Síða 1 af 1

Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 01:55
af zaiLex
Er það bara ég eða er þetta svolítið sérstakt? :)

9BEBEE31-425F-415A-BE39-92D8226A2DEE_1_201_a.jpeg
9BEBEE31-425F-415A-BE39-92D8226A2DEE_1_201_a.jpeg (360.55 KiB) Skoðað 2152 sinnum

Re: Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 02:43
af Lexxinn
Þessi kvöld/nætur lokun er vegna fjölda langra sérkennilegra skilaboða sem oft voru kölluð rauðvínsskilaboð og höfðu í raun ekkert inntak. Einnig var merki um að fólk væri bara að láta sér leiðast og senda inn furðuleg og sérkennileg skilaboð sem höfðu oftast ekkert stoð í raunveruleikanum.

Re: Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 10:50
af rapport
Lexxinn skrifaði:Þessi kvöld/nætur lokun er vegna fjölda langra sérkennilegra skilaboða sem oft voru kölluð rauðvínsskilaboð og höfðu í raun ekkert inntak. Einnig var merki um að fólk væri bara að láta sér leiðast og senda inn furðuleg og sérkennileg skilaboð sem höfðu oftast ekkert stoð í raunveruleikanum.


Ég hefði akkúrat haldið að í miðlægu kerfi eins og Heilsuveru, þar yrði hægt að sameina "heilbrigðis-, félags- og velferðarþjónustu" sem veitt er af heilbrigðisstarfsfólki og ef einhver aðili fær skrítin skilaboð frá skjólstæðingi um miðja nótt og það er grunur um misnotkun á áfengi eða þunglyndi eða mikilli einseimd eða bara einhverju sem kerfið getur aðstoðað viðkomandi með... þá væri hægt að vísa erindinu áfram til einhvers sem getur aðstoðað.

Í það minnsta sýna þá lágmarkskurteisi að svara fólki með einhverskonar stöðluðu svari t.d.

"Við áttum okkur ekki fyllilega á erindinu sem þú sendir okkur og getum því ekki svarað þér en við viljum minna á símatíma alla virka daga milli 15-17"


Það var þráður hérna sem hét "Stofnanamannvonska á Íslandi" og það er akkúrat svona viðhorf sem mér finnst vera kerfislæg mannvonska...

Þarna opnaði kerfið leið fyrir samskipti þar sem fólk getur haft samband þegar því líður illa, ekki daginn eftir... og þetta er svarið sem það fær?


Þetta er virkilega verðmætt tól og í þessu er mikið tækifæri til að bæta þjónustuna og draga þá jafnvel úr álaginu að degi til.

Taka á móti þessu hjali fólks af virðingu og reyna veita þeim úrræði og þjónustu. Það er það sem mér þætti réttast að gera.

Re: Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 12:22
af GullMoli
rapport skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Þessi kvöld/nætur lokun er vegna fjölda langra sérkennilegra skilaboða sem oft voru kölluð rauðvínsskilaboð og höfðu í raun ekkert inntak. Einnig var merki um að fólk væri bara að láta sér leiðast og senda inn furðuleg og sérkennileg skilaboð sem höfðu oftast ekkert stoð í raunveruleikanum.


Ég hefði akkúrat haldið að í miðlægu kerfi eins og Heilsuveru, þar yrði hægt að sameina "heilbrigðis-, félags- og velferðarþjónustu" sem veitt er af heilbrigðisstarfsfólki og ef einhver aðili fær skrítin skilaboð frá skjólstæðingi um miðja nótt og það er grunur um misnotkun á áfengi eða þunglyndi eða mikilli einseimd eða bara einhverju sem kerfið getur aðstoðað viðkomandi með... þá væri hægt að vísa erindinu áfram til einhvers sem getur aðstoðað.

Í það minnsta sýna þá lágmarkskurteisi að svara fólki með einhverskonar stöðluðu svari t.d.

"Við áttum okkur ekki fyllilega á erindinu sem þú sendir okkur og getum því ekki svarað þér en við viljum minna á símatíma alla virka daga milli 15-17"


Það var þráður hérna sem hét "Stofnanamannvonska á Íslandi" og það er akkúrat svona viðhorf sem mér finnst vera kerfislæg mannvonska...

