af rapport
appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Hvað sparast við þetta?

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 14. Apr 2023 23:04
af appel
rapport skrifaði:
appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Hvað sparast við þetta?


Tja, þetta væri fyrst og fremst lýðræðisleg ákvörðun fólksins sem býr þarna.
En jú við þetta styrkist Mosfellsbær sem sveitafélag, og Reykjavíkurborg getur einbeitt sér betur að því sem er vestan elliðarár.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 15. Apr 2023 01:28
af jonfr1900
Það á að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Núverandi skipulag er rugl og kemur í veg fyrir þróun svæðisins sem heild. Það er einnig ódýrara að reka stærri einingar í þessum málaflokki.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 15. Apr 2023 13:27
af Viktor
jonfr1900 skrifaði:Það á að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Núverandi skipulag er rugl og kemur í veg fyrir þróun svæðisins sem heild. Það er einnig ódýrara að reka stærri einingar í þessum málaflokki.


Fáránlegt að nokkrar hræður í norður atlandshafi séu með átta þúsund sveitarfélög.

Það þarf heildarskipulag og svo minni einingar, hverfisráð sem taka ákvarðanir um minni mál innan þess, svo valdið sé ekki of langt frá fólkinu.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 15. Apr 2023 14:25
af rapport
vatr9 skrifaði:Það kom fram í fréttum að stór hluti hallanns skýrist af flutningi verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, m.a. málefni fatlaðra.
Sem sagt málaflokkurinn stórlega undirfjármagnaður þegar hann var fluttur.


Aukinn kostnaður við þetta eftir fyrstu níu mánuði ársins 2022 var kominn upp í 7 milljarða - HÉR

Þetta verður eitthvað... dauðlangar að fara sjá ásreikninginn.

En þetta sem Eyþór Arnalds var að tala um, að það mundi taka 90 ár að greiða upp ölllán ef ekkert annað yrði gert...

Heimskulegasta sem ég hef heyrt ever. Stór hluti lána er fyrir eignum sem skapa tekjur t.d. í félagslegu leiguhúsnæði eða bara fjárfesting í Vogahverfi ofl.

Fólk sem vill fjölga lóðum áttar sig ekki á hvað það er mikill sparnaður fyrir borgina að það sé byggt á lóðum þar sem eru götur, skolp, skólar og aðarir innviðir... en ekki á nújum stað þar sem þarf að leggja út feitan stofnkostnað sem skilar sér jafnvel seint og illa.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 15. Apr 2023 14:37
af appel
Gjaldþrota sveitarfélag hefur ekki mikið frelsi til að ákveða neitt, t.d. gleypti Garðabær sveitafélagið Álftanes þegar það varð gjaldþrota.

En það er ekki rétt að þétting byggðar kosti ekki neitt varðandi innviði. Það þarf að rífa upp gamlar lagnir og stækka því ekki var gert ráð fyrir svo fjölmennu hverfi. Basically kemur út á það sama, stækka og bæta gamlar eða leggjar nýjar. Praktískara að leggja bara nýjar, truflar enga.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 15. Apr 2023 19:39
af Henjo
appel skrifaði:Gjaldþrota sveitarfélag hefur ekki mikið frelsi til að ákveða neitt, t.d. gleypti Garðabær sveitafélagið Álftanes þegar það varð gjaldþrota.

En það er ekki rétt að þétting byggðar kosti ekki neitt varðandi innviði. Það þarf að rífa upp gamlar lagnir og stækka því ekki var gert ráð fyrir svo fjölmennu hverfi. Basically kemur út á það sama, stækka og bæta gamlar eða leggjar nýjar. Praktískara að leggja bara nýjar, truflar enga.


En er það ekki ástæðan að flest öll sveitarfélög í bandaríkjunum eru gjaldþrota, selja lóðir í endalausar suburbíur en hafa síðan ekki efni á að endurnýja innviði þegar þess þarf? Þegar það er verið að rífa upp gamlar lagnir geri ég ráð fyrir að það sé verið að endurnýja margt á sama tíma.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 15. Apr 2023 23:03
af Nariur
DJOli skrifaði:Ef borgin myndi ríða á vaðið og henda í einhversskonar afslætti eða aðrar ívilnanir fyrir byggingu nægilegs magns íbúða þá væri þetta ekki vandamál, en við erum með lúxus-landssvæðaperra og þetta er bullandi vesen.

