"Nokkur tonn af kopar"

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

"Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf appel » Fös 22. Des 2023 21:19

https://www.visir.is/g/20232507178d/tel ... vera-thyfi

vá hvað þetta er svakalegt að sjá þetta gerast á Íslandi, þjófar komandi hingað til að ræna hlutum vegna kopar innihalds. Aðallega koparlínur í jörðu.

Ég hef séð svona fréttir frá útlöndum þar sem þjófar draga upp koparþræði úr jörðinni, kopar orðinn svo verðmætur.

1 tonn er c.a. $8000 dollara virði, þannig að nokkur tonn, þetta eru kannski 3-4 milljónir án þess að vita hvort þetta séu 2-3 tonn eða 20-30 tonn.

Hvernig væri nú bara að fá sér heiðarlegt starf spyr ég nú.
Síðast breytt af appel á Fös 22. Des 2023 21:22, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf jonsig » Fös 22. Des 2023 22:42

Þetta hefur verið stundað á Suðurnesjunum af Íslendingum. Kannski ekki svona skipulagt.

Hef sjálfur verið rændur Eir með því að mæta með þetta í endurvinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmaðurinn fann einn bút af messing í hrúgunni og borgaði mér allt hlassið samkvæmt því.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf Frussi » Lau 23. Des 2023 00:25

appel skrifaði:https://www.visir.is/g/20232507178d/telja-kopar-i-tonna-tali-vera-thyfi

vá hvað þetta er svakalegt að sjá þetta gerast á Íslandi, þjófar komandi hingað til að ræna hlutum vegna kopar innihalds. Aðallega koparlínur í jörðu.

Hvernig væri nú bara að fá sér heiðarlegt starf spyr ég nú.


Alveg nákvæmlega ekkert í þessari frétt sem segir að þetta séu útlendingar...


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2700
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf SolidFeather » Lau 23. Des 2023 01:02

Ég var nú að vinna á vinnustað í gamladaga þar sem að það voru alíslenskir iðnaðarmenn sem buðust til að taka niður og farga kopar fyrir fyrirtækið. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar yfirmaðurinn fattaði hversu verðmætur koparinn væri og að iðnaðarmennirnir ætluðu bara að hirða hann sjálfir.

Hvernig væri nú bara að fá sér heiðarlegt starf spyr ég nú.
Síðast breytt af SolidFeather á Lau 23. Des 2023 01:02, breytt samtals 1 sinni.




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf Tóti » Lau 23. Des 2023 22:39

https://hringras.is/verdskra/
560 kr kg. hreinn kopar



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf jonsig » Sun 24. Des 2023 08:31

Heitir Eir fyrir þá sem kunna ekki Íslensku




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf Klemmi » Sun 24. Des 2023 08:38

jonsig skrifaði:Heitir Eir fyrir þá sem kunna ekki Íslensku


Bæði eir og íslenska eru með litlum staf, svona fyrir þá sem kunna ekki íslensku.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf jonsig » Sun 24. Des 2023 09:07

Ég kann ekki stafsetningu.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Nokkur tonn af kopar"

Pósturaf Hlynzi » Mán 25. Des 2023 11:23

Svona til að fá verðlagið á hreint í koparnum, ef þið athugið það sem málma borgar er 65 kr á kg. fyrir kapla og 510-560 kr. fyrir hreinan kopar.

Ég fór nýlega með 2,7 tonn af köplum að hreinsa portið bakvið rafmagnsverkstæðið sem kaplar höfðu legið úti í allavegana síðastliðin 20 ár, mig minnir að það hafi fengist tæp 200 þús. kr. fyrir þetta...hefði ég tekið mánuð í frí til að skræla þetta hefðu sennilega fengist um 1,5 milljón fyrir.

Það er oft svolítið ofmetið hvað menn eru að fá fyrir kapla - hálf kar eða stór ruslatunna er oft um 30 þús. kr. , ágætt í smá partýsjóð eða álíka en dugir skammt. Það væri hinsvegar áhugavert að fá meiri upplýsingar um þessa frétt þarna.


Hlynur