Síða 2 af 3

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 30. Apr 2023 11:31
af Hjaltiatla
falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D


Fer eftir vinnustað og fjölda aðila í IT hóp.
Aðal atriðið er að vita hvað er ætlast til af þér eftir dagvinnutíma hvort þú ert á formlegri bakvakt og þurfir að vera nálagt tölvu hverju sinni (ættir að fá borgað sérstaklega fyrir það að vera á bakvakt og þurfir að vera til taks , bara passa sig að vita hvað þú kvittar uppá).
Eða hvort það sé "friendly" fyrirkomulag og það er haft samband við þig og þú færð borgað fyrir útkall í hvert skipti sem er haft samband við þig og beðið þig að framkvæma einhverja vinnu. Ef þú ert ekki á skráður á formlega bakvakt í þessu Friendly fyrirkomulagi og kemst ekki í verkefni þá er eðlilegt að þú látir vita að það sé staðan og næsti aðili tekur boltann.

Mín upplifun er að maður fær svigrúm til að vinna í fjarvinnu ef maður þarf að vera á heimavellinum af einhverjum ástæðum og geti jafnvel unnið í einhvers konar "Flex" vinnutímafyrirkomulag sem hentar þér (þitt að velja) 7-15, 8-16 eða 9-17.

Erfiðara að ná þessum balance ef það eru fáir að sjá um IT reksturinn hjá fyrirtækinu sem maður starfar hjá. Í dag myndi ég forðast að ráða mig inná vinnustað þar sem þú ert aðilinn með alla hattana og ert þessi "Ómissandi" týpa. Gætir þá lent í því að þurfa að þjónusta vinnualka klukkan 2 að nóttu til sem þarf að prenta :megasmile

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 30. Apr 2023 21:59
af g0tlife
falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D



Ég vinn með mönnum sem keyra krókheysisbíl og margir eru vel menntaðir sem fóru seinna í meiraprófið og breyttu um starfsvettvang. 90% þeirra vinna 08:00 til 17:00 nema samið sé um annað. Möguleiki á nokkrum tímum á laugardögum ef áhugi er fyrir því. Það er svo mikill skortur af íslenskum meiraprófsbílstjórum að sumir geta valið sér starf og mjög góð laun.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Mán 01. Maí 2023 01:35
af AntiTrust
falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni? :D


Það fer rosalega eftir vinnustaðnum og hverskonar kerfisstjóri þú ert - fyrirtæki fara í dag ansi frjálslega með þetta starfsheiti. Hinsvegar er þetta oft staða sem býður upp á mikinn sveigjanleika varðandi vinnutíma og fjarvinnu, en kallar sömuleiðis oft á það að geta verið tiltækur/verið á bakvöktum.

Flest IT fyrirtæki eru í dag talsvert sveigjanlegri með fjarvinnu að hluta til eða jafnvel að öllu leyti eftir covid tímabilið og mín reynsla sem bæði stjórnandi og kerfisstjóri er sú að svo lengi sem fólk skilar sínu, skiptir litlu máli hvaðan það er gert.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Fim 18. Maí 2023 11:31
af falcon1
Er lítið verið að ráða kerfisstjóra núna eða er ég að fylgjast með vitlausum síðum (alfred.is , job.is)? Finnst eins og það sé lítið verið að auglýsa eða kannski er mikið ráðið í þetta starf án þess að auglýsa?
Sé á erlendum spjallborðum að mikið hefur verið um uppsagnir í IT bransanum, er það líka hérlendis?

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Fim 18. Maí 2023 12:00
af sundhundur
Ertu að sækja um störf eða bara skima markaðinn?

Ég hef verið að skima starfamarkaðinn undanfarið og rekist á allnokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir kerfisstjóra/kerfisfræðingi en akkúrat núna eru þær kannski fáar.

Ef þú ert að leita að starfi þá myndi ég bara ráðleggja þér að fylla út almenna umsókn út um allt og bíða og vona.

Þessar atvinnuauglýsingar kosta tugi þúsunda og ekkert víst að fyrirtækin séu að auglýsa störfin ef þau hafa nöfn á skrá.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Fim 18. Maí 2023 12:11
af falcon1
sundhundur skrifaði:Ertu að sækja um störf eða bara skima markaðinn?

Er aðallega að skima markaðinn núna (síðustu vikur) og vinna í ferilskrá og slíku. Hef verið að pæla í þessu kerfisstjóranámi hjá NTV/Promennt en það kostar sitt.
Kannski einhver árstíðarsveifla í svona ráðningum?

