Finna nýja vinnu

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Fös 21. Apr 2023 22:58

Ég fékk reisupassann í vinnunni í dag eftir rúmlega áratug í sama starfi. Hvað er best að gera til að finna nýja vinnu í umhverfinu í dag?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf appel » Fös 21. Apr 2023 23:06

Leiðinlegt að heyra :(
Taka sér smá frí fyrst. Kannski finnuru hvað þú vilt gera næst.
Síðast breytt af appel á Fös 21. Apr 2023 23:06, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf rapport » Lau 22. Apr 2023 00:55

Það virðist endalaust af UT jobbum í boði þessa dagana en mjög mis spennandi.

Bara spurning hvað þú vilt gera, gætir líka skoðað að fara í skóla.

Er sjálfur á smá krossgötum vinnulega séð og maður sveiflast eins og vindurinn á milli bjartsýni og svartsýni um hvernig mál fara að lokum.

En um að gera að byrja sem fyrst að eyða góðum tíma í vandað CV og muna að gera góð hnitmiðuð kynningabréf fyrir hverja umsókn, ekki eitthvað almennt universal bréf.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Moldvarpan » Lau 22. Apr 2023 07:06

falcon1 skrifaði:Ég fékk reisupassann í vinnunni í dag eftir rúmlega áratug í sama starfi. Hvað er best að gera til að finna nýja vinnu í umhverfinu í dag?


Hvað starfaðiru við? Hvaða menntun hefuru?

Það er lítið atvinnuleysi þessa stundina og ætti ekki að vera mjög erfitt að finna starf.

Ég byrja sjálfur í nýju starfi í júní :)




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Lau 22. Apr 2023 14:11

Moldvarpan skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég fékk reisupassann í vinnunni í dag eftir rúmlega áratug í sama starfi. Hvað er best að gera til að finna nýja vinnu í umhverfinu í dag?


Hvað starfaðiru við? Hvaða menntun hefuru?

Það er lítið atvinnuleysi þessa stundina og ætti ekki að vera mjög erfitt að finna starf.

Ég byrja sjálfur í nýju starfi í júní :)

Mjög sérhæft tónlistarstarf (klassíski geirinn). Menntun í tengslum við þetta starf, tók svo tvo áfanga í viðurkenndum bókara í fyrra. Ekki með stúdentspróf.
Helstu áhugamál eru tónlist, ljósmyndun og tölvuvinna (er samt engin forritari).




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Lau 22. Apr 2023 14:15

appel skrifaði:Leiðinlegt að heyra :(
Taka sér smá frí fyrst. Kannski finnuru hvað þú vilt gera næst.

Já, kannski borgar sig að taka bara gott frí og kúpla sig alveg og vel frá þessu áður en maður fer að leita sér að nýrri vinnu. Maður er búinn að svo lengi í þessu starfi að maður er ennþá að hugsa um það arrgg...

Skrítið að vera í þessari stöðu að fara úr því að vera í öruggu starfi yfir í það að vera hent út í óvissuna með öllu því óöryggi sem því fylgir.




SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf SolviKarlsson » Lau 22. Apr 2023 21:04

Það er leiðinlegt að heyra, ágætt að nýta tækifærið og taka sér smá atvinnufrelsi ef þú hefur tök á því.
En svo eru allskonar tækifæri í kringum viðburði, vantar alltaf sviðsmenn, hljóðtæknimenn, vídeótæknimenn osv. fyrir tækjaleigurnar til dæmis ef það er eitthvað sem þú hefðir áhuga á að kynna þér. Starfa sjálfur sem verktaki, getur verið smá stressandi í byrjun að fá giggin, en þegar það fer að rúlla er æðislegt að geta stjórnað tímanum sínum svoldið sem verktaki og fara út í mismunandi áttir.
Tengi við öll þessi áhugamál sem þú nefnir og þetta klæjar í allar þessar taugar að fikta með hinar og þessar græjur í þessum bransa.


No bullshit hljóðkall


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf AntiTrust » Lau 22. Apr 2023 23:00

Í fyrsta lagi er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma við uppsögn. Það er mikið búið að rannsaka hvaða tilfinningar fólk fer í gegnum eftir uppsögn og fyrir marga hefur þetta andlega og líkamlega ekki ósvipuð áhrif og að skilja við maka.

