Almenningssamgöngur

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Almenningssamgöngur

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 21. Sep 2023 11:29

Smá Vangavelta.

Af hverju erum við hér á Íslandi svona rosalega máttlaus í að vera með alvöru almenningssamgöngur. Eini valmöguleikinn sem við höfum er strætó og það er alveg glatað fyrirbæri þegar maður ber það saman við almenningssamgöngur í öðrum löndum ?

Var að notast við almenningssamgöngur í Budapest, Prag og Krakow seinustu vikur og ferðast á milli landa með lest og þvílíkur lúxus að geta nýtt sér almenningssamgöngur og treyst þeim (gefur almenningi möguleika á að sleppa því að eiga bíl).

Einhverjar skoðanir ?


Just do IT
  √


Viggi
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 110
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Viggi » Fim 21. Sep 2023 11:50

Bílamenningin er svo mikil hér, slæmt veðurfar svo vill fólk bara geta farið á þá staði sem það vill fara á þegar það vill það. Mjög strjábýl landsbygðin líka. og hræðilegir vegirnir að hossast í þessum rútum stoppandi á 10 stöðum með krókaleiðum..


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fim 21. Sep 2023 12:10

Evrópskar borgir eru oftast um 1 þúsund ára gamlar og hafa þróast og byggst upp ÁÐUR en bílar urðu til.

Reykjavík/höfuðborgarsvæðið byrjaði ekki að stækka af alvöru fyrr en eftir WW2, þegar einkabíllinn var að verða vinsæll í BNA. Þannig að við fylgjum í raun BNA eftir hvað skipulagsmál varðar.

En já, veðurfar er líklega stærsta ástæðan að ég nota einkabíl. Ef það væri alltaf 20°c logn og sól þá færi ég alltaf á rafskútu eða hjóli eða álíka í vinnuna.
Síðast breytt af appel á Fim 21. Sep 2023 12:11, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Frussi » Fim 21. Sep 2023 12:19

Þegar gæjar eins og Magnús Örn eru í stjórn strætó þá er ekki skrítið að almenningssamgöngur eru ekki í lagi

Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga.


Heimild:
https://www.visir.is/g/2018816293d?fbcl ... YeTBBhon_s


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf hagur » Fim 21. Sep 2023 12:37

1. Mikil bílamenning
2. Dreifð byggð
3. Við erum fá = almennilegt samgöngukerfi er dýrt per haus
4. Mikil bílamenning
5. Fólk er svo vant því að nota bílinn í allt
6. Var ég búinn að nefna hvað fólk er vant því að nota bílinn í allt?

Sjálfur nota ég reiðhjól sem samgöngutæki dagsdaglega, í og úr vinnu, allan ársins hring, sama hvernig viðrar. Finnst það frábært og jafnvel þó að bíllinn standi í bílastæðinu heima ónotaður þá kýs ég að taka hjólið frekar.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fim 21. Sep 2023 13:08

Það er líka doldið fáránlegt að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópskar stórborgir einsog London og Kaupmannahöfn. Það er allt annar veruleiki hér á landi.

1. Veðurfar kallar meira á einkabíl, flestum þykir ekkert gaman að vera úti í kulda, roki, rigningu og öðru slagveðri, eða ganga í gegnum snjóskafla og leggja sig í hættu í hálkunni.
2. Hæðótt landslag neyðir okkur til að skipuleggja byggð öðruvíssi og þar með leggja vegi öðruvísi, sem er ekki hentugt fyrir almenningssamgöngur
3. Jarðlagið er úr bergi, sem þýðir að það er svakalega erfitt að leggja hér jarðgöng með lestum eða álíka einsog er gert erlendis þar sem jarðlagið er mun mýkra og lausara, t.d. leir eða álíka.

Við erum með NYRSTU höfuðborg heimsins, munum það. Það ætti frekar að bera okkur saman við borgir sem eru staðsettar á svipuðum slóðum, með svipað veðurfar og jarðlag. Við erum líkari Kulusuk eða Nuuk í Grænlandi heldur en Kaupmannahöfn.
Síðast breytt af appel á Fim 21. Sep 2023 13:10, breytt samtals 1 sinni.


*-*


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf dadik » Fim 21. Sep 2023 13:12

appel skrifaði:Það er líka doldið fáránlegt að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópskar stórborgir einsog London og Kaupmannahöfn. Það er allt annar veruleiki hér á landi.