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Fim 18. Maí 2023 12:33
af sundhundur
falcon1 skrifaði:
sundhundur skrifaði:Ertu að sækja um störf eða bara skima markaðinn?

Er aðallega að skima markaðinn núna (síðustu vikur) og vinna í ferilskrá og slíku. Hef verið að pæla í þessu kerfisstjóranámi hjá NTV/Promennt en það kostar sitt.
Kannski einhver árstíðarsveifla í svona ráðningum?


Ég er ekki í þessum bransa en hreinskilnislega sagt þá hefði ég litlar áhyggjur af því að fá ekki starf ef ég væri kerfisfræðingur.

Svo er alltaf spurning um hverjum var verið að segja upp í IT bransanum.

Ef það er verið að vísa t.d. í uppsagnirnar hjá twitter þá var obbinn af þeim sem þar var látinn fara ekki með neinn tæknilegan bakgrunn heldur voru þau í einhverju öðru. https://www.youtube.com/watch?v=qkQbHyLE6Tc

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Fim 18. Maí 2023 12:48
af rapport
falcon1 skrifaði:Er lítið verið að ráða kerfisstjóra núna eða er ég að fylgjast með vitlausum síðum (alfred.is , job.is)? Finnst eins og það sé lítið verið að auglýsa eða kannski er mikið ráðið í þetta starf án þess að auglýsa?
Sé á erlendum spjallborðum að mikið hefur verið um uppsagnir í IT bransanum, er það líka hérlendis?


Tæknistörf fara stundum bara á tvinna.is

Er líklega að detta í sama pakka, að fara leita, en er ekki tæknimenntaður og mundi kjósa UT umfram margt annað sem er í boði.

Þetta fer eins og þetta fer...

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Fim 18. Maí 2023 22:35
af falcon1
rapport skrifaði:Er líklega að detta í sama pakka, að fara leita, en er ekki tæknimenntaður og mundi kjósa UT umfram margt annað sem er í boði.

Þetta fer eins og þetta fer...

Æ en leiðinlegt að heyra það. Grautfúlt að vera atvinnulaus og vera í atvinnuleit. Eflaust getur þetta samt opnað nýjar dyr sem eru kannski betri en þær dyr sem lokuðust, maður allavega vonar það. Gangi þér vel.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Mán 02. Okt 2023 23:16
af falcon1
Hver er munurinn á tölvunarfræði í háskólunum og svo kerfisstjóranámi eins og NTV og Promennt bjóða uppá?

Ákvað að klára stúdentinn og hugsanlega fara bara svo strax í háskólanám í staðinn fyrir að rembast á starfssviði sem lítil framtíð er í. Reyndar veit ég ekki alveg hvernig á að vera hægt að lifa á námslánum miðað við þessar upphæðir sem ég fæ út á framfærslulánum Menntasjóðs.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Mán 02. Okt 2023 23:53
af rapport
falcon1 skrifaði:Hver er munurinn á tölvunarfræði í háskólunum og svo kerfisstjóranámi eins og NTV og Promennt bjóða uppá?

Ákvað að klára stúdentinn og hugsanlega fara bara svo strax í háskólanám í staðinn fyrir að rembast á starfssviði sem lítil framtíð er í. Reyndar veit ég ekki alveg hvernig á að vera hægt að lifa á námslánum miðað við þessar upphæðir sem ég fæ út á framfærslulánum Menntasjóðs.


Prófaðu námsfærnimat eða starfsfærnimat uppá að komast beint inn í háskóla, aldur + reynsla opnar líka inn í sumt háskólanám.

Er sjálfur ekki með stúdentspróf en var ítrekað á forsetalistanum í BS náminu fyrir um 15 árum og er að klára MIM í dag með 8.81 í meðaleinkunn.

Þekki fólk með stúdent enga Bx gráðu og tvo mastera. Reynsla, metnaður og útsjónasemi opnar dyr, bara láta á það reyna og tala við námsráðgjafa o.þ.h.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 03. Okt 2023 09:27
af Stutturdreki
falcon1 skrifaði:Hver er munurinn á tölvunarfræði í háskólunum og svo kerfisstjóranámi eins og NTV og Promennt bjóða uppá?


Háskólan námið er mun fræðilegra, miklu meiri stærðfræði (veit ekki einu sinni hvort það er stærðfræði í kerfisstjóranámi) og nánast einblínt á hugbúnaðarmiðaða greiningu, hönnun og forritun. Þú myndir vissulega (eitthvað háð valfögum) læra allskonar um hvernig stýrikerfi, vélbúnaður og netkerfi virka á bakvið tjöldin en ekki hvernig á að setja kerfin upp og reka þau.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 03. Okt 2023 12:59
af dadik
Þótt það séu ekki allir sem útskrifast úr tölunafræði sem fara í forritun, þá fjallar námið meira og minna um hvernig eigi að búa til hugbúnað. Og bara þannig að það sé á hreinu, það er eitt að nota hugbúnað og annað að búa hann til. Kerfisfræðin er svo meira að fjalla um hvernig eigi að reka þessi kerfi eins og Stutturdreki bendir á.

