Lekaliði að slá út.

Allt utan efnis

Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Þri 15. Ágú 2023 15:29

Er að lenda í að lekaliðinn er að slá út af og til. Gerist ekki vikum saman, en svo kannski 2-3 á dag í par daga og síðan ekki meir. Þegar þetta gerist get ég ekki endurtekið eða séð nokkuð munstur sem gæti vísað mér á hvað er að.

Það er búið að útiloka að þetta sé gallaður lekaliði – þessi er innan við árs gamall og var settur í einmitt út af sama vandamáli.

Er búin að prófa að taka ýmis tæki úr sambandi en er ekki að ná að tengja þetta við neitt heimilistæki.

Gerist hvort sem grunuðu tækinn (spanhelluborð, þvottavél, uppþvottavél) eru í gangi eða ekki.

Er með slatta af LED ljósum og tölvubúnaði sem eiga að „leka“ þannig að það er sennilega aldrei 0 mA að fara um lekaliðann. Held þeir slá út fari meira en 25mA.

Er líka búin að fara yfir (næstum) allar tengingar – skoða í dósum og við innstungur og slíkt – en er ekki að sjá neitt.

Hef talað við tvo rafvirkja en hvorugur hefur mætt… (meina þetta ekki illa – báðir hörkuduglegir og mikið að gera. Hef grun um að þeir vita að þetta er algjör martröð að mæla svona random útleiðslu og sé erfitt að réttlæta tímann sem fer í svona).
Einhverjar hugmyndir?




Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Þri 15. Ágú 2023 15:35

Tengi þetta ekki við rigningu eða bleytu. Er með lögn út í garð og hafði grun um að bleyta þar væri að orsaka þetta. Er búin að útiloka það, og þar að auki fór að slá út í gær eftir margra daga þurrk.




Uncredible
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Uncredible » Þri 15. Ágú 2023 15:52

Áttu heima í blokk/fjölbýli/raðhús ?

Er þetta gamalt hús?




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf TheAdder » Þri 15. Ágú 2023 15:53

Eins sem hægt er að gera í þessu er að taka megger og mæla út hvað er með útleiðslu, því miður þarftu að fá rafvirkja í málið.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Þri 15. Ágú 2023 15:55

Raðhús - alveg sér innlögn. Byggt 1975 eða svo. Nýleg öryggi í töflunni (10 ára) og lekaliður rúmlega árs.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf rapport » Þri 15. Ágú 2023 16:23

Raðhús 1975, er þá hugsanlega kynding með loftristum í gólfi og hitablásara einhverstaðar?

Það er bæði frekt á rafmagn en líka rakatengt + blikk sem er jarðtengt og straumur gæti komist í og slegið út, ólíklegt... en gæti gerst.

Er harðtenging í öllum tenglum?




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf arons4 » Þri 15. Ágú 2023 16:32

Fá rafvirkja til að mæta með megger. Mjög lítið mál að finna á hvaða grein útleiðslan er, getur verið smá vinna að pinpointa hana algjörlega. Ef þú hringir í rafvirkja skaltu ganga úr skugga um að hann kunni að gera þetta og eigi réttu verkfærin.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Viktor » Þri 15. Ágú 2023 16:33

Hvað er þetta stórt hús og hvað eru margar LED perur?

Fólk hefur þurft að bæta við lekaliðum vegna of margra LED pera.

Það er ekkert mjög dýrt.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Revenant » Þri 15. Ágú 2023 18:36

Ef þú ert með mörg raftæki/perur þá getur jarðleki upp á 0.1-1mA per tæki farið að telja (jafnvel þótt að það sé slökkt á þeim eða þau í standby).

Ein lausn er að skipta yfir í lekaliðasjálfsvör (RCBO) á hverri grein í staðin fyrir einn sameiginlegan lekalið.




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1059
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Semboy » Þri 15. Ágú 2023 19:35

Búinn að athuga hver grein fyrir sig? slát út öll nema lekaliðan og slá inn eitt og eitt sjálfvar.
lesta hver grein fyrir sig í 15min.


hef ekkert að segja LOL!


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Dúlli » Þri 15. Ágú 2023 20:08

Viktor skrifaði:Hvað er þetta stórt hús og hvað eru margar LED perur?

Fólk hefur þurft að bæta við lekaliðum vegna of margra LED pera.

Það er ekkert mjög dýrt.


Það er bara bull, ledið hefur ekki áhrif á lekaliðan nema það sé ónýtt.

Hér er bara bilun í kerfinu.

Það er haugur af húsnæðum sem hafa tuggir ef ekki hundruðir led ljós og eru á einum lekaliða.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Viktor » Þri 15. Ágú 2023 20:10

Semboy skrifaði:Búinn að athuga hver grein fyrir sig? slát út öll nema lekaliðan og slá inn eitt og eitt sjálfvar.
lesta hver grein fyrir sig í 15min.


