Því miður þá fór ég ekki í framhaldsskóla þegar ég var unglingur og þar af leiðandi að þá er ég ekki með stúdentspróf og aðeins fáar einingar sem ég hef tekið uppí það.
Ef ég ætla að mennta mig á öðru sviði þá hindrar þessi skortur á stúdentsprófi ansi margar leiðir.

Ég get farið í NTV/Promennt til að sækja mér einhverja menntun en það er kannski ekki eins mikið virt í atvinnulífinu og menntun úr "hefðbundnum" skólum?
Mér sýnist að það sé eitthvað til sem heitir Menntastoðir og á að tækla svona stöður eins og er uppi hjá mér (reyndar veit ekki ennþá hvort það megi vera í því ef maður er á atvinnuleysisbótum). Hefur einhver reynslu af því, eða þekkið þið einhvern sem hefur farið í gegnum slíkt? Getið sent mér einkaskilaboð ef þið viljið ekki hafa svarið opinbert.
Ég get auðvitað gert eitthvað með tónlistina áfram en mér finnst að ég verði nauðsynlega að hafa líka einhverja aðra menntun sem ég get unnið við ef tónlistin er komin á endastöð eða lítið að gera í henni. Þarf að hafa eitthvað sem skilar mér tryggum tekjum og helst ekki minna en 400 þúsund krónum eftir skatt.
Kannski þyrfti maður að leita til starfs- og/eða námsráðgjafa? Einhver sem þið mynduð mæla með?