Það gæti verið sniðugt að skoða eitthvað af þessu námsefni fyrir tölvunarfræði sem er aðgengilegt á netinu til að sjá hvort þetta passar fyrir þig. Getur skoðað námsefnið t.d. frá MIT, Stanford og Harvard á netinu. Þótt það sé kannski ekki nákvæmlega það sama og er kennt hérna heima ætti þetta að gefa hugmynd um hvað málið snýst um.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 08. Okt 2023 13:10
af falcon1
Væri kannski skynsamlegra að prófa kerfisstjórann fyrst áður en maður hugsanlega færi í tölvunarfræði?

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 08. Okt 2023 13:55
af jonsig
Takk fyrir þennan þráð, held að hann hafi látið mig hugsa um stöðnun og annað sem fylgir því að vera á sama stað í mörg ár.
Er kominn í allt annað umhverfi núna (lyfjabransi) og er farinn að vera alveg super sáttur við breytinguna eftir 5vikur að vinna á nýjum stað.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 08. Okt 2023 14:33
af Hjaltiatla
falcon1 skrifaði:Væri kannski skynsamlegra að prófa kerfisstjórann fyrst áður en maður hugsanlega færi í tölvunarfræði?



Þú getur fengið smjörþefin af því hvað Tölvunarfræðinám felur í sér með að skoða Video af þessari Youtube rás hjá HR.
https://www.youtube.com/@rucomputerscience/playlists

Getur einnig skoðað Learning Paths hjá Pluralsight eða itpro.tv ef þú vilt ekki spreða of miklum aur til þess að átta þig á því hvort sambærilegt nám í NTV/Promennt myndi henta þér áður en þú eyðir háuum upphæðum í kerfisstjóra nám.
https://www.itpro.tv/courses/learning-paths/
https://www.pluralsight.com/product/paths

Líklega er skynsamlegt að vita hvað heillar meira áður en næsta skref er tekið að mínu mati.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 08. Okt 2023 21:42
af falcon1
jonsig skrifaði:Takk fyrir þennan þráð, held að hann hafi látið mig hugsa um stöðnun og annað sem fylgir því að vera á sama stað í mörg ár.
Er kominn í allt annað umhverfi núna (lyfjabransi) og er farinn að vera alveg super sáttur við breytinguna eftir 5vikur að vinna á nýjum stað.

Gott ef hann kom einhverju góðu til leiðar. Til hamingju með nýju vinnuna. :) Ég held annars að ég hafi verið of lengi á fyrri vinnustað og þar af leiðandi erfiðara fyrir mig að finna annað starf. :(
Vona bara að fara í nám skili mér öðru starfi sem fyrst.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Sun 08. Okt 2023 21:45
af falcon1
Hjaltiatla skrifaði:
falcon1 skrifaði:Væri kannski skynsamlegra að prófa kerfisstjórann fyrst áður en maður hugsanlega færi í tölvunarfræði?



Þú getur fengið smjörþefin af því hvað Tölvunarfræðinám felur í sér með að skoða Video af þessari Youtube rás hjá HR.
https://www.youtube.com/@rucomputerscience/playlists

Getur einnig skoðað Learning Paths hjá Pluralsight eða itpro.tv ef þú vilt ekki spreða of miklum aur til þess að átta þig á því hvort sambærilegt nám í NTV/Promennt myndi henta þér áður en þú eyðir háuum upphæðum í kerfisstjóra nám.
https://www.itpro.tv/courses/learning-paths/
https://www.pluralsight.com/product/paths

Líklega er skynsamlegt að vita hvað heillar meira áður en næsta skref er tekið að mínu mati.


Takk fyrir þetta.. ég mun skoða þetta vel og vandlega. Held að þar sem maður var búinn að vera í sama starfsvettvangi svo lengi að þá er dáldið erfitt að skilja við það og eins að velja sér alveg nýjan vettvang. Maður er ansi mikið að fara út úr kassanum sem maður var búinn að byggja sér.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 16:07
af falcon1
úff... það ætlar að ganga illa að finna aðra vinnu. Maður fær ekki einu sinni viðtöl. :(

Hvað ætli maður sé að gera vitlaust? Er maður að verða of gamall eða hvað?

