Finna nýja vinnu

Allt utan efnis
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2955
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 473
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 30. Apr 2023 11:31

falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D


Fer eftir vinnustað og fjölda aðila í IT hóp.
Aðal atriðið er að vita hvað er ætlast til af þér eftir dagvinnutíma hvort þú ert á formlegri bakvakt og þurfir að vera nálagt tölvu hverju sinni (ættir að fá borgað sérstaklega fyrir það að vera á bakvakt og þurfir að vera til taks , bara passa sig að vita hvað þú kvittar uppá).
Eða hvort það sé "friendly" fyrirkomulag og það er haft samband við þig og þú færð borgað fyrir útkall í hvert skipti sem er haft samband við þig og beðið þig að framkvæma einhverja vinnu. Ef þú ert ekki á skráður á formlega bakvakt í þessu Friendly fyrirkomulagi og kemst ekki í verkefni þá er eðlilegt að þú látir vita að það sé staðan og næsti aðili tekur boltann.

Mín upplifun er að maður fær svigrúm til að vinna í fjarvinnu ef maður þarf að vera á heimavellinum af einhverjum ástæðum og geti jafnvel unnið í einhvers konar "Flex" vinnutímafyrirkomulag sem hentar þér (þitt að velja) 7-15, 8-16 eða 9-17.

Erfiðara að ná þessum balance ef það eru fáir að sjá um IT reksturinn hjá fyrirtækinu sem maður starfar hjá. Í dag myndi ég forðast að ráða mig inná vinnustað þar sem þú ert aðilinn með alla hattana og ert þessi "Ómissandi" týpa. Gætir þá lent í því að þurfa að þjónusta vinnualka klukkan 2 að nóttu til sem þarf að prenta :megasmile
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 30. Apr 2023 11:32, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1135
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 138
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf g0tlife » Sun 30. Apr 2023 21:59

falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D



Ég vinn með mönnum sem keyra krókheysisbíl og margir eru vel menntaðir sem fóru seinna í meiraprófið og breyttu um starfsvettvang. 90% þeirra vinna 08:00 til 17:00 nema samið sé um annað. Möguleiki á nokkrum tímum á laugardögum ef áhugi er fyrir því. Það er svo mikill skortur af íslenskum meiraprófsbílstjórum að sumir geta valið sér starf og mjög góð laun.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6334
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 150
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf AntiTrust » Mán 01. Maí 2023 01:35

falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D


Það fer rosalega eftir vinnustaðnum og hverskonar kerfisstjóri þú ert - fyrirtæki fara í dag ansi frjálslega með þetta starfsheiti. Hinsvegar er þetta oft staða sem býður upp á mikinn sveigjanleika varðandi vinnutíma og fjarvinnu, en kallar sömuleiðis oft á það að geta verið tiltækur/verið á bakvöktum.

Flest IT fyrirtæki eru í dag talsvert sveigjanlegri með fjarvinnu að hluta til eða jafnvel að öllu leyti eftir covid tímabilið og mín reynsla sem bæði stjórnandi og kerfisstjóri er sú að svo lengi sem fólk skilar sínu, skiptir litlu máli hvaðan það er gert.




Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 455
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 42
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Fim 18. Maí 2023 11:31

Er lítið verið að ráða kerfisstjóra núna eða er ég að fylgjast með vitlausum síðum (alfred.is , job.is)? Finnst eins og það sé lítið verið að auglýsa eða kannski er mikið ráðið í þetta starf án þess að auglýsa?
Sé á erlendum spjallborðum að mikið hefur verið um uppsagnir í IT bransanum, er það líka hérlendis?




sundhundur
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf sundhundur » Fim 18. Maí 2023 12:00

Ertu að sækja um störf eða bara skima markaðinn?

Ég hef verið að skima starfamarkaðinn undanfarið og rekist á allnokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir kerfisstjóra/kerfisfræðingi en akkúrat núna eru þær kannski fáar.

Ef þú ert að leita að starfi þá myndi ég bara ráðleggja þér að fylla út almenna umsókn út um allt og bíða og vona.

Þessar atvinnuauglýsingar kosta tugi þúsunda og ekkert víst að fyrirtækin séu að auglýsa störfin ef þau hafa nöfn á skrá.




Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 455
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 42
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Fim 18. Maí 2023 12:11

sundhundur skrifaði:Ertu að sækja um störf eða bara skima markaðinn?

Er aðallega að skima markaðinn núna (síðustu vikur) og vinna í ferilskrá og slíku. Hef verið að pæla í þessu kerfisstjóranámi hjá NTV/Promennt en það kostar sitt.
Kannski einhver árstíðarsveifla í svona ráðningum?




sundhundur
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf sundhundur » Fim 18. Maí 2023 12:33

falcon1 skrifaði:
sundhundur skrifaði:Ertu að sækja um störf eða bara skima markaðinn?

Er aðallega að skima markaðinn núna (síðustu vikur) og vinna í ferilskrá og slíku. Hef verið að pæla í þessu kerfisstjóranámi hjá NTV/Promennt en það kostar sitt.
Kannski einhver árstíðarsveifla í svona ráðningum?


Ég er ekki í þessum bransa en hreinskilnislega sagt þá hefði ég litlar áhyggjur af því að fá ekki starf ef ég væri kerfisfræðingur.

Svo er alltaf spurning um hverjum var verið að segja upp í IT bransanum.

Ef það er verið að vísa t.d. í uppsagnirnar hjá twitter þá var obbinn af þeim sem þar var látinn fara ekki með neinn tæknilegan bakgrunn heldur voru þau í einhverju öðru. https://www.youtube.com/watch?v=qkQbHyLE6Tc



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6457
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 769
Staðsetning: www.the.pervert.is
Staða: Tengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf rapport » Fim 18. Maí 2023 12:48

falcon1 skrifaði:Er lítið verið að ráða kerfisstjóra núna eða er ég að fylgjast með vitlausum síðum (alfred.is , job.is)? Finnst eins og það sé lítið verið að auglýsa eða kannski er mikið ráðið í þetta starf án þess að auglýsa?
Sé á erlendum spjallborðum að mikið hefur verið um uppsagnir í IT bransanum, er það líka hérlendis?


Tæknistörf fara stundum bara á tvinna.is

Er líklega að detta í sama pakka, að fara leita, en er ekki tæknimenntaður og mundi kjósa UT umfram margt annað sem er í boði.

Þetta fer eins og þetta fer...




Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 455
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 42
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Fim 18. Maí 2023 22:35

rapport skrifaði:Er líklega að detta í sama pakka, að fara leita, en er ekki tæknimenntaður og mundi kjósa UT umfram margt annað sem er í boði.

Þetta fer eins og þetta fer...

Æ en leiðinlegt að heyra það. Grautfúlt að vera atvinnulaus og vera í atvinnuleit. Eflaust getur þetta samt opnað nýjar dyr sem eru kannski betri en þær dyr sem lokuðust, maður allavega vonar það. Gangi þér vel.