40.000 íbúðir hljómar eins og helvítis hellingur, og er í raun alveg helvítis hellingur, en það er helvítis hellingur sem Reykjavík þarf á að halda.
40.000 íbúðir hver með fasteignagjöld upp á 500þkr á ári myndi skapa borginni 20 milljarða á ári.


Fasteignamat þarf að vera tæpar 280 millur til að íbúðin beri 500þ í fasteignagjöld á ári. Það er ekkert smá sem þú ætlar að byggja.

appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Rosalega ertu á villigötum. Það þarf að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag svo það sé hægt að hafa almennilegt miðlægt skipulag og að sveitarfélög eins og *hóst* Garðabær og *hóst* Seltjarnarnes komist ekki upp með að troða sínum samfélagslegu skyldum á Reykjavík.
Svo má, eins og Viktor nefnir, hafa minni einingar fyrir meira local mál.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Sun 16. Apr 2023 11:33
af rapport
Nariur skrifaði:
DJOli skrifaði:Ef borgin myndi ríða á vaðið og henda í einhversskonar afslætti eða aðrar ívilnanir fyrir byggingu nægilegs magns íbúða þá væri þetta ekki vandamál, en við erum með lúxus-landssvæðaperra og þetta er bullandi vesen.

40.000 íbúðir hljómar eins og helvítis hellingur, og er í raun alveg helvítis hellingur, en það er helvítis hellingur sem Reykjavík þarf á að halda.
40.000 íbúðir hver með fasteignagjöld upp á 500þkr á ári myndi skapa borginni 20 milljarða á ári.


Fasteignamat þarf að vera tæpar 280 millur til að íbúðin beri 500þ í fasteignagjöld á ári. Það er ekkert smá sem þú ætlar að byggja.

appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Rosalega ertu á villigötum. Það þarf að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag svo það sé hægt að hafa almennilegt miðlægt skipulag og að sveitarfélög eins og *hóst* Garðabær og *hóst* Seltjarnarnes komist ekki upp með að troða sínum samfélagslegu skyldum á Reykjavík.
Svo má, eins og Viktor nefnir, hafa minni einingar fyrir meira local mál.


Það þekkist líka að útgerðir úti á landi geri kröfu um að sjómenn séu með lögheimili í plássinu svo útsvarið fari ekki til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan býr, börnin fara á leikskóla o.þ.h.

Borgin greiðir svo til annarra sveitarfélaga í gegnum jöfnunarsjóði og ber þungann af allri félagsþjónustu á landinu.

Ríkið sem hefur verið undir forystu xD og xB nær samfellt frá ómunatíð hefur ekki komið vel fram við borgina í einu einasta máli, sem ég man eftir.

Sundabraut, Borgarlína, Nýr Landspítali, ráðuneytin öll á prime location að þvælast fyrir uppbyggingu fyrirtækja, flugvöllurinn, NPA, stuðningur við skólana... Þjóðarhöllin...

Ríkið virðist endalaust vera þvælast fyrir.

Núna seinast er að markmið ríkisins um þjónustu við flóttafólk virðast gera þeim skör hærra undir höfði við útvegun á húsnæði svo að félagsþjónusta sveitarfélaga verður erfiðari og dýrari.

Sveitarfélög eru allt of lin við Ríkið en eru bara svo oft fegin að fá smá athygli.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Sun 16. Apr 2023 23:01
af Tbot
Þarna vantar nýjan stýrihóp, sem getur komið með "brilljant" laus á þessu vandamáli, eins og segir í greininni, að tæming taki mið af magni í gámunum.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... eu_taemdi/

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 08:04
af Tbot
Jæja þá er það staðfest borgin tapaði 15,6 milljorðum á A-hluta.
Þetta eru tölur sem borgin gat ekki falið með bókhaldsbrellum.

Svo til að stoppa bullið í rapport hvað borgin sé að fjárfesta mikið.

Þá er veltufé frá rekstri, þ.e. geta til að greiða afborganir af skuldum og til fjárfestinga 0,3% en lágmarksviðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 4,2%

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... _borginni/

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 08:27
af jericho
Man eftir þessu frá því í fyrra:

Mynd

I guess haters gonna hate

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 08:50
af dadik
jericho skrifaði:Man eftir þessu frá því í fyrra:
I guess haters gonna hate


Þér finnst þetta semsagt sambærilegt?