Þarna opnaði kerfið leið fyrir samskipti þar sem fólk getur haft samband þegar því líður illa, ekki daginn eftir... og þetta er svarið sem það fær?


Þetta er virkilega verðmætt tól og í þessu er mikið tækifæri til að bæta þjónustuna og draga þá jafnvel úr álaginu að degi til.

Taka á móti þessu hjali fólks af virðingu og reyna veita þeim úrræði og þjónustu. Það er það sem mér þætti réttast að gera.


Mér finnst þetta ótrúlega skiljanlegt.. það er nú þegar ALLTOF mikið að gera á heilsugæslum landsins og stefnir ekkert í að það breytist. Einn heimilislæknir sem ég hitti sagðist þurfa að velja á milli þess að svara á Heilsuveru eða sinna fólki sem kemur til hans, þeas að þetta væri orðið íþyngjandi hluti af starfinu í staðin fyrir að létta á þeim.

Re: Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 12:43
af rapport
GullMoli skrifaði:
rapport skrifaði:
Lexxinn skrifaði:...
...


Mér finnst þetta ótrúlega skiljanlegt.. það er nú þegar ALLTOF mikið að gera á heilsugæslum landsins og stefnir ekkert í að það breytist. Einn heimilislæknir sem ég hitti sagðist þurfa að velja á milli þess að svara á Heilsuveru eða sinna fólki sem kemur til hans, þeas að þetta væri orðið íþyngjandi hluti af starfinu í staðin fyrir að létta á þeim.


Nkl. hversu klikkað er það?

Af hverju er þetta ekki skipulagt eins og IT með 1.lvl, 2.lvl og 3.lvl þjónusta?

Það er ekki læknir sem á að vera að routa skilaboðum, hann er á 3rd level. 1st level þjónusta ætti að routa vandamálum og biðja um frekari upplýsingar ef eitthvað vantar o.s.frv.

Í heilbrigðisgeiranum er til aðferðafræði sem kallast "top of license" og miðar að því að allir fái að nota þekkingu sína og réttindi í botn, s.s. að ef sjúkraliði er búinn að læra að sprauta fólk og gefa lyf... þá eigi hann að fá að gera það á vinnustaðnum sama hvaða venja var 1980 þegar sjúkraliðum var ekki kennt að gera það.

Heilu námsleiðirnar hafa lognast útaf vegna stéttapólitík í heilbrigðisgerianum sbr. öldrunarhjúkrun sem var sérnám sjúkraliða sem átti að minnka þörfina fyrir sprenglærða hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustu sem er almennt einfaldari en að vera á barnadeild, smitsjúkdómadeild, skurðhjúkrun o.þ.h.

En já... þetta var rant...

Að heyra að læknir fái skilaboð sem hann kjósi að sinna ekki = galið, algjörlega galið. Þetta er vinnan hans og það er yfirmanna að stilla álagi í hóf og til að gera það þá þarf að færa þjónustuna framar svo að læknar fái vinnurfrið.

s.s. annað dæmi um sóun í kerfinu NEMA kannski gæti læknir þjónustað fleiri í gegnum Heilsuveru og skilaboð en með heimsóknum sem taka mun lengri tíma og fyrirhöfn.

Re: Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 21:38
af Daz
Skilaboð sem send eru gegnum heilsuveru teljast viðkvæm persónuleg gögn og því ekki bara hver sem er sem getur lesið þau. Ég er ekki viss hvort hjúkrunarfræðingar mega það.
Rauðvínsskilaboðin svokölluðu voru held ég frekar moggabloggs röfl en dulin köll á hjálp. Sú leið að loka á skilaboðasendingar á þessum tímum var líklegast talin skilvirkasta leiðin til að losna við ruslskilaboð úr heilsuveru.
Þegar talað er um að við höfum ekki nema 50% af þeim heimilislæknum sem landið þarf, þá þarf að beita öllum ráðum til að nýta þeirra tíma sem best.