Nákvæmlega. Fólk er alltaf að bera Reykjavík saman við _miðborgir_ erlendis. Um leið og þú ferð út fyrir miðborgirnar ertu kominn í sömu úthverfin. Ég bjó í úthverfi erlendis og strætó gekk á 30mín fresti niður í miðbæ. Engin lest í boði.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 21. Sep 2023 13:44

Ég vill samt benda á að okkur fjölgar mjög hratt (sérstaklega á höfuðborgasvæðinu) ásamt því að það er mjög mikið af túristum á höfuðborgarsvæðinu. Maður myndi ætla að það myndi skapa meiri eftirspurn og leyft okkur að hugsa stærra í þessu samhengi.

Ég sat t.d í fullri Flybus rútu af Túristum í gær sem gengur á 30 mín fresti (það fór líka full rúta á undan mér í kringum 15:00) frá einkafyrirtæki líklega því strætó gengur ekki beina leið til RVK frá Keflavík og stoppar á mörgum stöðum og kostar samt ekkert mikið minna en hjá Flybus.


Just do IT
  √


KristinnK
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf KristinnK » Fim 21. Sep 2023 15:22

dadik skrifaði:Nákvæmlega. Fólk er alltaf að bera Reykjavík saman við _miðborgir_ erlendis. Um leið og þú ferð út fyrir miðborgirnar ertu kominn í sömu úthverfin. Ég bjó í úthverfi erlendis og strætó gekk á 30mín fresti niður í miðbæ. Engin lest í boði.


Þetta er að mínu mati stærsti ,,faktorinn" hér. Þegar fólk fer til útlanda og heillast af almenningssamgöngum þá er það í miðbæjum stórra borga. Ef þú ferð til ~200 þúsund manna bæja þá er það ekkert öðru vísi en hérna heima og flestir á einkabílum. Ekkert að því.

Stóra vandamálið er hörmulegt skipulag höfuðborgarsvæðisins, þ.e. að svo margir stórir vinnustaðir séu úti á litlum tanga, sem verður til þess að öll umferð þarf að koma úr sömu átt eftir Miklubrautinni aðallega. Því miður hafa svo sveitastjórnaryfirvöld ásett sér að gera illt verra með því að þrengja götur, stöðva strætisvagna á miðri akrein og lækka hámarkshraða, en það er annað Pandoraskrín sem ég ætla ekki að opna hér.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf bigggan » Fim 21. Sep 2023 16:52

Fullt af borgum út um heim undir <200 000 íbua með flottar samgöngur og léttlestakerfi. Lausanne i sviss er kringum 130 þúsund íbúa og bæði með jarðlestakerfi og trammar. (ekki seigja mér að Sviss sé með auðvelt berg að bora í gegn...)

Ef maður vill fara í norðanlega borgir þá er Þrandheimur með léttlestakerfi með svipað fjöldi íbua og herna og veðurfar ekki langt frá okkur herna.

Stavanger sem ég bjó i mörg ár eru að klára borgalínunni sínnum og þetta er orðið mjög flott þar og íbuafjöldinn er kringum 150 þúsund íbua tengd saman með borgalínu.
Síðast breytt af bigggan á Fim 21. Sep 2023 16:57, breytt samtals 1 sinni.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 106
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf agnarkb » Fim 21. Sep 2023 17:02

bigggan skrifaði:Ef maður vill fara í norðanlega borgir þá er Þrandheimur með léttlestakerfi með svipað fjöldi íbua og herna og veðurfar ekki langt frá okkur herna.


Bergen líka. Er ættaður þaðan og var þar í sumar og Bybanen (sporvagnakerfi) er alger snilld. Borgar 40 NOK fyrir miða sem gildir í 90 mínútur hvert sem þú vilt fara og virkar í strætó líka. Strætókerfið er líka snilld með express rútur frá Torget og upp til Åsane (sem er stórt úthverfi/bæjarfélag svipað og Mosó fyrir okkur) á háannatíma og bíður svo kannski max 10 mínútur eftir næsta strætó ef þú missir af.
Síðast breytt af agnarkb á Fim 21. Sep 2023 17:18, breytt samtals 1 sinni.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Sep 2023 17:56

Lítið í kringum ykkur, sjáið allt fúskið alls staðar og hvernig engu er stjórnað og engin ber ábyrgð og mottóið er alltaf "þetta reddast" bara.
Ekki búast við kraftaverki því það mun ekki gerast.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fim 21. Sep 2023 19:10

Hér vantar nú eiginlega víðast þessar neyðarbrautir meðfram vegum. Það er náttúrulega skrítið að meðfram Sæbraut eða Kringlumýrabraut sem dæmi sé kantsteinar, og ekkert svigrúm fyrir neyðarbrautir. Þetta er allavega alls ekki skv. ESB reglugerðum. Þessar stóru umferðaræðar hérna innan höfuðborgarsvæðisins uppfylla engan veginn evrópskar kröfur um svona akbrautir. Það var ekki langt síðan að tekið var niður svona rimlagirðing á Miklubrautinni sem var engan veginn "up to the code" um öryggi.