Ef þú hefur áhuga á tölvuvinnu er lítill skortur á auglýstum stöðum þar og þú þarft engan vegin að vera forritari til þess að ná í slíka - enda kunna fæstir tæknimenn og kerfisstjórar að forrita neitt umfram einfaldar PowerShell skriftur.

Ef þú hefur tíma til að taka þér nokkrar vikur/1-2 mánuð til að taka því rólega og setjast í nám þá er tiltölulega auðvelt fyrir fólk með tölvugrunn að fara í gegnum helstu Microsoft gráðurnar, svosem MS100/101, MD100/101, AZ104 eða AZ800/801. Með e-rja blöndu af þessum gráðum ertu enga stund að landa vel launaðri vinnu í tæknigeiranum, ef áhuginn liggur á annað borð þar.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf jonsig » Sun 23. Apr 2023 10:21

AntiTrust skrifaði:Í fyrsta lagi er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma við uppsögn. Það er mikið búið að rannsaka hvaða tilfinningar fólk fer í gegnum eftir uppsögn og fyrir marga hefur þetta andlega og líkamlega ekki ósvipuð áhrif og að skilja við maka.


Bara hvering þú horfir á hlutina. Kannski fyrir þá sem vilja bara vera alltaf á sama stað í lífinu og gera aldrei neitt nýtt getur verið áfall.

Ef maður er ekki starfinu vaxin , þá getur verið gott fyrir mann að komast á annan vinnustað og í breytt vinnu umhverfi sem er jafnvel meira hvetjandi eða uppbyggilegra svo maður fúnkerar betur sem starfsmaður. Jafnvel minniháttar breytingar á starfsviði getur gert vinnunna mikið skemmtilegri.

Síðan er það bara lögmál að ef maður stendur ekki undir rekstrinum á sjálfum sér þá bara gengur það ekki upp fyrir vinnuveitanda í einkarekstri.. nema hjá ríki og borg kannski. En allar fastráðningar eru slæmar fyrir starfsmanninn, halda honum í stignun og kemur í veg fyrir að hann uppgvöti hversu megnugur hann getur orðið. Síðan held ég að það sé ekki gott að vera eitthvað mikið lengur en 6-7ár á sama vinnustað.

Ég sjálfur reyndi að segja upp í fyrra eftir tæp 6ár á sama stað og langaði að fara gera eitthvað annað. En ég fékk ekki að hætta.. (löng saga) en starfinu mínu var breytt og fæ ný verkefni. Ef ég hefði mátt hætta, þá hefði ég litið á það sem winwin, þá væri ég bara hvort sem er í dead end jobbi.

Ef ein hurð lokast, þá opnast önnur.
Síðan eins og einn svakalegasti kvenmanns forstjórinn orðaði það "vandamálin hafa tilhneigingu á að reddast". Minnir að það hafi verið Rannveig Rist, þetta er alveg bakað í heilan á mér þó ég muni ekki 100% hvernig þetta var orðað eftir öll þessi ár.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf rapport » Sun 23. Apr 2023 12:34

jonsig skrifaði:Síðan er það bara lögmál að ef maður stendur ekki undir rekstrinum á sjálfum sér þá bara gengur það ekki upp fyrir vinnuveitanda í einkarekstri.. nema hjá ríki og borg kannski.


Vil ekki hijacka þræðinum, en hvaðan koma þessar ranghugmyndir um vinnuframlag og virði vinnu opinberra starfsmanna?

Annað hvort er borgin ekki að gera neitt eða reyna að gera of mikið sjálf og stela öllu starfsfólki af markaðinum...



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 126
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Hrotti » Sun 23. Apr 2023 12:40

AntiTrust skrifaði:Í fyrsta lagi er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma við uppsögn. Það er mikið búið að rannsaka hvaða tilfinningar fólk fer í gegnum eftir uppsögn og fyrir marga hefur þetta andlega og líkamlega ekki ósvipuð áhrif og að skilja við maka.