Það er ekki hægt ef þetta gerist á nokkra vikna fresti.

Lekaliði slær út þegar rafmagn fer út úr töflu og ekki inn í hana aftur, hefur ekki með álag að gera.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1059
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Semboy » Þri 15. Ágú 2023 20:44

Viktor skrifaði:
Semboy skrifaði:Það er ekki hægt ef þetta gerist á nokkra vikna fresti.


Já ég las ekki allan textan.
Annars bara eins og allir hér segja full aftengja allt og megga hver grein fyrir sig.
Ég lenti á svipuðum vanda (ekki vikna fresti) heldur nokkrar minutur seinna.
Ég sló inn hver grein fyrir sig eins og ég var að útskýra og svo komst ég að því það var ein grein sem var að slá út lekaliðan.
Siðan bara fékk ég lánaða megger og prófaði lögnina og komst að því blái vírin var með skemmd. Og skipti bara honum út.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf nidur » Þri 15. Ágú 2023 23:01

Setja lekaliða sjálfvar á allt?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2307
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 393
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Moldvarpan » Þri 15. Ágú 2023 23:03

Hef lent í svipuðu, þá var það ljós í staur sem var í innkeyrslunni. Fór eftir hvernig veðrið var hvenær lekaliðin fór út.




Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Þri 15. Ágú 2023 23:09

Vandinn er að þetta gerist svo óreglulega og ég er ekki að finna neitt munstur.
Keypti einhvern dirt-cheap clamp-mælir af Ali sem mælir milliAmp: Smelli honum utan um vírana sem fara úr lekaliðanum og er að mæla nokkuð stöðug 14 mA. Held að lekaliðinn slær út við 22-25 mA.
Hef heyrt að spennubreytar og led-ljós leiði smá, og held að þessi föstu 14 eru út frá þeim. Þá er spurning hvað er að valda þessum auka…

Ég er nokkuð duglegur í DIY en læt rafmagnstöfluna alveg í friði. Treysti mér til að draga í og tengja dósir, en kem ekki nálægt að breyta í töflu og fæ kunningja minn sem er rafvirki til að staðfesta það sem ég geri. Ágætis vinur minn, en búin að bíða eftir honum í ár… Hinn rafvirkinn var rétt ókominn fyrir tæpum sjö vikum…

>>Er harðtenging í öllum tenglum?<<
Hvað er harðtengi? Þetta er það gamalt að enn er Ticino víða (er hægt og rólega að skipta því út).

Það fer lögn úr 32A öryggi í kjallarann og í töflu þar. Ég hef eh á þeirri leið og/eða þeirri töflu helst grunaða. Jafnframt eru flest led-ljós, PS, sjónvarp, þvottavél… á þeirri töflu.

Rafvirkinn sem ætlaði að mæta 2022 var einmitt að tala um að megga…

Tek það fram að báðir þessir kappar eru frábærir fagmenn og ágætis kunningjar. Hef hitt þá báða við ýmis tækifæri. Held að það sé kannski vandinn – þeir halda að ég vilji fá þetta gratís.

Hef spáð í að setja RCBO í stað lekaliða. Geri það bara ekki sjálfur.
Hinn möguleikinn er að setja kjallarann á sér lekaliða. Enn og aftur: geri það ekki sjálfur.




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1059
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Semboy » Þri 15. Ágú 2023 23:41

Peacock12 skrifaði:Það fer lögn úr 32A öryggi í kjallarann og í töflu þar. Ég hef eh á þeirri leið og/eða þeirri töflu helst grunaða. Jafnframt eru flest led-ljós, PS, sjónvarp, þvottavél… á þeirri töflu.



Ég bara skil ekki þennan texta, kannski vegna þess íslenskan er annað tungumál fyrir mér.
Ertu að segja það sé kvísl(önnur rafmagnstafla).
Ef þetta er nauðsyn að klára þetta verk, þá máttu hafa samband við mig í pm.
Ég veit um marga sem geta kikt á þetta í þessari viku(full lærðir og með próf)


hef ekkert að segja LOL!


Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Þri 15. Ágú 2023 23:47

Hefði átt að skýra betur: Úr aðaltöflu er lögn sem fer um 32A öryggi í aðra töflu í kjallaranum. Þar er því skipt á (að mig minnir) 5 minni öryggi sem fóðra eldavél (1), þvottavél (1), ofn (1) og svo 2 fyrir almennt rafmagn (ljós og slíkt). Það hefur ekki verið að slá út vegna álags (eldavélin notuð 1-2 í viku, ofninn um jólinn...
Hef hugsanlega samband við þig Semboy!



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2814
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 203
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf CendenZ » Mið 16. Ágú 2023 09:08

Mitt gisk er að það er einhverstaðar tengill utan á húsinu, eða strengur, sem vatn kemur inn á.