En svo sjáiði t.d. hvernig er búið að breyta veginum milli Keflavíkur-Hafnarfjarðar, og Mosfellsbæ-Selfoss, og á Hellisheiðinni. Þarna er búið að vera fylgja held ég bókinni um hvernig á að leggja svona vegi, og svona þyrftu vegirnir innan borgarinnar að vera einnig.

Auðveldara að leggja nýja vegi en að breyta eldri vegum sem eru með umferð. En mér finnst einsog það sé alveg búið að gefast upp á að bæta umferðarinfrastrúktúrinn á höfuðborgarsvæðinu. Frekar eytt 20 milljörðum í jarðgöng fyrir 100 hræður á dag en að reyna bæta ástandið hérna í borginni.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Viktor » Fim 21. Sep 2023 19:43

Eina ástæðan fyrir því að þetta er svona lélegt er að ALLIR peningarnir fara í samgöngur á landsbyggðinni.

Svo er fáránlegt að strætó sé ekki með sérakgrein alls staðar.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf bigggan » Fim 21. Sep 2023 19:48

Enda eru 10 milljóna manna borgir með jafn marga akreinar á brautirnar sinar, og herna sem eru rétt að slefa upp í 200 þúsund manns.

Málið er líka að kosningar eru kosnir einstaklingar sem gera litið fyrir Höfuðborginna og flest fyrir landsbýðginni, og að vægi atkvæði gildir meiri á utan höfuðborginna bætir ekki úr þessu og þeir hafa auðvitað engan vilja að breyta þessu.
Síðast breytt af bigggan á Fim 21. Sep 2023 19:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf nidur » Fim 21. Sep 2023 20:06

Við erum allt of fá til að halda uppi alvöru almenningssamgöngum.

Hvernig væri ef stórum stofnunum væri dreift aðeins um borgina, ekki alltaf þétt í kringum miðbæinn.

Kannski væri hægt að lækka þessa 60 milljarða tölu sem tafir kosta okkur í umferð á ári.

Þegar skólarnir eru ekki í gangi þá er umferðin alls ekki það slæm.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fim 21. Sep 2023 20:45

Ég held að við íslendingar séum bara doldið vitlaus.
Núna vilja yfirvöld eyða mörg hundruð milljörðum í eitthvað sem engin þörf er á.
Ég legg ekki af stað í vinnuna fyrr en svona 9:10, og þá er öll umferðin horfin og ég get keyrt án þess að stoppa og án þess að snerta bremsuna. Það þarf ekki mikið til að laga umferðina sem er klikkuð rétt fyrir 8 og rétt fyrir 9, lausnin er bara augljós, það á að breyta opnunartíma/mætingatíma hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem það er mögulegt. Það er enginn að segja mér að með því að dreifa þessu um +-30 mín að þá fari allt til fjandans. Þetta er góð og einföld lausn, sem kostar minnst.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Viktor » Fös 22. Sep 2023 07:15

nidur skrifaði:Við erum allt of fá til að halda uppi alvöru almenningssamgöngum.


Þetta er svo fyndið viðhorf.

Hvernig væri ef íslendingar byrjuðu að hugsa lengra en einn mánuð fram í tímann?

Það hefur aldrei orðin nein alvöru uppbygging á strætóakgreinum.

Lítið á svæðið í kringum Kringluna, það er tilvalinn staður til að vera með alvöru skiptistöð og leyfa strætó svo að eiga forgang á gatnamótunum. En nei, við erum með eitt stopp hjá Verzló, annað hjá Suðurveri, þriðja hjá Stakkahlíð og þú ert svona korter að labba á milli strætóleiðanna - svo þú missir líklega af þeim vagni sem þú ætlar að skipta yfir í.

Hins vegar eyðum við tugum milljarða í jarðgöng fyrir nokkrar hræður úti á landi.