Þetta er hárrétt, tilfinningar fólks eru ekkert endilega í réttu hlutfalli við alvarleika þess sesm gerðist. Fólk upplifir áföll á minna sviði en maður hefði ímyndað sér, "smámunir" hafa til skemmri tíma nánast jafnmikil áhrif og stóráföll.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 23. Apr 2023 14:25

falcon1 skrifaði:Ég fékk reisupassann í vinnunni í dag eftir rúmlega áratug í sama starfi. Hvað er best að gera til að finna nýja vinnu í umhverfinu í dag?


Þetta er það sem ég myndi gera í þínum sporum.

Uppfæra ferilskránna og athuga með meðmælendur.

Virkja tengslanetið - Skrá mig á Linkedin og tengjast fólki sem ég þekki og láta vita að ég væri að leita að vinnu og við hvaða störf ég væri spenntur að starfa við og þess háttar.

Vakta ráðningasíður - T.d Alfred.is, storf.is,starfatorg og sjá hvort það er eitthvað spennandi í boði og sækja um.


Just do IT
  √

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 126
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Hrotti » Sun 23. Apr 2023 14:52

rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Síðan er það bara lögmál að ef maður stendur ekki undir rekstrinum á sjálfum sér þá bara gengur það ekki upp fyrir vinnuveitanda í einkarekstri.. nema hjá ríki og borg kannski.


Vil ekki hijacka þræðinum, en hvaðan koma þessar ranghugmyndir um vinnuframlag og virði vinnu opinberra starfsmanna?

Annað hvort er borgin ekki að gera neitt eða reyna að gera of mikið sjálf og stela öllu starfsfólki af markaðinum...


Ég geri ráð fyrir að stór hluti þessara "rang"hugmynda komi frá iðnaðarmönnum og fleirum sem hafa þurft að díla við ríki og bæjarfélög áratugum saman. Ég hef talsverða reynslu af því að koma teikningum, ýmiskonar leyfum ofl. í gegnum Borgar/bæjar/ríkis kerfin og það er vægast sagt slappt lið í þessu á flestum stöðum. Indælis fólk en gæti ekki verið meira drullusama um hvort að hlutir gangi vel fyrir sig eða ekki. S.s stendur alls ekki undir rekstrinum af sjálfu sér.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Þri 25. Apr 2023 08:27

AntiTrust skrifaði:Í fyrsta lagi er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma við uppsögn. Það er mikið búið að rannsaka hvaða tilfinningar fólk fer í gegnum eftir uppsögn og fyrir marga hefur þetta andlega og líkamlega ekki ósvipuð áhrif og að skilja við maka.

Ef þú hefur áhuga á tölvuvinnu er lítill skortur á auglýstum stöðum þar og þú þarft engan vegin að vera forritari til þess að ná í slíka - enda kunna fæstir tæknimenn og kerfisstjórar að forrita neitt umfram einfaldar PowerShell skriftur.

Ef þú hefur tíma til að taka þér nokkrar vikur/1-2 mánuð til að taka því rólega og setjast í nám þá er tiltölulega auðvelt fyrir fólk með tölvugrunn að fara í gegnum helstu Microsoft gráðurnar, svosem MS100/101, MD100/101, AZ104 eða AZ800/801. Með e-rja blöndu af þessum gráðum ertu enga stund að landa vel launaðri vinnu í tæknigeiranum, ef áhuginn liggur á annað borð þar.

Ef maður myndi skella sér í nám og taka einhverjar Microsoft gráður, hvert er best að fara?



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 26. Apr 2023 08:18

falcon1 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Í fyrsta lagi er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma við uppsögn. Það er mikið búið að rannsaka hvaða tilfinningar fólk fer í gegnum eftir uppsögn og fyrir marga hefur þetta andlega og líkamlega ekki ósvipuð áhrif og að skilja við maka.

Ef þú hefur áhuga á tölvuvinnu er lítill skortur á auglýstum stöðum þar og þú þarft engan vegin að vera forritari til þess að ná í slíka - enda kunna fæstir tæknimenn og kerfisstjórar að forrita neitt umfram einfaldar PowerShell skriftur.

