LÍ og svikahrappar

Allt utan efnis
Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: LÍ og svikahrappar

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 15. Okt 2023 14:26

Ég er allavegana búinn að senda á mína foreldra þessar upplýsingar til upprifjunar og benda þeim einnig á að þau ættu að varast pósta sem virðast vera að berast frá island.is.



En ef þetta er rétt sem þessi kona segir þá þarf Landsbankinn að aðlaga sitt öryggi að þessum aðstæðum og kalla þetta lærdóm og koma til móts við konuna að mínu mati nema að þau vilji að fólk hætti að treysta þeim ef það er ekki hægt að fínstilla öryggið sjálfur.
Finnst frekar áhættusamt að hafa enga bremsu eins og margir hafa komið inná að leggja inná nýja reikninga og þess háttar.

Stundum þarf að eyða tækjum sem hafa heimild til innskráningar í appið með lífkennum (andliti eða fingrafari). Það getur t.d. verið í tengslum við svikamál þar sem óprúttnir aðilar blekkja fólk til að samþykkja svikatæki til innskráningar.


Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun þína við innskráningu og biður um staðfestingu á auðkenni, t.d. með því að svara öryggisspurningu eða símtali úr kerfinu, ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur þú þó ekki fyrir kerfinu.


https://www.landsbankinn.is/oryggi
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 15. Okt 2023 14:35, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2415
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 282
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: LÍ og svikahrappar

Pósturaf jonfr1900 » Sun 15. Okt 2023 18:00

Í Danmörku er núna krafist að nota kóða mynd til þess að framkvæma aðgerðir, skrá inn, millifærslur og fleira, eftir að maður er búinn að setja inn kóðann í appinu í símanum. Í Danmörku er þetta ekki byggt á farsímanúmeri notandans. Danir fóru þessa leið eftir að gamla kerfið var margbrotið eins og er núna að gerast á Íslandi.

Það er hægt að fá kóða sent í appið, sem væntanlega þarf þá að slá inn á vefsíðuna sem er í notkun.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 732
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: LÍ og svikahrappar

Pósturaf russi » Mán 16. Okt 2023 11:54

jonfr1900 skrifaði:Í Danmörku er núna krafist að nota kóða mynd til þess að framkvæma aðgerðir, skrá inn, millifærslur og fleira, eftir að maður er búinn að setja inn kóðann í appinu í símanum. Í Danmörku er þetta ekki byggt á farsímanúmeri notandans. Danir fóru þessa leið eftir að gamla kerfið var margbrotið eins og er núna að gerast á Íslandi.

Það er hægt að fá kóða sent í appið, sem væntanlega þarf þá að slá inn á vefsíðuna sem er í notkun.


Þetta!!!
Það er í boði útgáfa af þessu með Auðkennisappinu, hvet fólk til að nota það frekar en þessi úreltu rafrænu skilríki. Rafræn skilriki í þeirri mynd sem þau eru núna er deyjandi tækni. Þú þarft að hafa SIM-kort, SIM-kort eru á útleið.
Fagnaði mjög þegar kortafyrirtækin fóru að henda út þessari SMS-auðkenningu (3D Secure) en bölvaði þeim töluvert fyrir að taka upp Rafræn Skilríki í þessari vegferð sérstaklega þar sem þau EIGA að gera sér sér grein fyrir því að þetta er á útleið hvort sem er.
Réttari leið í þessu er að þurfa samþykkja svona í Banka-appinu (eða greiðsluappi) sem þú þarft hvort sem er Aupkennisappið til að skrá þig inn, sem er tvöfalt öryggi hið minnsta, það má færa rök fyrir því að það sé þrefalt.

Allavega með Auðkennis-appinu ertu með fullastjórn og þarft að para kóða og slá pinn til að samþykkja skráningu, er líka einfalt í notkun og töluvert hraðara en Rafrænu skilrikin. Allir ættu að nota þetta app þar sem það er hægt og að setja það upp er einfalt ef þú ert með síma sem styður NFC og Vegabréf, annars þarftu að fara á skráningarstað.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: LÍ og svikahrappar

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 16. Okt 2023 21:32

russi skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Í Danmörku er núna krafist að nota kóða mynd til þess að framkvæma aðgerðir, skrá inn, millifærslur og fleira, eftir að maður er búinn að setja inn kóðann í appinu í símanum. Í Danmörku er þetta ekki byggt á farsímanúmeri notandans. Danir fóru þessa leið eftir að gamla kerfið var margbrotið eins og er núna að gerast á Íslandi.

Það er hægt að fá kóða sent í appið, sem væntanlega þarf þá að slá inn á vefsíðuna sem er í notkun.


Allavega með Auðkennis-appinu ertu með fullastjórn og þarft að para kóða og slá pinn til að samþykkja skráningu, er líka einfalt í notkun og töluvert hraðara en Rafrænu skilrikin. Allir ættu að nota þetta app þar sem það er hægt og að setja það upp er einfalt ef þú ert með síma sem styður NFC og Vegabréf, annars þarftu að fara á skráningarstað.

Lítur vel út, smá galli að það er ekki í boði að nota auðkennisappið hjá Indó ennþá.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mán 16. Okt 2023 21:32, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 732
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: LÍ og svikahrappar

Pósturaf russi » Þri 17. Okt 2023 00:02

Hjaltiatla skrifaði:Lítur vel út, smá galli að það er ekki í boði að nota auðkennisappið hjá Indó ennþá.


Myndi ekki telja það galla á appinu, Indó er ekki búið að innleiða þetta, en er stutt í það.

Island.is virkar t.d beint en ekki samt hjá sumum stofnunum sem nýta island.is eins og heilsuvera. Því þarf fólk að vera duglegt að nota þetta og senda einn póst þar sem þetta er ekki komið, þrýsta á að þetta sé tekið inn.