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 12:38
af rapport
dadik skrifaði:
jericho skrifaði:Man eftir þessu frá því í fyrra:
I guess haters gonna hate


Þér finnst þetta semsagt sambærilegt?


Af hverju er þetta ekki sambærilegt?

Borgin greip í bremsurnar og er enn á bremsunni.

Uppsafnaður halli af þjónustu við fatlaða mundi duga langt í að leiðrétta stöðu borgarinnar.

Það er hentugt fyrir ríkið að þurfa EKKI að greiða þetta til baka X ár aftur í tímann.

Ríkið (þrátt fyrir að hafa sparað á kostnað sveitafélaganna)
Mynd

Ársreikningurinn hjá RVK

Hvað yrði sagt ef Reykjavíkurborg hefði það að markmiði að skulda 33% af vergri borgarframleiðslu?

p.s. VLF 2022 er áætluð 3700 milljarðar = Ríkið skuldar þá hátt í 1300 milljarða sem er c.a. 1.130 milljörðum meira en RVK skuldar.

Spurning hvort að ríkið telji aðila sbr. ohf. (RÚV og Póstinn) sem hluta af sinni starfsemi líkt og RVK gerir með OR, Sorpu o.þ.h.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 16:09
af Tbot
rapport skrifaði:
dadik skrifaði:
jericho skrifaði:Man eftir þessu frá því í fyrra:
I guess haters gonna hate


Þér finnst þetta semsagt sambærilegt?


Af hverju er þetta ekki sambærilegt?

Borgin greip í bremsurnar og er enn á bremsunni.

Uppsafnaður halli af þjónustu við fatlaða mundi duga langt í að leiðrétta stöðu borgarinnar.

Það er hentugt fyrir ríkið að þurfa EKKI að greiða þetta til baka X ár aftur í tímann.

Ríkið (þrátt fyrir að hafa sparað á kostnað sveitafélaganna)
Mynd

Ársreikningurinn hjá RVK

Hvað yrði sagt ef Reykjavíkurborg hefði það að markmiði að skulda 33% af vergri borgarframleiðslu?

p.s. VLF 2022 er áætluð 3700 milljarðar = Ríkið skuldar þá hátt í 1300 milljarða sem er c.a. 1.130 milljörðum meira en RVK skuldar.

Spurning hvort að ríkið telji aðila sbr. ohf. (RÚV og Póstinn) sem hluta af sinni starfsemi líkt og RVK gerir með OR, Sorpu o.þ.h.



Verið að reyna að dreifa athyglinni.

Það er verið að fjalla um borgina og fávitaganginn sem er þar í gangi með reksturinn.

Hvernig farið er með almannafé, þar er vítavert og það fer stöðugt versnandi. Ef fjármunir eru ekki til þá framkvæmir þú ekkert, eins og bent er á hér aðeins fyrr þá er veltufé frá rekstri aðeins 0,3%.
ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ BORGIN ER EKKI AÐ BORGA NIÐUR LÁNIN
Heldur hækkar skuldin stöðugt og er borgin að reka sig á yfirdrætti.

Ef einstaðlingur eða fyrirtæki er komin þangað (yfirdrátt) þá er einungis eitt skref eftir í gjaldþrot.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 16:31
af Le Drum
appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Væri nær að sameina allt höfuðborgarsvæðið í eina væna. Pælið í hversu mikill sparnaður kæmi þar :)

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 16:34
af appel
Le Drum skrifaði:
appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Væri nær að sameina allt höfuðborgarsvæðið í eina væna. Pælið í hversu mikill sparnaður kæmi þar :)

Reykjavíkurborg myndi aldrei vilja sameinast þessu litlu sveitafélögum, nema þá eingöngu með því að taka þau yfir.
Þessvegna lagði ég til að skipta Reykjavíkurborg fyrst upp, og svo láta þessi sveitafélög sem eru að svipaðri stærð byrja að vinna meira saman.
En einsog staðan er núna myndi Reykjavíkurborg alltaf vilja vera í ökumannssætinu, sem hin sveitafélögin sætta sig ekki við.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 16:48
af Le Drum
appel skrifaði:
Le Drum skrifaði:
appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Væri nær að sameina allt höfuðborgarsvæðið í eina væna. Pælið í hversu mikill sparnaður kæmi þar :)

Reykjavíkurborg myndi aldrei vilja sameinast þessu litlu sveitafélögum, nema þá eingöngu með því að taka þau yfir.
Þessvegna lagði ég til að skipta Reykjavíkurborg fyrst upp, og svo láta þessi sveitafélög sem eru að svipaðri stærð byrja að vinna meira saman.
En einsog staðan er núna myndi Reykjavíkurborg alltaf vilja vera í ökumannssætinu, sem hin sveitafélögin sætta sig ekki við.