Ef þú hefur tíma til að taka þér nokkrar vikur/1-2 mánuð til að taka því rólega og setjast í nám þá er tiltölulega auðvelt fyrir fólk með tölvugrunn að fara í gegnum helstu Microsoft gráðurnar, svosem MS100/101, MD100/101, AZ104 eða AZ800/801. Með e-rja blöndu af þessum gráðum ertu enga stund að landa vel launaðri vinnu í tæknigeiranum, ef áhuginn liggur á annað borð þar.

Ef maður myndi skella sér í nám og taka einhverjar Microsoft gráður, hvert er best að fara?



Promennt eru flottir



Með fína tengingu við vinnumarkaðinn



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf AntiTrust » Mið 26. Apr 2023 14:27

falcon1 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Í fyrsta lagi er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma við uppsögn. Það er mikið búið að rannsaka hvaða tilfinningar fólk fer í gegnum eftir uppsögn og fyrir marga hefur þetta andlega og líkamlega ekki ósvipuð áhrif og að skilja við maka.

Ef þú hefur áhuga á tölvuvinnu er lítill skortur á auglýstum stöðum þar og þú þarft engan vegin að vera forritari til þess að ná í slíka - enda kunna fæstir tæknimenn og kerfisstjórar að forrita neitt umfram einfaldar PowerShell skriftur.

Ef þú hefur tíma til að taka þér nokkrar vikur/1-2 mánuð til að taka því rólega og setjast í nám þá er tiltölulega auðvelt fyrir fólk með tölvugrunn að fara í gegnum helstu Microsoft gráðurnar, svosem MS100/101, MD100/101, AZ104 eða AZ800/801. Með e-rja blöndu af þessum gráðum ertu enga stund að landa vel launaðri vinnu í tæknigeiranum, ef áhuginn liggur á annað borð þar.

Ef maður myndi skella sér í nám og taka einhverjar Microsoft gráður, hvert er best að fara?


Ég á svosem erfitt með að svara þessu hlutlaust. Ég var nemandi hjá Promennt fyrir 16 árum síðan, nemandi hjá NTV fyrir 13 árum síðan, kennari hjá NTV á milli 2015-2022 og er í dag að koma á fót mínum eigin tölvuskóla.

Yfirleitt er bæði námsfyrirkomulagið mjög svipað hjá bæði NTV og Promennt, þ.e. spegluð kennsla, svipað ef ekki nákvæmlega jafn margir kennslutímar, kennt á sama tíma á sömu dögum - þetta er í raun mjög svipað á milli skóla. Það eru svo einstaka námskeið sem eru ólík á milli anna hjá þeim og það breytist á milli ára hvar áherslurnar liggja ár hvert - ég var t.a.m. með talsvert af heimasmíðuðum kúrsum um efni sem Microsoft fór að ákveða að væru ekki lengur relevant en markaðurinn kallaði hinsvegar klárlega á þá þekkingu. Kennararnir og andrúmsloftið á milli skóla er (að mér skilst) oft frekar ólíkt - ég get eðlilega ekki tjáð mig hlutlaust um NTV partinn en að því sögðu hef ég ekki heyrt neitt nema góða hluti um Promennt.

Skólinn/námskeiðin hjá okkur verða með sambærulegu sniði - þ.e. kjarninn byggður á Microsoft gráðum en við munum leggja talsverða áherslu á praktísk atriði sem finnast ekki í endilega í Microsoft bókum, þá sem dæmi verður í boði meiri grunnkennsla fyrir aðila sem hafa aldrei unnið í tölvuheiminum, kúrsar um hvernig skal haga skjölun tölvuumhverfa, best practises varðandi úttektir og hagræðingar á umhverfum, hvernig á að vinna í beiðnakerfum, eiga fagleg samskipti við viðskiptavini etc. Velkomið að senda mér PM ef þú vilt fá að vita meira en ætli ég hendi ekki líka inn auglýsingu hér þegar við opnum fyrir skráningar innan skamms :D
Síðast breytt af AntiTrust á Fim 27. Apr 2023 05:49, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Mið 26. Apr 2023 23:41

Er hægt að taka þetta nám meðfram vinnu? Er að pæla ef ég fyndi aðra vinnu í sumar eða ef á versta veg fer að ég neyðist til að fara á atvinnuleysisbætur og þarf að vera tilbúinn að taka hvaða vinnu sem er.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf AntiTrust » Fim 27. Apr 2023 05:41

falcon1 skrifaði:Er hægt að taka þetta nám meðfram vinnu? Er að pæla ef ég fyndi aðra vinnu í sumar eða ef á versta veg fer að ég neyðist til að fara á atvinnuleysisbætur og þarf að vera tilbúinn að taka hvaða vinnu sem er.


