15 ágúst á þessu ári sendi ég síma í skoðun/viðgerð hjá söluaðila sem skjárinn hætti að virka á. Ég hafði ekki fundið neitt sýnilegt að skjánum svo ég ákvað að prufa ábyrðarmál. Fékk ég mynd stuttu seinna þar sem sýndi sprungu í skjánum (ekki gleri) undir sterku ljósi. Ég tók því bara og spurði hvort þeir gætu gert við hann fyrir mig þar sem að mig vantaði efni af símanum. Viðgerðin átti að taka um viku.
Í stuttu máli sagt þá af fenginu reynslu á ýmsu vildi ég halda sögu í email um málið en það gekk ekkert þar sem að þeir svöruðu bara ekkert póstunum mínum hvernig staðan var með símann. Einnig fékk ég ekki eina manninn sem gat svarað einhverju til að segja til nafns, svo ég gæti bara beðið um hann beint þegar ég hringdi. Eftir allavega 10 símtöl, þar sem nánast alltaf var talað um 2 daga kannski, hefur maður nánast gefist upp. Þetta eru núna 3 mánuðir og ekki einu sinni hafa þeir haft samband til að segja mér stöðuna. Þar sem ég bý út á landi og á sjaldan leið í borgina hef ég ekki getað komið og slegið í borðið bara að klára dæmið.
Verð að segja að þetta er hörmuleg þjónusta, engin update nema maður hringi og þá hitti á réttan mann og þá stanslaust logið að manni. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ég hefði sennilega getað gert við hann sjálfur, allavega sé ég að það eru engin eldflaugavísindi og skjárinn er auðvelt að finna online.
Ég veit ekki afhverju ég er að verja fyrirtækið með að segja ekki til nafns satt að segja, þeir eiga það engin vegið skilið en ég vann nokkuð lengi í tölvubransanum og veit alveg hve erfiðir kúnnar geta verið með ábyrðarmál og slíkt en tel mig nú bara alls ekki vera slíkan. Mér líður eins og fyrirtækið sé bara bíða eftir ég gefist upp og gleymi honum. En ég hef spurt um að fá hann sendan til baka allavega tvisvar en þeir vilja endilega klára dæmið. Síðast heyrði ég í þeim fyrir ja líklega 2-3 vikum þegar ég hringdi. Þá var þetta bara koma ?
Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
Síðast breytt af Alfa á Þri 14. Nóv 2023 20:21, breytt samtals 2 sinnum.
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 30
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
Name & shame allan daginn.
Sé ekkert að því að vara við svona ömurlegum viðskiptaháttum, og eftir að ég lenti í samskonar máli í fyrra (ónýtur hátalari á nokkurra vikna gömlum síma, fór til söluaðila í viðgerð, sem senti hann út og sagði að tæki 15 virka daga. 2 mánuðum seinna engin svör og ekkert, vildu ekki endurgreiða mér eða leyfa mér að setja uppí dýrari síma. Gafst upp og fór í Neytendasamtökin, sem tók viku þangað til að þeir buðust til að endurgreiða mér að fullu eftir að lögfræðingur NS sagði að þetta færi fyrir kærunefnd vöru og þjónustukaupa. Mun klárlega aldrei aftur versla við Emobi aftur, og mæli ekki með þeim.)
Þannig að það er ekkert að því að nefna svona fyrirtæki á nafn og vara við þeim. Mæli einnig með að þú hafir samband við Neytendasamtökin, eða að þú kynnir þér að fara með málið fyrir kærunefnd vöru og þjónustukaupa.
Sé ekkert að því að vara við svona ömurlegum viðskiptaháttum, og eftir að ég lenti í samskonar máli í fyrra (ónýtur hátalari á nokkurra vikna gömlum síma, fór til söluaðila í viðgerð, sem senti hann út og sagði að tæki 15 virka daga. 2 mánuðum seinna engin svör og ekkert, vildu ekki endurgreiða mér eða leyfa mér að setja uppí dýrari síma. Gafst upp og fór í Neytendasamtökin, sem tók viku þangað til að þeir buðust til að endurgreiða mér að fullu eftir að lögfræðingur NS sagði að þetta færi fyrir kærunefnd vöru og þjónustukaupa. Mun klárlega aldrei aftur versla við Emobi aftur, og mæli ekki með þeim.)
Þannig að það er ekkert að því að nefna svona fyrirtæki á nafn og vara við þeim. Mæli einnig með að þú hafir samband við Neytendasamtökin, eða að þú kynnir þér að fara með málið fyrir kærunefnd vöru og þjónustukaupa.
Síðast breytt af RassiPrump á Þri 14. Nóv 2023 15:46, breytt samtals 1 sinni.
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
RassiPrump skrifaði:Name & shame allan daginn.
Þannig að það er ekkert að því að nefna svona fyrirtæki á nafn og vara við þeim.
Við erum að eiga við sama fyrirtækið !
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 30
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
Alfa skrifaði:RassiPrump skrifaði:Name & shame allan daginn.
Þannig að það er ekkert að því að nefna svona fyrirtæki á nafn og vara við þeim.
Við erum að eiga við sama fyrirtækið !