Það þarf ekki langan tíma til þess að vatna það út. Þjóðinni er að blása út, mannfjöldalega séð, sem þýðir að þjónustan þarf að vera í vexti líka.

Lítil óhagstæð sveitafélög geta aldrei staðið undir því sem þarf að halda úti skv lögum, ef landgæði eru ekki fyrir hendi þá getur þjónustan ein og sér aldrei borið sig á útsvarinu einu saman, hversu ríkt fólk sem stendur undir því.

Seltjarnarnes t.d. þarf að reiða sig á Reykjavíkurborg varðandi ýmsa þjónustu nú þegar sem er lögbundin.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 17:56
af Gustaf
Le Drum skrifaði:
appel skrifaði:
Le Drum skrifaði:
appel skrifaði:Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp.

T.d. legg ég til að:
Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík.

Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangreint.


Væri nær að sameina allt höfuðborgarsvæðið í eina væna. Pælið í hversu mikill sparnaður kæmi þar :)

Reykjavíkurborg myndi aldrei vilja sameinast þessu litlu sveitafélögum, nema þá eingöngu með því að taka þau yfir.
Þessvegna lagði ég til að skipta Reykjavíkurborg fyrst upp, og svo láta þessi sveitafélög sem eru að svipaðri stærð byrja að vinna meira saman.
En einsog staðan er núna myndi Reykjavíkurborg alltaf vilja vera í ökumannssætinu, sem hin sveitafélögin sætta sig ekki við.


Það þarf ekki langan tíma til þess að vatna það út. Þjóðinni er að blása út, mannfjöldalega séð, sem þýðir að þjónustan þarf að vera í vexti líka.

Lítil óhagstæð sveitafélög geta aldrei staðið undir því sem þarf að halda úti skv lögum, ef landgæði eru ekki fyrir hendi þá getur þjónustan ein og sér aldrei borið sig á útsvarinu einu saman, hversu ríkt fólk sem stendur undir því.

Seltjarnarnes t.d. þarf að reiða sig á Reykjavíkurborg varðandi ýmsa þjónustu nú þegar sem er lögbundin.


Að Seltjarnarnes skuli ekki vera sameinað Reykjavík er fáránlegt, Seltjarnarnes er ekkert annað en lítið hverfi sem er einu myglumáli frá því að falla.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 19:22
af rapport
Tbot skrifaði:Verið að reyna að dreifa athyglinni.

Það er verið að fjalla um borgina og fávitaganginn sem er þar í gangi með reksturinn.

Hvernig farið er með almannafé, þar er vítavert og það fer stöðugt versnandi. Ef fjármunir eru ekki til þá framkvæmir þú ekkert, eins og bent er á hér aðeins fyrr þá er veltufé frá rekstri aðeins 0,3%.
ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ BORGIN ER EKKI AÐ BORGA NIÐUR LÁNIN
Heldur hækkar skuldin stöðugt og er borgin að reka sig á yfirdrætti.

Ef einstaðlingur eða fyrirtæki er komin þangað (yfirdrátt) þá er einungis eitt skref eftir í gjaldþrot.


Þetta er ársreikningurinn og borgin er ekki að reka sig á yfirdrætti, þessi lánalína sem borgin er með er á betri kjörum en fengist hefði með skuldabréfaútgáfu...

s.s. fyrst borgin hafði vit á að græja sér betri kjör tímanlega og nú er það orið sértsakt "yfirdráttar issue" en ekki "hrós" fyrir góða ákvörðun.

Það sem stuðar mig í þessum ársreikningi er þessi tvöföldun á greiðslum vegna lífeyrisskuldbindinga og svo áætlaðar greiðslur af skuldum 2024 eða 2025 sem eru 2-3 sinnum hærri en í meðalaári.

Þessi 0,3% eru enn jákvæð tala hjá RVK en virðist orðin neikvæð 0,5% í Garðabæ - https://www.gardabaer.is/media/fjarmal/ ... 8.3.23.pdf

Sé ekki betur en að 19þ. íbúar í GrB. skuldi 29 milljarða = 1,5 milljón pr. íbúa.