Það bjargar geðheilsunni að maður sé í námi þótt það sé ekki fullt nám þar sem ég ætla að vinna með því, þ.e. ef maður fær einhverja vinnu.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 17:12
af rostungurinn77
falcon1 skrifaði:úff... það ætlar að ganga illa að finna aðra vinnu. Maður fær ekki einu sinni viðtöl. :(

Hvað ætli maður sé að gera vitlaust? Er maður að verða of gamall eða hvað?

Það bjargar geðheilsunni að maður sé í námi þótt það sé ekki fullt nám þar sem ég ætla að vinna með því, þ.e. ef maður fær einhverja vinnu.


Ertu með gott kynningarbréf eða bara kynningarbréf yfir höfuð?

Góð ferilskrá er eitt en án kynningarbréfs þá efa ég að nokkur nenni að pæla í þér.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 17:17
af falcon1
rostungurinn77 skrifaði:Ertu með gott kynningarbréf eða bara kynningarbréf yfir höfuð?

Góð ferilskrá er eitt en án kynningarbréfs þá efa ég að nokkur nenni að pæla í þér.

Ég er með kynningarbréf sem ég svo aðlaga að því fyrirtæki og starfi sem ég sæki um.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 18:46
af rapport
falcon1 skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:Ertu með gott kynningarbréf eða bara kynningarbréf yfir höfuð?

Góð ferilskrá er eitt en án kynningarbréfs þá efa ég að nokkur nenni að pæla í þér.

Ég er með kynningarbréf sem ég svo aðlaga að því fyrirtæki og starfi sem ég sæki um.


Það er held ég góð regla að leggja í þá vinnu að gera kynningarbréfið að hittara, að kynna sér fyrirtækið sem verið er að sækja um hjá og skrifa bréfið til þeirra en ekki bara skipta um nafn fyrirtækis í generísku template-i

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 19:29
af rostungurinn77
falcon1 skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:Ertu með gott kynningarbréf eða bara kynningarbréf yfir höfuð?

Góð ferilskrá er eitt en án kynningarbréfs þá efa ég að nokkur nenni að pæla í þér.

Ég er með kynningarbréf sem ég svo aðlaga að því fyrirtæki og starfi sem ég sæki um.


Þetta eru tveir hólar sem þú þarft að klífa

Fyrri hóllinn felst í því að heilla mannauðsstjórann með góðu kynningarbréfi og komast í starfsviðtal.

Seinni hóllinn er að standa þig í starfsviðtalinu. Það getur verið ólíkt hærri hóll en bara að sleppa í gegnum fyrstu síuna.

Ef þú þekkir einhvern sem starfar eða hefur starfað í mannauðsmálum þá myndi ég athuga hvort þau geta litið á þetta fyrir þig. Bæði farið yfir kynningarbréfið þitt og aftur tekið þig í æfingaviðtal.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 22:17
af falcon1
rapport skrifaði:Það er held ég góð regla að leggja í þá vinnu að gera kynningarbréfið að hittara, að kynna sér fyrirtækið sem verið er að sækja um hjá og skrifa bréfið til þeirra en ekki bara skipta um nafn fyrirtækis í generísku template-i

Það er nú það sem ég meinti með því að aðlaga kynningarbréfið en líklega vantar eitthvað uppá til að það sé "hittari" fyrst maður fær lítil svör.

Re: Finna nýja vinnu

Sent: Þri 16. Jan 2024 22:36
af Klemmi
Æji, ég veit ekki hversu mikið þú átt að kenna sjálfum þér um að vera ekki kominn með vinnu.
Mér hefur yfirleitt sýnst þetta snúast mikið um tengslanetið, sá sem einhver innanhúss eða nálægur getur mælt með er yfirleitt valinn framyfir aðra. Ráðningar eru dýrar, og það að einhver treysti þér, þegar sá einhver er einhver sem sá sem er yfir ráðningunni treystir, er sterkara en flest annað.

Hef verið heppinn og óheppinn í þessum efnum sjálfur, svo fyrir mitt leyti þá myndi ég bara segja þér að vera ekki harður við sjálfan þig eða með neina minnimáttarkennd.
Horfðu í kringum þig og sjáðu hvort þú eigir einhverja vini, kunningja, fjölskyldu á þeim stöðum sem eru að auglýsa, og nýttu þér tengslin.
Ég veit að þessi raunveruleiki er glataður, en maður verður bara að spila leikinn eins og hann er.

Svo það misskiljist ekki, þá er ég ekki að segja að allir fái vinnu út á klíku- eða kunningjaskap, heldur frekar að það sé mikið forskot.