Síða 1 af 2

Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 11:48
af Daz
Síðustu daga, vikur og kannski ár hef ég tekið eftir því að Koníakstofu umræður geta verið ansi harðar og (því mig skortir betra orð) fráhrindandi.

Fyrir mig sem kem hérna aðallega til að leita og veita tæknihjálp og braska með úrelt tölvudót þá er þetta farið að hamla því aðeins hversu mikið ég nenni að kíkja hérna inn. Mig langar því að stinga upp á að það verði prófað (aftur) að taka þessar umræður úr birtingu í "virkar umræður". Ég vil alls ekki bannar þær eða takmarka að öðru leyti, ekki vil ég bera ábyrgð á því að jonsig og aðrir góðir menn fari að tjá sig á þennan hátt annarstaðar!

Ég gæti alveg líka snúið mínu vefbrowsi annað, en það eru ekki margir aðrir vettvangar sem bjóða upp á svona gott umhverfi og samfélag til að braska og spjalla um tölvur og tækni. Staðir til að rífast um þjóðmál á internetinu eru ... allir hinir?

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 13:17
af Orri
Mikið er ég sammála.

Þykir það samt smá leitt því maður hafði oft gaman að Koníakstofunni, en mér líður eins og súrir þræðir, súr komment, skítkast og neikvæð umræða hafi færst verulega í aukana og er orðin mjög normalíseruð af okkar virkustu notendum og jafnvel stjórnendum. Kannski er maður að fegra fortíðina aðeins en mér fannst vera miklu minna tolerance fyrir skítkasti og umræðum á lágu plani hér áður fyrr.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 13:24
af jonsig
Vaktin hefur aldrei verið bara um tölvur, það er búið að hnakk rífast hérna síðan ég man eftir mér hérna fyrst. Held að það sé bara fullt af fólki sem hefur gaman af þessu.
Hérna er meira látið flakka og það gerir vaktina einstaka.

Auðvitað ætti að vera hægt að bæta við safespace fítus á síðuna.

Síðan finnur þú ekki annarstaðar á Íslenskum síðum high end tækja review af templar, viðgerðir á tölvubúnaði af jonsig og siðferðiskennslu í heimsklassa af rapport.
Einhverjum vantar AM bracket kl 1 um nótt... ekki hissa ef því væri reddað af öðrum félaga samstundis.
Og PENINGASÖFNUN þegar GuðjonR er kærður af einhverjum braskara á sínum tíma ..þvílíka samstaðan..!

ef þú fýlar ekki vaktina þá GTFO.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 13:38
af axyne
Væri ekki hægt að hafa það notendastillingar hvaða spjallborð enda í "virkar umræður" svo fólk getur valið hvað það vill.

Persónulega myndi ég sakna koníakstofunnar.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 14:14
af Manager1
7 af 10 virkum umræðum eru í koníaksstofunni þegar þetta er skrifað. Að taka þær út yrði bara til þess að maður sæi ekkert nema gamla pósta í virkar umræður. Ég vill alls ekki að koníaksstofuumræður verði teknar út.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 14:55
af GuðjónR
Það má vera að neikvæðum og súrum þráðum hafi fjölgað enda af gefnu tilefni. Viðkvæmum blómum hefur líka fjölgað.

Ég sé fyrir mér að vera með virkar umræður sérstaklega fyrir Koníakstofuna, bílaþráðinn og allt utan tölvuumræðunnar en breyta virkum umræðum um tölvumarkaðinn í virkar umræður um allt tölvutengt. Eða vera með þriðju virku umræðurnar sem fer á milli þeirra flokka sem eru í dag.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 15:10
af jonsig
Orri skrifaði:Mikið er ég sammála.

Þykir það samt smá leitt því maður hafði oft gaman að Koníakstofunni, en mér líður eins og súrir þræðir, súr komment, skítkast og neikvæð umræða hafi færst verulega í aukana og er orðin mjög normalíseruð af okkar virkustu notendum og jafnvel stjórnendum. Kannski er maður að fegra fortíðina aðeins en mér fannst vera miklu minna tolerance fyrir skítkasti og umræðum á lágu plani hér áður fyrr.