Tengja bara chat gpt við heilsuveru skilaboð á næturnar?

Re: Heilsuvera

Sent: Þri 09. Jan 2024 22:31
af Stuffz
Sér er hver Vera-leikinn

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 00:51
af rapport
Daz skrifaði:Skilaboð sem send eru gegnum heilsuveru teljast viðkvæm persónuleg gögn og því ekki bara hver sem er sem getur lesið þau. Ég er ekki viss hvort hjúkrunarfræðingar mega það.
Rauðvínsskilaboðin svokölluðu voru held ég frekar moggabloggs röfl en dulin köll á hjálp. Sú leið að loka á skilaboðasendingar á þessum tímum var líklegast talin skilvirkasta leiðin til að losna við ruslskilaboð úr heilsuveru.
Þegar talað er um að við höfum ekki nema 50% af þeim heimilislæknum sem landið þarf, þá þarf að beita öllum ráðum til að nýta þeirra tíma sem best.

Tengja bara chat gpt við heilsuveru skilaboð á næturnar?


Skilaboðin eru til stofnunarinnar, ekki einstaka starfsmanna. Stofnunin er ábyrg fyrir þjónustunni og allir heilbrigðisstarfsmenn/hrilbrigðisstéttir eru bundnar sama trúnaði og skv. sömu lögum.

Ef starfsmaður fær úthlutað verki tengdu skjólstæðing þá má hann alltaf kynna sér gögnin tengdu því máli og sögu skjólstæðingsins.

En er ég sá eini sem finnst ruglskilaboð vera vísbending um að fólk þurfi hjálp?

Skilaboð sem eru algjör steypa geta verið meiri upplýsingar um hvað er að fólki en réttrituð froða án stafsetningavillna.

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 10:03
af GullMoli
rapport skrifaði:
GullMoli skrifaði:
rapport skrifaði:
Lexxinn skrifaði:...
...


Mér finnst þetta ótrúlega skiljanlegt.. það er nú þegar ALLTOF mikið að gera á heilsugæslum landsins og stefnir ekkert í að það breytist. Einn heimilislæknir sem ég hitti sagðist þurfa að velja á milli þess að svara á Heilsuveru eða sinna fólki sem kemur til hans, þeas að þetta væri orðið íþyngjandi hluti af starfinu í staðin fyrir að létta á þeim.


Nkl. hversu klikkað er það?

Af hverju er þetta ekki skipulagt eins og IT með 1.lvl, 2.lvl og 3.lvl þjónusta?

Það er ekki læknir sem á að vera að routa skilaboðum, hann er á 3rd level. 1st level þjónusta ætti að routa vandamálum og biðja um frekari upplýsingar ef eitthvað vantar o.s.frv.

Í heilbrigðisgeiranum er til aðferðafræði sem kallast "top of license" og miðar að því að allir fái að nota þekkingu sína og réttindi í botn, s.s. að ef sjúkraliði er búinn að læra að sprauta fólk og gefa lyf... þá eigi hann að fá að gera það á vinnustaðnum sama hvaða venja var 1980 þegar sjúkraliðum var ekki kennt að gera það.

Heilu námsleiðirnar hafa lognast útaf vegna stéttapólitík í heilbrigðisgerianum sbr. öldrunarhjúkrun sem var sérnám sjúkraliða sem átti að minnka þörfina fyrir sprenglærða hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustu sem er almennt einfaldari en að vera á barnadeild, smitsjúkdómadeild, skurðhjúkrun o.þ.h.

En já... þetta var rant...

Að heyra að læknir fái skilaboð sem hann kjósi að sinna ekki = galið, algjörlega galið. Þetta er vinnan hans og það er yfirmanna að stilla álagi í hóf og til að gera það þá þarf að færa þjónustuna framar svo að læknar fái vinnurfrið.

s.s. annað dæmi um sóun í kerfinu NEMA kannski gæti læknir þjónustað fleiri í gegnum Heilsuveru og skilaboð en með heimsóknum sem taka mun lengri tíma og fyrirhöfn.