Eftir nokkra áratugi verður nánast ómögulegt að búa á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðartafa ef við bjóðum bara upp á að komast milli staða á bíl.
Viðhengi
IMG_7487.png
IMG_7487.png (14.72 KiB) Skoðað 2782 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Fös 22. Sep 2023 07:59, breytt samtals 2 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2306
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 391
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Moldvarpan » Fös 22. Sep 2023 08:01

Ég þurfti alveg að grípa í poppkornið því þessi þráður er svo djúsí.

Almenningssamgöngur eiga að vera lestir og sporvagnar. Það er lang hagkvæmasti ferðamátinn.

Gleyma þessu borgarlínu rugli og fara all in að byggja upp alvöru lestarkerfi.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Hauxon » Fös 22. Sep 2023 08:46

appel skrifaði:Evrópskar borgir eru oftast um 1 þúsund ára gamlar og hafa þróast og byggst upp ÁÐUR en bílar urðu til.

Reykjavík/höfuðborgarsvæðið byrjaði ekki að stækka af alvöru fyrr en eftir WW2, þegar einkabíllinn var að verða vinsæll í BNA. Þannig að við fylgjum í raun BNA eftir hvað skipulagsmál varðar.

En já, veðurfar er líklega stærsta ástæðan að ég nota einkabíl. Ef það væri alltaf 20°c logn og sól þá færi ég alltaf á rafskútu eða hjóli eða álíka í vinnuna.



Umferðarvandinn í Reykjavík og nágrenni er að mestu tilkominn vegna byggðar sem hefur risið undanfarin 20-30 ár. Þegar þú situr í umferðarteppu á Reykjanesbrautinni við Smáralind eða á Vesturlandsvegi við Bauhaus þá ertu fastur í stöppu af fólki sem er að koma úr glænýjum hverfum sem hefur verið plantað og umferðinni dælt niður á sama gatnakerfið og var fyrir. Á sama tíma dregur Strætó úr ferðum og hækkar verðið. Sorglegt í rauninni. Höfuðborgin er ónýt vegna vanhæfni þeirra sem koma að skipulagsmálum. Vandamál Íslands í hnotskurn þar sem litlu smákóngarnir í Kópavogi, Garðabæ, Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi (er ég að gleyma einhverju?) skipuleggja hver í sínu horni án samráðs eða samfellu. Hagsmunir heildarinnar, íbúa höfuðborgarinnar eru ekki varðir af neinum þar sem skipulagið snýst um að "skaffa lóðir" en ekki heildrænt skipulag.
Síðast breytt af Hauxon á Fös 22. Sep 2023 08:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Hauxon » Fös 22. Sep 2023 08:51

Frussi skrifaði:Þegar gæjar eins og Magnús Örn eru í stjórn strætó þá er ekki skrítið að almenningssamgöngur eru ekki í lagi

Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga.


Heimild:
https://www.visir.is/g/2018816293d?fbcl ... YeTBBhon_s


Er Seltjarnarnes ekki bara hálfgert elliheimili? Mjög fá börn, íbúarnir aldraðir og efnaðir. Það þarf bara að passa að ellismellirnir geti komið með góðu móti á Range Rovernum sínum út á flugvöll og að golfvöllurinn sé sæmilega vel hirtur. Almennings samgöngur því óþarfar! :megasmile



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 22. Sep 2023 09:08

Að hafa annan valkost til að ferðast á milli staða á viðráðanlegu verði myndi hjálpa (t.d leigubíl) þá gæti maður notað þann möguleika samhliða strætó ef maður velur að notfæra sér þann samgöngumáta. Mjög einfalt að nota Uber eða Bolt t.d í Póllandi og gott að geta séð verð fyrirfram áður en maður bókar bíl í Appi.. Þegar ég tók gamaldags leigubíl frá lestarstöð í Póllandi og þurfti að sýna bílstjóranum hvert þyrfti að skutla mér þá dugði það ekki til (þó svo ég hafi sýnt honum Google maps).Hann einhvern veginn klúðraði málunum því hann var mögulega lesblindur og skutlaði mér 900 metra frá byggingu \:D/


Edit: Gætum líka skoðað Uber Elevate í leiðinni /S :lol:
https://www.uber.com/us/en/elevate/
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 22. Sep 2023 09:26, breytt samtals 4 sinnum.


Just do IT
  √


Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Peacock12 » Fös 22. Sep 2023 11:49

Er vandamálið dreifð byggð eða að hugsun stjórnenda hefur ekki meðtekið að byggðin er dreifð?