Getur þú skilgreint hvað þú átt við með súrum þráðum og neikvæð umræða ?

Venjulega er manni jú svarað með skítkasti þegar margir hérna verða uppiskroppa með fræðina bakvið kjánalegar/barnalegar staðhæfingar sínar. t.d. fólk með minniháttar þekkingu á einhverju sem það er að gera og halda að það geri sig að PhD (google verified)

Vissulega gæti ég verið jákvæðari og nóg rými til að skipta um fasa í því samhengi.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 15:32
af rapport
Daz skrifaði:Síðustu daga, vikur og kannski ár hef ég tekið eftir því að Koníakstofu umræður geta verið ansi harðar og (því mig skortir betra orð) fráhrindandi.

Fyrir mig sem kem hérna aðallega til að leita og veita tæknihjálp og braska með úrelt tölvudót þá er þetta farið að hamla því aðeins hversu mikið ég nenni að kíkja hérna inn. Mig langar því að stinga upp á að það verði prófað (aftur) að taka þessar umræður úr birtingu í "virkar umræður". Ég vil alls ekki bannar þær eða takmarka að öðru leyti, ekki vil ég bera ábyrgð á því að jonsig og aðrir góðir menn fari að tjá sig á þennan hátt annarstaðar!

Ég gæti alveg líka snúið mínu vefbrowsi annað, en það eru ekki margir aðrir vettvangar sem bjóða upp á svona gott umhverfi og samfélag til að braska og spjalla um tölvur og tækni. Staðir til að rífast um þjóðmál á internetinu eru ... allir hinir?


Þó ég sé líklega einna virkastur í Koníaksstofunni þá er ég sammála þessu, "essence" Vaktarinnar er tölvuíhlutabrask og finnst í dag erfiðara að nota Vaktina í því hlutverki.

Koníaksstofan má vera dýpra í vefnum og ekki jafn æpandi á forsíðunni.

En ég mundi líka fagna því mikið að fá "faglegt spjallborð" þar sem það er stífari ritstýring... þar sem einhverjir sérfræðingar posta svörum við flóknum vandamálum eða segja frá erfiðu case og hvernig það var leyst, vitna í flottar greinar o.þ.h.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 15:34
af Danni V8
Viljiði taka virkustu umræðurnar úr "Virkar umræður"?

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 15:39
af rapport
Danni V8 skrifaði:Viljiði taka virkustu umræðurnar úr "Virkar umræður"?


Kannski dugar bara að færa "virkað umræður markaðurinn" uppfyrir "Virkar umræður" á forsíðunni.

En mundi vilja fá allt tengt markaðinum ofar/efst.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 17:17
af Orri
GuðjónR skrifaði:Viðkvæmum blómum hefur líka fjölgað.

Æj þetta er svolítið akkúrat það sem ég átti við. Algjörlega óþarfa komment sem gerir ekkert nema draga umræðuna niður á leiðindarplan - og komandi frá eiganda síðunnar setur það bandvitlaust fordæmi að mínu mati. Ætli ég sé ekki bara viðkvæmt blóm :D

Ekki misskilja mig, ég væri endilega til í að hafa Koníakstofuna áfram á virkum - það eru bara svo yfirgnæfandi mikið af umræðum á svo ótrúlega lágu plani, og svo margir þræðir um jafnvel áhugaverð málefni sem fyllast af skítkasti og vitleysu. Nenni ekki að fara grafa upp endalaust af dæmum, en COP28 þráðurinn á forsíðunni er gott dæmi valid umræðu en að pósta mynd af einhverjum ungum dreng til að gera grín að honum er svo taktlaust og setur tóninn fyrir leiðindarþráð og umræðu. Bíllausi lífstíll þráðurinn.. Píratagrínið um daginn.. Spurning um að halda svoleiðis gríni bara á "You laugh you lose" þræðinum?


jonsig skrifaði:Venjulega er manni jú svarað með skítkasti þegar margir hérna verða uppiskroppa með fræðina bakvið kjánalegar/barnalegar staðhæfingar sínar. t.d. fólk með minniháttar þekkingu á einhverju sem það er að gera og halda að það geri sig að PhD (google verified)