Eins og ég skil þetta þá eru það hjúkrunarfræðingar sem skoða fyrst skilaboðin ef þetta eru generic skilaboð. Svo er þessu komið áleiðis ef þörf er á.

Ég held að vandamálið sé einmitt frekar hvað fólk sendir margar fyrirspurnir þangað inn sem eiga ekkert endilega erindi þangað, en þar sem þetta er svo auðvelt og þægilegt þá hugsi fólk kannski "Æji já ég spyr bara". Vissulega er aðal vandamálið skortur á fjármagni og starfsfólki þó :)

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 10:14
af rapport
GullMoli skrifaði:
rapport skrifaði:
GullMoli skrifaði:
rapport skrifaði:
Lexxinn skrifaði:...
...
...
...


Eins og ég skil þetta þá eru það hjúkrunarfræðingar sem skoða fyrst skilaboðin ef þetta eru generic skilaboð. Svo er þessu komið áleiðis ef þörf er á.

Ég held að vandamálið sé einmitt frekar hvað fólk sendir margar fyrirspurnir þangað inn sem eiga ekkert endilega erindi þangað, en þar sem þetta er svo auðvelt og þægilegt þá hugsi fólk kannski "Æji já ég spyr bara". Vissulega er aðal vandamálið skortur á fjármagni og starfsfólki þó :)


Rétta leiðin er að greina umfang vandans og útvega svo betri verkfæri eða meiri auðlindir.

Það mætti þá kannski fara setja ódýrara fólk fremst í ferlið sem hreinsar frá, svarar og jafnvelæ vísar annað þeim skilaboðum sem ekki falla undir starfssvið heilsugæslunnar.

Þannig virkar öll 1.lvl þjónusta, hreinsar og undbýr eins vel og hægt er þau mál sem vísað er inn í starfsemina.

Rafræn þjónustumiðstöð hjá Reykjavíkurborg er gott dæmi um "réttari" nálgun, að koma allri "fyrstu snertingu" á einn stað svo að allir fái sömu þjónustu (þá bæði skjólstæðingar og innra starfsfólk). Svona tryggir jafnræði og almenna og betri nýtingu auðlinda hjá stofnuninni.

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 10:31
af bigggan
Verður það ekki þannig að hausar fjúka og miklu verr þjónusta ef það kemur í ljós að einhver "omentaður" einstaklingur vísaði frá skilaboð sem átti erindi inn í heilsukerfið?

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 10:58
af rapport
bigggan skrifaði:Verður það ekki þannig að hausar fjúka og miklu verr þjónusta ef það kemur í ljós að einhver "omentaður" einstaklingur vísaði frá skilaboð sem átti erindi inn í heilsukerfið?


Það skiptir ekki máli hver gerði það. Svona úrvinnsla þarf að vera skv. skráðu verklagi (rétt eins og hjá öllum ISO vottuðum) og annað hvort var farið eftir verklaginu sem menntuðu starfsmennirnir höfðu samþykkt = ábyrgðirn er hjá þeim (stofnuninni)... EÐA starfsmaðurinn fór ekki eftir verklaginu = ábyrgðin er hans (en samt á stofnuninni).

Það er bara staðreynd að í öllum kerfum eru gerð mistök. Aðal atriðið er að þau séu skráð svo það sé hægt að læra af þeim og sinna umbótum.

Óttinn við mistök má ekki vera það sem ræður. Að taka aldrei neinar ákvarðanir hjálpar engum og er bara sóun á auðlindum.

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 13:22
af Lexxinn
rapport skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Þessi kvöld/nætur lokun er vegna ....

Ég hefði akkúrat haldið að í miðlægu kerfi eins og Heilsuveru, þar yrði hægt að sameina "heilbrigðis-, félags- og velferðarþjónustu" sem veitt er af heilbrigðisstarfsfólki og ef einhver aðili fær skrítin skilaboð frá skjólstæðingi um miðja nótt og það er grunur um misnotkun á áfengi eða þunglyndi eða mikilli einseimd eða bara einhverju sem kerfið getur aðstoðað viðkomandi með...