Já, þetta er yfirleitt kennt í fjarkennslu og/eða um kvöld eða helgar. Miðast allt við að hægt sé að vinna 100% meðfram því.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 27. Apr 2023 08:34

Var hjá NTV fyrir ansi mörgum árum.

Tók þar MCITP gráðuna og fékk instantly vinnu við þetta. Erfitt að finna þæginlegri vinnu þannig séð en IT



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Fös 28. Apr 2023 15:33

Ég sé að t.d. Promennt er að mæla með því að nemendur komi með sínar eigin tölvur. Ég á ekki fartölvu, þannig að ég spyr þarf maður eitthvað öfluga (dýra) fartölvu fyrir svona nám? Ég á öfluga tölvu (desktop) heima.




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf Semboy » Fös 28. Apr 2023 15:53

thu thart ekkert ad fara i thetta namskeid getur sparad ther thessa hundrad thussund kalla. Gert thetta allt heima hja ther og tekid profid svo. Thannig for eg ad thessu med lettustu afangana eins og CCNA.

Edit: Buinn ad svara ther felagi. Eg hef brennandi ahuga ad adstoda folk sem hafa ahuga a somu atvinnugrein og eg.
tvi eg sjalfur laeri eithvad atvi :fly
Síðast breytt af Semboy á Fös 28. Apr 2023 17:29, breytt samtals 1 sinni.


hef ekkert að segja LOL!


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Fös 28. Apr 2023 17:29

Ég er líka að pæla hvort maður eigi að taka upp þráðinn aftur í vefsíðugerð, ég starfaði við það í kringum árið 2000. Er það ekki orðið gjörbreytt síðan þá? Hvernig er að fá vinnu við það?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf AntiTrust » Fös 28. Apr 2023 22:38

falcon1 skrifaði:Ég sé að t.d. Promennt er að mæla með því að nemendur komi með sínar eigin tölvur. Ég á ekki fartölvu, þannig að ég spyr þarf maður eitthvað öfluga (dýra) fartölvu fyrir svona nám? Ég á öfluga tölvu (desktop) heima.


Langt í frá - flest lab umhverfi í dag (amk þau sem ég hef sett upp sem kennari) eru annaðhvort á remote þjónum eða í gegnum vefviðmót. Nemendur hefðu þess vegna getað notað Chromebooks.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf AntiTrust » Fös 28. Apr 2023 22:42

Semboy skrifaði:thu thart ekkert ad fara i thetta namskeid getur sparad ther thessa hundrad thussund kalla. Gert thetta allt heima hja ther og tekid profid svo. Thannig for eg ad thessu med lettustu afangana eins og CCNA.

Edit: Buinn ad svara ther felagi. Eg hef brennandi ahuga ad adstoda folk sem hafa ahuga a somu atvinnugrein og eg.
tvi eg sjalfur laeri eithvad atvi :fly


Þetta er að hluta til rétt hjá þér - þeir sem hafa e-rn tölvugrunn af viti geta vissulega tekið þessar gráður á eigin forsendum og hraða, og farið þaðan af í próftöku. Ég get þó fullyrt það að aðilar öðlast ekki sömu þekkingu eða kunnáttu afþví að læra þetta sjálfir og að sitja í stofu/í fjarkennslu með hóp af nemendum og kennara þar sem umræðan og kennslan fer oft langt út fyrir bóklega efnið, sem er í praktík oftar en ekki jafn gagnlegt og bóklegi parturinn.

Það að vera góður tæknimaður eða kerfisstjóri snýst miklu meira um praktísku atriðin en það sem stendur í bókunum, en gráðurnar geta algjörlega hjálpað til við að þróast í starfi og hækka í launum.
Síðast breytt af AntiTrust á Lau 29. Apr 2023 08:13, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finna nýja vinnu

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Apr 2023 10:47

Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D