Þrátt fyrir margra ára áherslu á þéttingu byggðar og að endurlífga Miðbæinn er íbúamiðja Reykjavíkur enn rétt austan Menntaskólans við Sund. Ef eitthvað þá hefur hún verið að fara meira í austur. Íbúðamiðja höfuðborgarsvæðisins er í Fossvogsdal Kópavogshlið. Fyrir þorra íbúa höfuðborgarsvæðisins er styttra í Costco en HÍ eða jafnvel Landspítalann…
Samt er talað um hverfið Miðbær sem miðborg og skipulagið virðist trúa því…
Og… Landspítalinn, HR, Landsbankinn o. fl o.fl er plantað á þessu sem – landfræðilega og byggðalega – er orðið jaðarsvæði. Vesturbærinn er jafn mikið „úthverfi“ og Breiðholt miðað við íbúamiðju.

Vandinn er ekki síst að á morgnana er fólk að fara úr hverfinu sínu í vesturátt vegna þess að þjónustan eða vinnan er þar, og seinnipartinn að koma sér heim.
Þetta er ekki síður vandi fyrir hverfinn: 5000 manna vinnustaður (Landspítalinn) er ekkert endilega að tryggja að hverfið Miðbær hafi verslanir, leikskóla og slíkt, enda fólkið sem sækir vinnu bara „transit“. Verslar heima eða á leiðinni.


Ég get alveg fallist á bættar almenningssamgöngur.
Held reyndar að það megi samt gera talsvert betur bara með breyttu skipulagi, eins og að reyna að koma þjónustu og atvinnu meira miðsvæðis og/eða í hverfi og þannig stuðla bæði að styttri ferðaleiðum OG dreifðari álagi. Með þessu væri líka hægt að hætta með þessa stefnu í strætó sem virðist gjarnan miða við að koma fólki í 101. Á sínum tíma var „besta“ leiðinn að komast úr 109 í HR að taka strætó á Lækjartorg og síðan hálfa leið tilbaka… (40 mín).
Eins má dreifa álagi með jafn einföldum leiðum og að láta ekki allt byrja 8-9 á morgnana og hætta 16-17.
Eins má alveg hvetja til heimavinnu, t.d. með íviljunum. Veit alveg að þetta hentar ekki öllum, en ef 10% af þeim sem eru að fara daglega geta fækkað í 2-3 ferðir í viku… það væri kannski bara svipaður árangur og hefur náðst með strætó (6%).



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf nidur » Fös 22. Sep 2023 12:16

Viktor skrifaði:
nidur skrifaði:Við erum allt of fá til að halda uppi alvöru almenningssamgöngum.


Þetta er svo fyndið viðhorf.


Það má vel vera að ég sé eitthvað naive með þetta viðhorf.

En ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að ég hafi vitlaust fyrir mér, samanber borgarlínu t.d.
Og nýtt kostnaðarmat samgöngusáttmála fór úr 160 í 300 milljarða.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... milljarda/

Ég hef engan áhuga á því að borga meira í ríkisjóð og sveitarfélag til að standa undir almenningssamgögnum fyrir nokkrar hræður sem búa út um allt.



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Henjo » Fös 22. Sep 2023 15:48

Fólk sem heldur að við séum alltof fámenn eða alltof norðarlega til að hafa góðar almenningssamgöngur þurfa ferðast smá og skoða heiminn. Þessi bílamenning okkar er alveg stórmerkilega, hvernig fólk er orðið það aumingjavæt að það getur ekki ímyndað sér neinn ferðamáta sem inniheldur ekki gírstöng uppí rassgatinu á þeim. Og afhverju? Æji það er smá kalt og smá vindur. Og smá rigning meirasegja öðruhverju.

Partur líka af þessu er þetta hræðilega skipulag sem höfuðborgarsvæðið var með í langan tíma. T.d. hver samþykkti Skeifuna eða Grandan? Hverjum fannst það góð hugmynd að hafa þrjár risastórar matvöruverslanir á sama punktinum (Skeifan= Krónan, Hagkaup og bónus, Grandi= Nettó, Bónus og krónan) Hef spurt skipulagsfræðingar út í þetta og þeir seigja að þetta sé svo góð hugmyndafræði, því það er svona stór hringur gerður og í miðjunni á honum er svona kjarni, og þá þurfa sko allir sem búa inní þessum hring aldrei keyra meira en 4-5 km til að fá allt sem það þarf.

En engar áhyggjur krakkar, Sjálfstæðiflokkurinn og félagar eru búna leysa loftlagsbreytingar og umhverfiskrísuna, niðurgreiða rafmagsbíla! Ef allir kaupa sér bara tveggja og hálfs tonna rafmagsjeppa þá er allt í góðum málum.