Acer enn að selja Rússum

Allt utan efnis
Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Acer enn að selja Rússum

Pósturaf nidur » Mán 12. Jún 2023 22:13

Vel skrifað hjá appel, virkar sannfærandi, klippi þetta í sundur til að auðvelda.

appel skrifaði:Rússar eru með brenglaða heimsmynd, telja sig stórveldi, en eru ekki það.

Allmennt talið þá eru Rússar taldir vera stórveldi, þegar talað er um stórveldi í heiminum í dag þá er röðin yfirleitt eftirfarandi.
Ameríka, Kína, Rússland, Evrópusambandið, Indland.

appel skrifaði:Einstaklega fámennt land miðað við stærð landssvæðis

9 stærsta land í heimi, og með mikið af landsvæði sem er ekki auðveldlega hægt að búa á.
En með mjög mikið af náttúrulegum auðæfum sem er ein af ástæðunum fyrir því að það er erfitt að setja viðskiptabann á þá.

appel skrifaði:lífskjör margra rússa eru enn á 19. öldinni, heibrigðiskerfið einsog í þriðja heims löndum. Þetta er einstaklega brengluð þjóð með brenglaða leiðtoga.

Hérna er könnun sem var gerð af vestrænni stofnun um lífsgæði, frá 0-10 þá gáfu Rússar 5.5 á meðan meðaltalið í OECD er 6.7 og á íslandi er 7.6
https://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/russian-federation/#:~:text=When%20asked%20to%20rate%20their,FAQ%20section%20and%20BLI%20database.

appel skrifaði:enginn hátækniiðnaður eða tækniþekking í þessu landi

Þetta er ekki alveg rétt, fullt af geirum sem þeir eru mjög öflugir í.
En það er rétt að mikið af tæknilærðu fólki flyst frá Rússlandi til að vinna annarstaðar.
En margir eru að flytja aftur heim vegna þess hvernig fólk kemur fram við það í dag.

appel skrifaði:ekkert vegakerfi af marki (þessvegna flytja rússa allan herbúnað á lestum)

Lestakerfi eru best fyrir þungaflutninga eins og skriðdreka og annað, og þeir hafa notað þessa hertaktík í tuga ára að nota lestakerfi til að koma hergögnum á fremstu línu. Þetta gerir þeim kleift að flytja mikið af hergögnum mjög hratt á milli landsvæða.

appel skrifaði:En ef menn eru að verja rússa þá verða þeir að átta sig á því hvað þeir vilja, þeir vilja alla austur evrópu aftur innan sinna vébanda, stjórna þeim allavega einsog "puppet states". Ef menn hafa samúð með því þá verði þeim að góðu.

Það má benda á staðreyndir og vekja fólk til umhugsunar. Hef ekki séð neinn á Íslandi t.d. standa upp og verja ákvörðun Rússlands að byrja þetta stríð.


appel skrifaði:Eina sem er hægt að gera er að fara í hart á móti slíku. Þá tel ég að það ætti að hætta að selja rússum allt, lyf og hvaðeina, og hætta einnig að veita þeim þjónustu í gegnum tæknifyrirtæki einsog Microsoft, Apple, Google o.fl., t.d. einsog að veita þeim Windows uppfærslur, veita þeim þjónustu í iCloud, held að það eigi að enforca tech blackout gagnvart rússlandi, slökkva á öllum þessum búnaði. Annað er að veita rússlandi styrk til að halda þessu stríði áfram.

Ég held að það hafi engin áhrif að slökkva á einhverjum vestrænum þjónustum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5499
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Acer enn að selja Rússum

Pósturaf appel » Þri 13. Jún 2023 13:27

Rússar hafa misst mikla tæknikunnáttu milli kynslóða. Í dag er ungt fólk ekki eins tæknimenntað eða vísindamenntað og kynslóðirnar á undan. Einnig eru eldri kynslóðir sem eru byrjaðar að hverfa af vinnumarkaði að taka með sér kunnáttu og þekkingu sem hefur haldið landinu saman, innviðunum uppi, það er ekki nóg af ungu fólki til að taka við keflinu í þessu stóra landi. Það var miklu meiri áhersla á tækni, menntun og vísindi í sóvétríkjunum, en í tíð Pútíns hefur það vikið fyrir öðrum áherslum einsog hernaðaruppbyggingu.

Tæknigeirinn í rússlandi er bara dæmigerður svona software geiri sem er til í öllum löndum. En hvað hátækni varðar og vísindi þá hafa þeir fyrir löngu gefist upp á að reyna koma upp eigin "computer chips" fyrirtækjum. Svo er nóg að nefna bóluefni við covid19, Spútnik, sem enginn vildi, en var víst stolið frá lyfjafyrirtækjum á vesturlöndum. Jafnvel kínverjar þrátt fyrir sína framþróun tókst ekki að búa til viðunandi bóluefni, Indland bjó ekkert til, en það voru þróuð mörg bóluefni á vesturlöndum. Það lýsir í hnotskurn tækniþróunarmuninum.
Svo hvað olíugeirann varðar þá hefur það verið vestræn tækni sem hefur hjálpað rússum að koma olíuiðnaðinum aftur á skrið eftir hrun sóvétríkjanna. Núna hefur það horfið og bara tímaspursmál hvenær það byrjar að hökta í þessu hjá þeim, sbr. Venezúela þar sem olíuframleiðsla er brotabrot af því sem hún var.

Hvað vegakerfið varðar, þá eru rússar með vegakerfi vestan úralfjalla, en það er varla til austan úralfjalla. En vegakerfið evrópumegin er heldur ekki mjög þéttriðið. Ein af ástæðunum fyrir að þú séð "andspyrnuhópa" ráðast á Belgograd rússneska bæjinn við landamæri Úkraínu er að rússar hafa lélegt vegakerfi og það tekur þá langan tíma að senda liðsafla svona langt frá Moskvu. Þessvegna hefur þessi innrás gengið svona herfilega og bara mistekist því það er ekkert vegakerfi á þessu svæði af viti.
Til að átta sig á hve þéttriðið vegakerfið er í Rússlandi þá er hægt að bera það saman við Finnland:

Mynd

Hvað heilbrigðiskerfið varðar þá viltu helst ekki fara á spítala í rússlandi, það er rússnesk rúlletta. Íslensk kona skrifaði góða grein um sína reynslu fyrir nokkru síðan. Finn hana ekki. En þetta var einsog í hryllingsmynd.

Einnig eru lífskjör rússa fyrir utan stórborgarsvæðin alveg herfileg. Ef þú ferð fyrir austan úralfjalla, og sérstaklega í norðurhluta landsins, þá er þetta bara einsog að vera kominn aftur til 19. aldarinnar. Annaðhvort býr fólk í timburhjöllum með bárujárni fyrir með moldarveg fyrir utan eða í bæjum sem voru byggðir upp á sóvét-tímanum og eru orðnir hálf mannlausir og byggingar í niðurníslu.

Sóvéskir hermenn rauða hersins sem réðust inn í Þýskaland urðu hissa á hve vel þjóðverjar bjuggu, í flottum húsum, flott gatnakerfi, en þeir höfðu verið heilaþvegnir í því að trúa að þjóðverjar hefðu það rosalega skítt, verra en þeir, en dæmigerður rússi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar bjó í moldarkofa... þannig að það kom flatt upp á rússneskan sveitahermann að sjá allt annan veruleika en ráðamenn sínir hefðu lýst. Í raun er staðan bara svipuð.
Síðast breytt af appel á Þri 13. Jún 2023 13:28, breytt samtals 1 sinni.


*-*