Borgin með 140þ. íbúa skuldar 175 milljarða = 1,25 milljón pr. íbúa.

Reykjavíkurborg er að bjóða upp á miklu meiri þjónustu en Garðabær... er það ekki annars?

Bruðlið í Reykjavík sem búið er að viðgangast öll þessi ár er búið að koma okkur á þennan skelfilega stað að það er stöðugur straumur fólks til borgarinnar því hér virðast flestir vilja búa...

Og samt skuldar borgin minna...

Borgin virðist skulda mikið vegna skulda OR sem telst í B hlutanum en raunin er að þaðan fær borgin arð í tekjur og vonandi verður OR aldrei einkavædd því þá yrði fyrst dýrt að búa á Íslandi.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 20:38
af vesley
Bruðlið í Reykjavík sem búið er að viðgangast öll þessi ár er búið að koma okkur á þennan skelfilega stað að það er stöðugur straumur fólks til borgarinnar því hér virðast flestir vilja búa...



Ef að borgin skuldar svona lítið af hverju er þá þeim samt gjörsamlega ófært að lagfæra leikskólamál, þeim rétt tekst að viðhalda biðlista eða þá að hann lengist.

Ég bjó í Reykjavík í 15 ár, bæði í Grafarvogi þar sem áberandi var að það úthverfi var stundum varla til hjá borgarstjórn og svo seinna meir bjó ég miðsvæðis í borginni líka.
Ég flutti alfarið vegna óánægju með því hvernig hlutunum er háttað. Kæri mig ekki um að eignast börn sem komast ekki á leikskóla fyrr en eftir 2+ ár.

Það má líka taka inn að með A og B hluta eru skuldir Reykjavíkurborgar langt yfir 400 milljarðar, á meðan hjá Garðabæ er yfir 90% af skuldunum í A hluta.

Reykjavík er höfuðborg og langstærsta sveitarfélagið, það gæti verið með allt niðrum sig enn frekar en samt væri stöðugur straumur fólks, það er einfaldlega stöðugur straumur fólks á allt höfuðborgarsvæðið.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Fös 28. Apr 2023 22:19
af Tbot
rapport skrifaði:
Tbot skrifaði:


Þetta er ársreikningurinn og borgin er ekki að reka sig á yfirdrætti, þessi lánalína sem borgin er með er á betri kjörum en fengist hefði með skuldabréfaútgáfu...


Borgin varð að hætta við tvö skuldabréfaútboð vegna einstaklega lítils áhuga fjárfesta.

Lánalína sem borgin hefur hjá Íslandsbanka er yfirdráttarheimild.

rapport skrifaði:
Tbot skrifaði:

s.s. fyrst borgin hafði vit á að græja sér betri kjör tímanlega og nú er það orið sértsakt "yfirdráttar issue" en ekki "hrós" fyrir góða ákvörðun.

Það sem stuðar mig í þessum ársreikningi er þessi tvöföldun á greiðslum vegna lífeyrisskuldbindinga og svo áætlaðar greiðslur af skuldum 2024 eða 2025 sem eru 2-3 sinnum hærri en í meðalaári.


Það er hægt að bulla allan anskotann hvað á að gera í framtíðinni. Eins og áætlunin var að vera með 3 milljarða í tap á árinu 2022 en raunin er 16 milljarðar.

rapport skrifaði:
Tbot skrifaði:

Þessi 0,3% eru enn jákvæð tala hjá RVK en virðist orðin neikvæð 0,5% í Garðabæ - https://www.gardabaer.is/media/fjarmal/ ... 8.3.23.pdf


Mér er nákvæmlega sama um Garðabæ, því skatttekjur mínar eru ekki að renna til þeirra.

rapport skrifaði:
Tbot skrifaði:

Borgin virðist skulda mikið vegna skulda OR sem telst í B hlutanum en raunin er að þaðan fær borgin arð í tekjur og vonandi verður OR aldrei einkavædd því þá yrði fyrst dýrt að búa á Íslandi.


Það er ekkert verið að tala um B hlutann.
16 milljarðar eru tapið á A hlutanum.