Ég elska allt við þessa málsgrein, takk fyrir að undirstrika punktinn minn <3

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 17:39
af appel
Hef ekkert á móti því að færa svona umræðuþræði í forum sem er afmarkaðra fyrir stjórnmál og samfélagsmál, sem er þá ekki sýnilegt í virkum umræðum.
Einsog Guðjón nefnir, viðkvæmum blómum hefur fjölgað, ásamt því hvað er orðið að tabú að tjá si gum. Það er ekki bara hér, heldur almennt í samfélaginu, á vinnustöðum, og hvarvetna. Núna má ekkert segja um neinn, eða tjá sig um stjórnmál eða samfélagsmál, sérstaklega ekki ef það er ekki það sem er "mainstream". Áður fyrr var t.d. stjórnmálastarf alveg inni á vinnustöðum, en núna má helst bara tala við vinnufélagana um veðrið. Við erum að verða svolítið insúleruð, vernduð, og vijum bara vera í okkar þægindaboxi án alls áreitis.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 18:15
af jonsig
Orri skrifaði:
jonsig skrifaði:Venjulega er manni jú svarað með skítkasti þegar margir hérna verða uppiskroppa með fræðina bakvið kjánalegar/barnalegar staðhæfingar sínar. t.d. fólk með minniháttar þekkingu á einhverju sem það er að gera og halda að það geri sig að PhD (google verified)

Ég elska allt við þessa málsgrein, takk fyrir að undirstrika punktinn minn <3


Semsagt sleppa raunveruleikanum. Got it, not gonna happen.

Nokkuð viss um að það væri búið að kalla GuðjónR, apple ofl stjórnendur útvarp sögu lið ef þeir gætu ekki sparkað svona mainstream trúðum af vaktinni.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 18:38
af Orri
appel skrifaði:Einsog Guðjón nefnir, viðkvæmum blómum hefur fjölgað, ásamt því hvað er orðið að tabú að tjá si gum. Það er ekki bara hér, heldur almennt í samfélaginu, á vinnustöðum, og hvarvetna. Núna má ekkert segja um neinn, eða tjá sig um stjórnmál eða samfélagsmál, sérstaklega ekki ef það er ekki það sem er "mainstream". Áður fyrr var t.d. stjórnmálastarf alveg inni á vinnustöðum, en núna má helst bara tala við vinnufélagana um veðrið. Við erum að verða svolítið insúleruð, vernduð, og vijum bara vera í okkar þægindaboxi án alls áreitis.

Eins og ég sagði fyrir ofan þá er kannski partur af vandamálinu með rökræður hér, líkt og á vinnustöðum, er hve stutt er í leiðindi eins og "viðkvæm blóm" þegar fólk er ósammála. Ég persónulega elska að rökræða og ræða erfiðu málin, en svona leiðindi (og hvernig fólk skiptist í fylkingar eins og við séum 15 ára Liverpool og United stuðningsmenn) gera það að verkum að með aldrinum hef ég tekið minna og minna þátt í þeim.

Bíllausi lífstíll þráðurinn er fullkomið dæmi um hvað Koníakstofan þarf minna af, og "satíran" við hann er að það þurfti að loka honum fyrir að vera "kominn út í rugl" þegar hann var rugl frá upphafi :) Eina jákvæða við þann þráð er að hann kom af stað vitsamlegri þráð um Almenningssamgöngur.


jonsig skrifaði:Semsagt sleppa raunveruleikanum. Got it, not gonna happen.

Ef heimsýnin þín er þannig allt sem þú ert ósammála er kjánalegt og barnalegt og fólkið sem þú ert ósammála er með minniháttar þekkingingu þá verður það bara að vera þannig. Kaldhæðnin í þessu var að þú ákvaðst að skítkasta fólkið sem skítkastar á þig í sömu setningunni, sem er einmitt ein af ástæðunum af hverju svona margir þræðir á Koníakstofunni fara í rugl og einmitt ein af ástæðunum af hverju fólk er komið með leið á þessu.