Heilsugæslan er nú þegar að sligast vegna fjölda sem leita til hennar, lyfjaendurnýjana, vottorða (einkum til lögfræðinga), og þeirra skilaboða sem er hleypt í gegn og tel ég ekki físilegt að ætla reyna "grípa" stöku sötrara í gegnum skilaboð sem myndu ólíklegast mæta svo til læknis þegar boðinn tími.

rapport skrifaði:Af hverju er þetta ekki skipulagt eins og IT með 1.lvl, 2.lvl og 3.lvl þjónusta?

Mig rámar það sé læknaritari (aka heilbrigðisgagnafræðingur) sem síar skilaboðin og sendir áfram á lækni ef tilefni þykir til, svarar eftir bestu getu til að leiðbeina einstaklingnum hvert skal leita með erindið, annars eru stöðluð svör send.


Smá input að ef borin er saman staðan á heilsugæslunni í dag fyrir 20 árum þá hitta heimilislæknar almennt jafn marga ef ekki fleiri sjúklinga í fullu starfi hverja viku og jafn mörg símtöl, en ríkið hefur aukalega bætt ofan á þá rafrænum lyfjaendurnýjunum og Heilsuveru án þess að spurja eða athuga hvernig það henti, ekkert auka fjármagn fylgt þessum auka verkefnum. Þar ofan á hefur fjöldi vottorða sem þurfa enga aðkomu læknis bæst á heilsugæsluna og skv lagastafnum krafist staðfestingar læknis á því. Ég veit til að sjúklingur sem fékk heilablóðfall fyrir 10+ árum þurfi að koma á X ára fresti til að fá vottorð/endurnýjun á P-merki, hlutaörorku og umsókn um fjármagnsstyrk fyrir hjálpartæki - þó ekkert breytist í hans fari. Þar fara mikilvægir tímar í að "votta" hluti sem aldrei breytast - oftast eitthvað sem ekki jafn sérhæfður starfsmaður og læknir þyrfti að gera.

Einnig er gífurlegur fjöldi beiðna um læknisvottorð frá lögfræðingum úti í bæ, allra mest frá Tort, Fortis, Bótaréttur, Fulltingi etc, sem læknar neyðast til að vinna utan hefðbundins vinnutíma, frá sumum þessum lögfrðistofum koma ítrekanir á mánaðarfresti ef vottorð hefur ekki borist. Þau segja oft á tíðum "Borist hefur á því í vottorðum lækna að heilsufar sjúklinga fyrir heilsubrest hefur ekki verið stiklað nógu vel og því skv reglugerð XPZ ber læknum að fara yfir það og stikla á því sem gæti haft áhrif á sjúkling í tengslum við heilsubrestinn etc" og það hjá kannski 50-60ára sjúklingum, sumum sem hafa komið ítrekað á heilsustofnanir í gegnum ævina.

Re: Heilsuvera

Sent: Mið 10. Jan 2024 13:38
af rapport
Lexxinn skrifaði:
rapport skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Þessi kvöld/nætur lokun er vegna ....

Ég hefði akkúrat haldið að í miðlægu kerfi eins og Heilsuveru, þar yrði hægt að sameina "heilbrigðis-, félags- og velferðarþjónustu" sem veitt er af heilbrigðisstarfsfólki og ef einhver aðili fær skrítin skilaboð frá skjólstæðingi um miðja nótt og það er grunur um misnotkun á áfengi eða þunglyndi eða mikilli einseimd eða bara einhverju sem kerfið getur aðstoðað viðkomandi með...

Heilsugæslan er nú þegar að sligast vegna fjölda sem leita til hennar, lyfjaendurnýjana, vottorða (einkum til lögfræðinga), og þeirra skilaboða sem er hleypt í gegn og tel ég ekki físilegt að ætla reyna "grípa" stöku sötrara í gegnum skilaboð sem myndu ólíklegast mæta svo til læknis þegar boðinn tími.

rapport skrifaði:Af hverju er þetta ekki skipulagt eins og IT með 1.lvl, 2.lvl og 3.lvl þjónusta?