Miðað við bullið sem vellur upp úr þér sé ég bara þrjá möguleika:

Þú ert svo illa haldinn af aðdáun á Degi og co að þú sérð ekki sólina fyrir þeim og hefur liðið í guðatölu.
Ert að gera grín að allt og öllu, eða að jobbið sé undir.
Eða hreinlega að þú hafir ekki hundsvit á peningum.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 29. Apr 2023 09:31
af nidur
Hey, Dagur sagði í gær að þeir færu vel með peninginn. Þannig að þetta er allt í lagi.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 29. Apr 2023 11:23
af rapport
Tbot skrifaði:Borgin varð að hætta við tvö skuldabréfaútboð vegna einstaklega lítils áhuga fjárfesta.
Lánalína sem borgin hefur hjá Íslandsbanka er yfirdráttarheimild.


Ég sem hef ekki hundsvit á peningum pæli meira í því að þessi yfirdráttur ber lægri vexti en skuldabréf og met slíka ráðstöfun hagkvæma.

Finnst þér betra að greiða hærri vexti?


Tbot skrifaði:Mér er nákvæmlega sama um Garðabæ, því skatttekjur mínar eru ekki að renna til þeirra.
.

Þetta setti ég fram til að draga það fram að ástandið í hagkerfinu bitnar á öllum sveitafélögum og í samanburði við önnur sveitafélög þá er árangur borgarinnar í að takast á við þessar öru breytingar í efnahagnum jafnvel betri en annarra og þrátt fyrir að borgin sé töluvert stærra "bákn" þar sem allir eru vanhæfir og hafa ekki hundsvit á peningum eða rekstri o.þ.h.

Tbot skrifaði:Miðað við bullið sem vellur upp úr þér sé ég bara þrjá möguleika:

Þú ert svo illa haldinn af aðdáun á Degi og co að þú sérð ekki sólina fyrir þeim og hefur liðið í guðatölu.
Ert að gera grín að allt og öllu, eða að jobbið sé undir.
Eða hreinlega að þú hafir ekki hundsvit á peningum.


Ég hef held ég aldrei kosið xS, er skráður í nokkra flokka til að kjósa í prófkjörum o.þ.h. en er ekki skráður í Samfylkinguna.
Þú lest í mig jafn vel og þú heldur að ég lesi peninga.

Er jobbið undir? Held að þú hafir snúið þessu orsakasamhengi við. Ég held að pólitískar skoðanir ráði því ekki hvaða fólk er ráðið til starfa hjá borginni, en líklega eru það að einhverju leiti pólitískar skoðanir fólks sem ráða því hvort það vilji vinna hjá borginni eða ekki.

Ég er viðskiptafræðingur í grunninn og er bara nokkuð góður í því sem ég geri. Undanfarin 15 ár hef ég í næstum 80% tilfella verið head-huntaður í þau verkefni eða störf sem ég hef unnið.

En um fjárhag borgarinnar þá var umræðan á fundi borgarstjórnar nokkuð góð.

Algjörlega óháð pólitískum skoðunum þá finnst mér borðliggjandi hvar sannleikurinn í málinu liggur.

Borgin er ekki að fara á hausinn, langt í frá... ég fæ nógu mikið drama úr þessu kóreska efni sem ég horfi á, þetta íslenska drama stennst engan samanburð. Illa skrifað og ótrúverðugt.


https://youtu.be/v27VVN1PfYY?t=4307 - Hver hefur þróunin verið í skuldum v.s. tekjum (svar við fyrirspurn)

https://youtu.be/v27VVN1PfYY?t=3773 - Af hverju rauk skuldahlutfallið svona upp?

https://youtu.be/v27VVN1PfYY?t=4011 - Um "Veltufé frá rekstri" kennitöluna.

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Sent: Lau 29. Apr 2023 14:09
af vesley
Mynd


Vert er að taka fram að þessi mynd er fyrir núverandi uppgjör og staðan því enn verri hjá borginni.


“ Íbúum hef­ur fjölgað hlut­falls­lega mest í Kópa­vogi á tíma­bil­inu, eða um rúm­lega 20%. Ef horft er á skuld­ir í sam­hengi við íbúaþróun hafa skuld­ir á hvern íbúa í Reykja­vík vaxið um 69% frá ár­inu 2014, en skuld­irn­ar á hvern íbúa í Kópa­vogi hafa lækkað um 11% og 20% í Hafnar­f­irði. Fjölg­un íbúa í Kópa­vogi og Hafnar­f­irði hef­ur þannig lækkað skuld­ir á hvern íbúa sveit­ar­fé­lag­anna, en þró­un­in er öfug í Reykja­vík, þar sem íbú­um hef­ur fjölgað um 15%.”