Sá að þú breyttir athugasemdinni þinni eftir að þú póstaðir, sem undirstrikaði enn frekar punktinn minn. Takk aftur.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 19:05
af joekimboe
Djöfull er ég sammála þessum þræði. Mér finnst snilld að renna yfir markaðinn og àhugaverða þræði. En þetta dv commentakerfi hjá tveim til þrem notendum hérna er ekkert lítið þreytt. Og að menn megi ekkert ræða við menn um neitt neinsstaðar hefur sennilega meira með mann sjálfan að gera, þ.e að enginn nennir að ræða við þig um þessi málefni af því þú ert bara að reyna að rífast en ekki ræða málefni.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 19:06
af jonsig
Orri skrifaði:Sá að þú breyttir athugasemdinni þinni eftir að þú póstaðir, sem undirstrikaði enn frekar punktinn minn. Takk aftur.


Bætti við.. svo það verður ekki eitt af þessum fullkomnu dæmum þínum

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 19:18
af Moldvarpan
Ég hef gaman að koníaksstofunni, en það er einn einstaklingur sem gerir megnið af umræðunum hérna leiðinlegar. Dónalegur og reynir að æsa menn upp í rifrildi. Toleranceið sem sá náungi fær er alltof mikið. Það þarf að hafa smá siða standard hérna inni að sína hvor öðrum virðingu.
Almenn kurteisi. Hún kostar nákvæmlega ekkert.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 19:41
af jonsig
Moldvarpan skrifaði:Ég hef gaman að koníaksstofunni, en það er einn einstaklingur sem gerir megnið af umræðunum hérna leiðinlegar. Dónalegur og reynir að æsa menn upp í rifrildi. Toleranceið sem sá náungi fær er alltof mikið. Það þarf að hafa smá siða standard hérna inni að sína hvor öðrum virðingu.
Almenn kurteisi. Hún kostar nákvæmlega ekkert.



Yfirleitt hópist þið mainstreem ppls á mig, en þorið sjaldan í mig einn í einu. Síðan stofnið þið reglulega væluþræði yfir mér, sem er alveg hlægilegt hafið þið ekkert annað að gera ?

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 19:51
af rapport
jonsig skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég hef gaman að koníaksstofunni, en það er einn einstaklingur sem gerir megnið af umræðunum hérna leiðinlegar. Dónalegur og reynir að æsa menn upp í rifrildi. Toleranceið sem sá náungi fær er alltof mikið. Það þarf að hafa smá siða standard hérna inni að sína hvor öðrum virðingu.
Almenn kurteisi. Hún kostar nákvæmlega ekkert.



Yfirleitt hópist þið mainstreem ppls á mig, en þorið sjaldan í mig einn í einu. Síðan stofnið þið reglulega væluþræði yfir mér, sem er alveg hlægilegt hafið þið ekkert annað að gera ?


Þú ert nafni alheimsins...

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 19:57
af Stuffz
sé ekki til-efni til þess.

barst í tal í vikunni, verkstjóranum fannst nafnið koníakstofan mjög spec.. og ég sem drekk ekki en samt með flesta mína pósta þar lol

þetta endurspeglar margar hliðar á málum, en ef eiginkonurnar réðu hjá öllum þá væri löngu búið að farga svona frjálsri umræðu uppá ef ekkert nema "ásýndina" :dontpressthatbutton

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 20:04
af jonsig
rapport skrifaði:Þú ert nafni alheimsins...


Hverjum sýnist þér hann vera að kvarta yfir ?

Ég er líka bara að hjálpa honum að fá fleirri like, hann er búinn að boosta heildar likin sín um tæp 10% með þessum þræði. Þá sé ég líka hverjir eru sammála honum, þvílíka suprise hverjir það eru.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 20:20
af rapport
jonsig skrifaði:
rapport skrifaði:Þú ert nafni alheimsins...


Hverjum sýnist þér hann vera að kvarta yfir ?