Mig rámar það sé læknaritari (aka heilbrigðisgagnafræðingur) sem síar skilaboðin og sendir áfram á lækni ef tilefni þykir til, svarar eftir bestu getu til að leiðbeina einstaklingnum hvert skal leita með erindið, annars eru stöðluð svör send.


Smá input að ef borin er saman staðan á heilsugæslunni í dag fyrir 20 árum þá hitta heimilislæknar almennt jafn marga ef ekki fleiri sjúklinga í fullu starfi hverja viku og jafn mörg símtöl, en ríkið hefur aukalega bætt ofan á þá rafrænum lyfjaendurnýjunum og Heilsuveru án þess að spurja eða athuga hvernig það henti, ekkert auka fjármagn fylgt þessum auka verkefnum. Þar ofan á hefur fjöldi vottorða sem þurfa enga aðkomu læknis bæst á heilsugæsluna og skv lagastafnum krafist staðfestingar læknis á því. Ég veit til að sjúklingur sem fékk heilablóðfall fyrir 10+ árum þurfi að koma á X ára fresti til að fá vottorð/endurnýjun á P-merki, hlutaörorku og umsókn um fjármagnsstyrk fyrir hjálpartæki - þó ekkert breytist í hans fari. Þar fara mikilvægir tímar í að "votta" hluti sem aldrei breytast - oftast eitthvað sem ekki jafn sérhæfður starfsmaður og læknir þyrfti að gera.

Einnig er gífurlegur fjöldi beiðna um læknisvottorð frá lögfræðingum úti í bæ, allra mest frá Tort, Fortis, Bótaréttur, Fulltingi etc, sem læknar neyðast til að vinna utan hefðbundins vinnutíma, frá sumum þessum lögfrðistofum koma ítrekanir á mánaðarfresti ef vottorð hefur ekki borist. Þau segja oft á tíðum "Borist hefur á því í vottorðum lækna að heilsufar sjúklinga fyrir heilsubrest hefur ekki verið stiklað nógu vel og því skv reglugerð XPZ ber læknum að fara yfir það og stikla á því sem gæti haft áhrif á sjúkling í tengslum við heilsubrestinn etc" og það hjá kannski 50-60ára sjúklingum, sumum sem hafa komið ítrekað á heilsustofnanir í gegnum ævina.


Á seinustu 20 árum hefur líka mjög margt einfaldað líf lækna og annarra í þessum geira + aukið á greiningarhæfni og getu í Heilsugæslunni.

1) Rafrænir lyfseðlar eru t.d. mikil búbót, tímafrekt að prenta út á númeruð A5 blöð, kvitta undir með penna o.þ.h.

2) Hitamælar í eyra, rafmagns blóðþrýsingsmælar, EKG með litlum tækjum, ýmis scope, betri og fjölbreyttari stix, mun einfaldari sykursýkismælar, stóbætt rannsóknaþjónusta (veitt t.d. frá LSH) Mikið af þessum tækjum gera það að verkum að fólk þarf bara að koma einusinni en ekki oft til að fá niðurstöðu.

3) Um vottorð lækna, þá er t.d. ekki lengur krafa um að fá veikindavottorð frá lækni til að veikindadag greiddan eða fara með í framhaldsskólann, eins og var um ´96-´99.

4) Ég man eftir að hafa þurft að fá vottorð frá lækni um að kærastan mín væri ólétt svo við mættum samskatta strax við skráningu í sambúð. (vona að þessu hafi verið hætt)

En ég er svo innilega sammála því að álag sé of mikið í heilbrigðisgeiranum.

Rétt eins og í allri annarri vinnu þá er eðlilegt að unnið sé á 65-80% álagi/afkastagetu svo að hægt sé að vinna á 100% þegar neyðina ber að garði.

Að hafa alla vinnandi 100% á daginn og gefa vinnuframlagið sitt á kvöldin því að fólk er uppfullt af einhverskonar skömm yfir að hafa ekki klárað öll verkefnin sem það fékk... það er bara virkilega rangt... a.m.k. ef það á að vera "normið" á vinnustaðnum.