Síða 1 af 1

Auðlindirnar seldar

Sent: Fös 11. Ágú 2023 12:32
af GuðjónR
Hvað finnst ykkur um að auðlindirnar okkar séu seldar svona?
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... um_vatnid/

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Fös 11. Ágú 2023 13:00
af rapport
Galið... en þarna er verið að selja land og nýtingarétt... það er bara spurning um hvort að nýting þarna dragi úr getu annarra í nágrenninu til að nýta sitt grunnvatn/lindir.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Fös 11. Ágú 2023 14:55
af appel
Finnst bara svona "iðnaður" vera galinn, að flytja vatn á milli landa í plastflöskum. Algjör óþarfi, sóun og mengandi. Það er enginn vatnsskortur í þessum löndum sem er verið að flytja íslenska vatnið til.
Held að í allri þessari umræðu um hlýnun jarðar og aðgerðir hvað það varðar þá þurfi nú fyrsta að skoða svona óþarfa.

Þekki annars ekki hvernig nýtingarétturinn er þarna, en útlendingar væru varla að kaupa svona fyrirtæki nema því fylgi concrete réttindi.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Fös 11. Ágú 2023 19:00
af Mossi__
appel skrifaði:Finnst bara svona "iðnaður" vera galinn, að flytja vatn á milli landa í plastflöskum. Algjör óþarfi, sóun og mengandi. Það er enginn vatnsskortur í þessum löndum sem er verið að flytja íslenska vatnið til.
Held að í allri þessari umræðu um hlýnun jarðar og aðgerðir hvað það varðar þá þurfi nú fyrsta að skoða svona óþarfa.

Þekki annars ekki hvernig nýtingarétturinn er þarna, en útlendingar væru varla að kaupa svona fyrirtæki nema því fylgi concrete réttindi.


Fyrsta skref gegn hnattrænnar hlýnunar er nú jú að gjörbreyta öllu neyslumynstri og framleiðsluferli heimsins.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Fös 11. Ágú 2023 19:23
af Henjo
Shoutout to Vífilfell, sem að framleiðir Topp (heitir núna eitthv bon aqua) í Svíþjóð og flytur til Íslands, semsagt þegar þið kaupið ykkur topp eruði að drekka sænskt vatn.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Fös 11. Ágú 2023 20:03
af Viktor
Henjo skrifaði:Shoutout to Vífilfell, sem að framleiðir Topp (heitir núna eitthv bon aqua) í Svíþjóð og flytur til Íslands, semsagt þegar þið kaupið ykkur topp eruði að drekka sænskt vatn.


Flöskurnar eru íslenskar en dósirnar sænskar. Sama á við um Coke.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Lau 12. Ágú 2023 02:13
af appel
Henjo skrifaði:Shoutout to Vífilfell, sem að framleiðir Topp (heitir núna eitthv bon aqua) í Svíþjóð og flytur til Íslands, semsagt þegar þið kaupið ykkur topp eruði að drekka sænskt vatn.


Það að toppur sé horfinn, ásamt trópí, þetta er hneisa. Spurning hve margir velji núna drykki frá Ölgerðinni. Held að þetta sem var Vífilfell muni missa mikla markaðshlutdeild á næstu árum. Eina sem Ölgerðin þarf að gera er að bæta flaggi á umbúðir sínar "Íslenskt vatn" á meðan samkeppnisaðilinn getur það ekki.

"Sænskt bóndapiss" einsog pabbi gamli kallar það, algjörlega búinn að boycotta Vífillfellsdraslið.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Sun 13. Ágú 2023 18:21
af agnarkb
appel skrifaði:
Henjo skrifaði:Shoutout to Vífilfell, sem að framleiðir Topp (heitir núna eitthv bon aqua) í Svíþjóð og flytur til Íslands, semsagt þegar þið kaupið ykkur topp eruði að drekka sænskt vatn.


Það að toppur sé horfinn, ásamt trópí, þetta er hneisa. Spurning hve margir velji núna drykki frá Ölgerðinni. Held að þetta sem var Vífilfell muni missa mikla markaðshlutdeild á næstu árum. Eina sem Ölgerðin þarf að gera er að bæta flaggi á umbúðir sínar "Íslenskt vatn" á meðan samkeppnisaðilinn getur það ekki.

"Sænskt bóndapiss" einsog pabbi gamli kallar það, algjörlega búinn að boycotta Vífillfellsdraslið.


Vífilfell er heitir víst núna Coca-Cola Europacific Partners. Mjög þjált og skemmtilega íslenskt eitthvað.

Re: Auðlindirnar seldar

Sent: Sun 13. Ágú 2023 22:12
af Klemmi
Við erum svo saklaus og einföld þjóð, látum nota okkur trekk í trekk í þágu íslenskra auðmanna.

WaterSecurity_Aug9_update.jpg
WaterSecurity_Aug9_update.jpg (960.69 KiB) Skoðað 5080 sinnum