Ég er líka bara að hjálpa honum að fá fleirri like, hann er búinn að boosta heildar likin sín um tæp 10% með þessum þræði. Þá sé ég líka hverjir eru sammála honum, þvílíka suprise hverjir það eru.


Sorry mansplainið:

Það er orðið creepy að vitna í Dalai Lama... en...

Ef einhver gefur þér gjöf og þú neitar að taka við gjöfinni... hver á þá gjöfina?

Þetta er leiðin til að taka gagnrýni sem þér finnst ómálefnaleg eða óviðeigandi.

Ekki svara henni og leyfðu þeim sem kom með hana að eiga hana. Þér ber engin skilda að svara, ekkert frekar en þú vilt.

En er á þeirri skoðun, svona oftast, að ef fólk reynir ekki að skilja hvað er sagt, þá er gagnrýni þeirra alltaf ómálefnaleg.

p.s. Koníakstofan mun ekki hverfa, bara færast aðeins og fólk með áhuga mun njóta hennar betur í smá meira næði.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 20:38
af Daz
jonsig skrifaði:Vaktin hefur aldrei verið bara um tölvur, það er búið að hnakk rífast hérna síðan ég man eftir mér hérna fyrst. Held að það sé bara fullt af fólki sem hefur gaman af þessu.
Hérna er meira látið flakka og það gerir vaktina einstaka.

Auðvitað ætti að vera hægt að bæta við safespace fítus á síðuna.

Síðan finnur þú ekki annarstaðar á Íslenskum síðum high end tækja review af templar, viðgerðir á tölvubúnaði af jonsig og siðferðiskennslu í heimsklassa af rapport.
Einhverjum vantar AM bracket kl 1 um nótt... ekki hissa ef því væri reddað af öðrum félaga samstundis.
Og PENINGASÖFNUN þegar GuðjonR er kærður af einhverjum braskara á sínum tíma ..þvílíka samstaðan..!

ef þú fýlar ekki vaktina þá GTFO.


Ég man ekki til þess að hafa skrifað að ég vildi losna við alla umræðu eða losna við einhvers umræðu. Ég stakk upp á þeirri hugmynd að hægt væri að gera breytingar sem minnka sýnileika þeirrar umræðu sem ég tel minna tengda því sem gerir þetta spjalborð gott. Ok?

Að því sögðu er áhugavert af þér að segja mér að fokka mér í burtu, bæði sýnir það hvað þú ert mikill dóni og berð litla sem enga virðingu fyrir fólki sem er þér ókunnugt.

Ég hef verið virkur notandi á þessu spjalborði síðan það var nokkurra vikna gamalt. Ég held að það sé réttara að ég reyni að segja mína skoðun á því hvað ég vil sjá þetta spjalborð notað í frekar en að flýja sólina eða ráðast að öðrum með lítillækunum og öðrum smámennna hætti.

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 20:46
af Stuffz
Daz skrifaði:...


Ég man ekki til þess að hafa skrifað að ég vildi losna við alla umræðu eða losna við einhvers umræðu. Ég stakk upp á þeirri hugmynd að hægt væri að gera breytingar sem minnka sýnileika þeirrar umræðu sem ég tel minna tengda því sem gerir þetta spjalborð gott. Ok?

...


..og færa hana hvert þá?

Re: Taka Koníaksstofu umræðu úr "virkar umræður"?

Sent: Sun 03. Des 2023 20:49
af Daz
Stuffz skrifaði:
Daz skrifaði:...


Ég man ekki til þess að hafa skrifað að ég vildi losna við alla umræðu eða losna við einhvers umræðu. Ég stakk upp á þeirri hugmynd að hægt væri að gera breytingar sem minnka sýnileika þeirrar umræðu sem ég tel minna tengda því sem gerir þetta spjalborð gott. Ok?

...


..og færa hana hvert þá?

Eins og ég sagði, hætta að birta koníaksstofuna í virkar umræðu. Þá er hægt að halda henni sem vettvangi fyrir spjall um hvaðeina sem telst ekki innan kjarna efnis spjallborðsins, en við hinir sem höfum minni áhuga á því sem þar fer fram eigum auðveldara með að hunsa það.