Ah frábært haha. Ömurlegt að eiga við þá, síðast þegar ég keypti síma þá ákvað ég að borga þennan auka 4þús kall sem munaði upp á að lenda ekki í svona rugli aftur.
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
hagur skrifaði:Hvernig sími?
Þetta var 18 mánaða Samsung A52s, sem kostaði um 70 þús. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að það borgar sig ekki að gera við hann, en það var ekki undir mér komið, fjölskylumeðlimur á hann og hann vildi það vegna þess að hann vildi komast í gögn af honum.
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
emmi skrifaði:Nefndu þetta fyrirtæki til að fólk geti varað sig á þeim.
Það kemur fram þarna í þræðinum, Emobi
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
- Vaktari
- Póstar: 2008
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 275
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
Svona er eignarhaldið af þessu fyrirtæki
Ársreikningum skilað of seint mörgusinnum.
Ársreikningum skilað of seint mörgusinnum.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1503
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
einarhr skrifaði:Svona er eignarhaldið af þessu fyrirtæki
Capture.JPG
Ársreikningum skilað of seint mörgusinnum.
Þeir skila þeim þó
10 Ára gömul kennitala bara flott mál, hvað kemur fólki við hverjir eru að skila ársreikningum á réttum tíma, oft er bara mikið að gera í fyrirtækjum og erfitt að gera allt á réttum tíma yfirhöfuð....
En ég hef verslað við Emobi mjög oft á síðustu 10 árum og aldrei lent í neinu veseni allavega nema stundum tekur smá tíma að fá símanna
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 305
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
Systir mín keyti síma hjá þeim 2014-2015 og það var sama saga. Hún var símalaus í 3-4 vikur fyrst og enginn lánsími, svo bilar síminn á sama hátt, sama bið og enginn lánsími. Í þriðja sinn sem sama bilun kemur upp þá vill hún bara fá annan síma því þessi er augljóslega eitthvað mikið gallaður, þeir neita og vilja bara gera það sama aftur. Í þetta skipti fíkur í pabba og hann fer til þeirra og er með læti og biður um að fá endurgreitt því við viljum ekki eiga við þetta skítafyrirtæki lengur, þeir neita en segjast geta gefið lánsíma í þetta skipti en pabbi neitar og fær þá loksins til að endurgreiða. Allann tíman sem þetta er í gangi er ekkert hægt að fá út úr þeim um hversu langan tíma þetta mun allt taka, segja bara að þeir sendi símana erlendis í viðgerð og geti engu svarað um biðtíma.
Edit: þeir voru líka þurrir og dónalegir allan tíman sem þetta var í gangi, skelltu einusinni á þegar þeir gátu ekki gefið svör.
Edit: þeir voru líka þurrir og dónalegir allan tíman sem þetta var í gangi, skelltu einusinni á þegar þeir gátu ekki gefið svör.
Síðast breytt af Prentarakallinn á Lau 18. Nóv 2023 22:26, breytt samtals 3 sinnum.
Ryzen 5 2600X|MSI B350 TOMAHAWK|GTX 1070 8GB|Corsair Vengeance 16GB 2666MHz|AOC C24G1 144hz|Corsair GS600|Corsair Carbide 400C|AMD Wraith Prism
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
lol, lenti í sama hjá emobi, sendu símann út, tók svona 3 mánuði að fá hann til baka og síminn jafn bilaður. glatað fyrirtæki
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Hörmuleg viðgerðarþjónusta á símum.
Er með uppfærslu á þessu máli. Átti leið í rvk og tíma til að kíkja á þá.
Þegar ég kom kom í ljós að síminn hafði verið hjá þeim í einhvern tíma, hugsanlega 2-4 vikur enda ég ekki vitjað hans í ca þann tíma. Þeir sögðu að þeir hefðu sent mér sms að hann væri komin en ég sýndi þeim að svo væri ekki í símanum mínum.
Þeir buðu mér að fá hann á 20 þús (átti að vera 30 þús) sem ég samþykkti og tók með mér. ss þetta mál tók ca 4 mánuði, en ég hefði kannski fengið hann 2-4 vikum ef sms hefði skilað sér, þeir hringt (eða ég) eða sent email.
Ég var aftur á móti óánægður með gæðin á viðgerðinni því bakhliðin var laus og ég þurfti að líma hana aftur en sá það ekki fyrr en ég var komin heim.
Þegar ég kom kom í ljós að síminn hafði verið hjá þeim í einhvern tíma, hugsanlega 2-4 vikur enda ég ekki vitjað hans í ca þann tíma. Þeir sögðu að þeir hefðu sent mér sms að hann væri komin en ég sýndi þeim að svo væri ekki í símanum mínum.
Þeir buðu mér að fá hann á 20 þús (átti að vera 30 þús) sem ég samþykkti og tók með mér. ss þetta mál tók ca 4 mánuði, en ég hefði kannski fengið hann 2-4 vikum ef sms hefði skilað sér, þeir hringt (eða ég) eða sent email.
Ég var aftur á móti óánægður með gæðin á viðgerðinni því bakhliðin var laus og ég þurfti að líma hana aftur en sá það ekki fyrr en ég var komin heim.
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight