Ég held að minni rafmagnsfarartæki séu framtíðin. Held að rafskútur, rafvespur, séu svona byrjunin á þess, en ég held að þetta eigi eftir að þróast meira.
Minni farartæki segi ég, því ástæðan er einfaldlega sú að rafbílar eru alltof dýrir, og bílar almennt, þeir eru stórir, hannaðir fyrir 4-5 farþega, ásamt farangri. Það er alltof mikið miðað við að flest ferðalög eru innanbæjar, stuttar vegalengdir, og þú ert oftast einn í bíl. Þetta sér maður á leið til og frá vinnu.
Kannski eitthvað svona? Tveggja manna smábíll.



mun léttari, þurfa mun minni rafhlöðu, ódýrari þessvegna, en duga flestum.
Kosturinn við rafmagn er að rafmagn er víða lagt, infrastrúktúrinn er til staðar og er þekktur. Auk þess eru rafmagnsbílar mjög einfaldir.
En með framandi eldsneyti þá flækjast málin, bæði hvernig á að nýta orkuna úr orkugjafanum, þarf sérstaka vél í það?
Rafmagn er svo einfalt, enda er það orðið ofan á í dag í raun miðað við alla aðra orkugjafa.
Vetni t.d. er alltof flókið og erfitt að dreifa.