Ertu með fótósellu, ef ekki, var fótósella á húsinu, tildæmis hjá bílskúrshurðinni eða undir þakkanti ? Tékka á því
Er kapall sem liggur niður í jörð fyrir innan bílskúrshurðina sem fer í ekkert ? Gæti verið gömul lögn fyrir jólaljós, háþrýstidælu, bílastæðalukt osfr. Var mjög algengt í húsinu byggt 90-2000 að leggja kapal niður meðfram bræðslukerfi sem átti að fara svo í bílastæðalukt
Ertu með tengla á pallinu eða fyrir neðan þakkant fyrir jólaljós ? ef ekki, er kapall inn í þakkantinn sem liggur bara ?




Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Fim 17. Ágú 2023 09:58

Takk fyrir þessa ábendingu. Upphaflega tengdi ég útsláttinn við bleytu í tengiboxi á pallinum (garðinum) og skipti honum út og yfirfór allar lagnir úti. Svo þegar fór aftur að slá út aftengdi ég allt rafmagn út á pallinn þannig að það er engin virk tenging úr húsinu.
Hef meðal annars spáð í hvort slái frekar út þegar eða eftir rigningu. Síðast sló út á mánudag og þá er búið að vera þurrt veður í marga daga.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Halli25 » Fim 17. Ágú 2023 15:25

ég lenti í svipuðu vandamáli eftir að bættist við nýr ofn og ný tölva, vandamálið hjá mér var að lekaliðinn var að fyllast af jafnstraumi og sló þá út eftir x tíma. Þarft þá nýjan lekaliða sem þolir jafnstraum sem er að leka til baka frá tækjum eins og spanhellu sem leka jafnstraumi.. er ekki rafvirki svo hugtök eru pottþétt ekki 100% :)


Starfsmaður @ IOD


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Hlynzi » Fim 17. Ágú 2023 19:25

Halli25 skrifaði:ég lenti í svipuðu vandamáli eftir að bættist við nýr ofn og ný tölva, vandamálið hjá mér var að lekaliðinn var að fyllast af jafnstraumi og sló þá út eftir x tíma. Þarft þá nýjan lekaliða sem þolir jafnstraum sem er að leka til baka frá tækjum eins og spanhellu sem leka jafnstraumi.. er ekki rafvirki svo hugtök eru pottþétt ekki 100% :)


Ég hef grun um að það gæti verið svolítið til í þessu hjá þér, þetta getur verið vandamál með mikið LED álag á lekaliða, það er merkt á lekaliðunum nýju svona merki í littlum kassa með sínusbylgju og svo aðra bylgju...læt mynd fylgja með.

5637510580.jpg
Lekaliði með LED þoli.
5637510580.jpg (51.46 KiB) Skoðað 14321 sinnum


Hlynur


pezmann
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 14. Sep 2022 17:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf pezmann » Fim 17. Ágú 2023 19:36

Hlynzi skrifaði:
Halli25 skrifaði:ég lenti í svipuðu vandamáli eftir að bættist við nýr ofn og ný tölva, vandamálið hjá mér var að lekaliðinn var að fyllast af jafnstraumi og sló þá út eftir x tíma. Þarft þá nýjan lekaliða sem þolir jafnstraum sem er að leka til baka frá tækjum eins og spanhellu sem leka jafnstraumi.. er ekki rafvirki svo hugtök eru pottþétt ekki 100% :)


Ég hef grun um að það gæti verið svolítið til í þessu hjá þér, þetta getur verið vandamál með mikið LED álag á lekaliða, það er merkt á lekaliðunum nýju svona merki í littlum kassa með sínusbylgju og svo aðra bylgju...læt mynd fylgja með.

5637510580.jpg

Fyrst að það var skipt um lekaliðann fyrir ári síðan þá ætti það að vera svona type A lekaliði. Gamla týpan var hætt í sölu fyrir ca 2-3 árum ef mig minnir rétt.



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2465
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 222
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf GullMoli » Fim 17. Ágú 2023 20:14

Hef verið að lenda í mjög svipuðu eftir að ég færði og endurnýjaði eldhús, meðal annars hellingur af LED ljósum, spanhelluborði ofl.

Slær eingöngu lekaliðann út 0-2svar í viku, yfirleitt á morgnanna og það er EKKERT í gangi. Skipti um lekaliðann í síðustu viku, var eflaust upprunalegi lekaliðinn og á ekki von á öðru að þetta sé einmitt þetta vandamál sem rætt er hér að ofan, og því komið í lag.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Fös 18. Ágú 2023 00:53

Svei mér þá...
Sýnist lekaliðinn - þessi sem var settur í fyrir um ári síðan - vera jafnvel typa B miðað við myndina/táknið á honum...
Það er svona "alda" eða bylgja eins og efra táknið að ofan.

Það er amk alveg 5000 krónu virði að prófa að skipta honum út fyrir A.

Annars hef ég grun um að rafvirkjakunningi minn sé á Vaktinni. Hann hringdi í dag og við ætlum að hittast í næstu viku. :happy