Síða 1 af 1

Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fim 01. Feb 2024 22:01
af appel
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... ru_skyrar/

Ég spyr, hvað ef hún reisir girðingu? Hvernig verður hægt að sekta bíl sem stöðumælavörður kemst ekki að? Eða bílskúr?

Reglur eru skýrar já, hví mega menn bara vappa um á einkalóðum án leyfis? Þetta er doldið tákn um fáránleika sem þessi reykjavíkurborg er. Íbúarnir eru í þriðja sæti, borgin sjálf í fyrsta sæti.

Hrægammar á vegum reykjavíkurborgar fljúga um öll skúmaskot og reyna finna allt sem sekta má til að afla tekna fyrir gjaldþrota borg. Þannig sé ég þetta.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fim 01. Feb 2024 22:29
af orn
Já. Nema viðkomandi sé að hluta til að leggja á göngustíg (þ.e. að hluta til ekki á hennar eigin lóð) er þetta út í hött. Þ.e. ef þetta er ekki eins og þetta hér: https://ja.is/kort/360_embedded/?x=3613 ... .0&ja360=1

Að öllum líkindum er þetta einfaldlega út í hött samt :)

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fim 01. Feb 2024 22:37
af arons4
Hleðslustöðin er allavega langt frá gangstéttinni.

https://ja.is/kort/?type=map&x=357573&y ... .2&ja360=1

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fim 01. Feb 2024 22:44
af appel
arons4 skrifaði:Hleðslustöðin er allavega langt frá gangstéttinni.

https://ja.is/kort/?type=map&x=357573&y ... .2&ja360=1


Bíllinn langt frá gangstéttinni, eiginlega í bakgarðinum. Að þessir litlu stöðumælapúkar skuli seilast svona langt til að ná upp í sektar-kvótann sinn er ótrúlegt. Hví fara þeir ekki bara í Grafarvoginn, helmingur bíla þar liggur á gangstéttum.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fös 02. Feb 2024 00:13
af KristinnK
Það fáránlegasta við þetta er að húsið við hliðin á þessu húsi er með nákvæmlega eins innkeyrslu með hlið hússins, en þar hefur viðkomandi fengið litlu örina sem veitir bílastæðinu blessun heilags sveitarfélagsyfirvaldsins.

Mynd

Annars nei, ég skipti um skoðun. Það fáránlegasta við þetta er að Reykjavíkurborg yfir höfuð vill banna íbúum að leggja einni aumingja bifreið inni á eigin lóð á stað þar sem hún er ekki fyrir neinum og augljóslega var gert ráð fyrir slíku við útfærslu lóðarinnar, og skýla sig á bakvið það að það sé ekki einhver ör á korti sem var teiknað af einhverjum embættismanni fyrir sextán árum.

Aumingjaskapur af allra hæstu gráðu.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fös 02. Feb 2024 09:20
af rapport
Ég hefði haldið að hefðaréttur mundi yfirskrifa allt þetta.

Þetta hefur verið notað sem bílastæði alla tíð, kannturinn þarna er tekinn niður af borginni og því borgin sjálf sem gefur sterklega til kynna að þarna sé leyfilegt að fara með ökutæki.

Held að eigandinn ætti að fá leyfi frá skipulags- og byggingarfulltrá á núinu og frítt fyrir að þetta verði merkt sem stæði í skiðulaginu.

Persónulega þá væri ég farinn með þetta til umboðsmanns Alþingis því að þarna er stjórnsýslan að fara illa að ráði sínu.

"ferlið" sigrar en samfélagið tapar... og það er alltaf rangt.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fös 02. Feb 2024 09:58
af worghal
Málin flækjast þegar ekki er búið að gera ráð fyrir innkeyrslu í skipulagi, þessi mynd sem er við fréttina er gömul og greynilega sýnir kanntsteina mynda ramp upp að einhverskonar innkeyrslu, en ef skoðað er núverandi uppsettningu stéttarinnar þá er búið að taka í burtu hallann og málningu með nýju stéttinni (líka hjá þeim sem er með raunverulega innkeyrslu), þá væntanlega vakna spurningar um hvort raunverulega innkeyrslu sé að ræða en Stöðuverðir hafa leyfi til að skrifa á bíla á einkalóð ef farið var yfir borgarland til að komast þangað. Þetta hefur verið hvað helst áberandi á stöðum eins og breiðholti og árbæ þar sem fólk byrjaði að leggja á lóðunum hjá sér við svalahurðir á fyrstu hæðum.

En burtséð frá því þá finnst mér að það mætti endurskoða þetta og setja undir hefðarrétt sérstaklega þar sem borgin (bílastæðasjóður) hefur viðurkennt þetta sem innkeyrslu þegar það kom að umsókn íbúakorts og einnig af því að áður en stéttin var endurnýjuð þá var þarna augljós merki um innkeyrslu í um 20 ár í það minsta.

appel skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/02/01/reglurnar_eru_skyrar/

Ég spyr, hvað ef hún reisir girðingu? Hvernig verður hægt að sekta bíl sem stöðumælavörður kemst ekki að? Eða bílskúr?

Reglur eru skýrar já, hví mega menn bara vappa um á einkalóðum án leyfis? Þetta er doldið tákn um fáránleika sem þessi reykjavíkurborg er. Íbúarnir eru í þriðja sæti, borgin sjálf í fyrsta sæti.

Hrægammar á vegum reykjavíkurborgar fljúga um öll skúmaskot og reyna finna allt sem sekta má til að afla tekna fyrir gjaldþrota borg. Þannig sé ég þetta.

Allur þessi texti sem þú skrifar hérna sýnir mér það að þú skilur ekkert hvernig deiluskipulag, byggingarleyfi og bílastæðasjóður virkar.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fös 02. Feb 2024 10:42
af vesley
Samkvæmt byggingarlýsingu er þetta merkt sem innkeyrsla, sú teikning var seinast yfirfarin og samþykkt af byggingarfulltrúa 7 nóv 2023.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Fös 02. Feb 2024 10:54
af rapport
Ég veit ekki hversu mikið þið eruð inni í stefnumótunarfræðum en þegar einhver starfsemi er farin að snúast um að fara bara eftir settum reglum þá deyr þjónustan og loforðið (e. principle) sem starfsemin byggir á.

Heyrði nýlega dæmi um fólk sem var í skemmtigarði (man ekki hvort það var Disney) sem gefur sig út fyrir að auðvelda aðgengi fatlaðra barna, þau þurfa bara að skrá sig við innganginn og fá þá passa sem veitir þeim forgang.

Þau lenda í að mjög fatlað barn var í röðinni með þeim og þau benda foreldrunum á þetta prinsipp skemmtigarðsins en foreldrar fatlaða barnsins segja að fyrst þau voru ekki með einhverja stimplaða pappíra þá sagði garðurinn bara nei... þrátt fyrir að fyrir framan þá stæði augljóslega mjög fatlað barn. Hversu rétt hefði það verið af starfsfólkinu að láta barnið fá passa? Að standa við prinsippið en beygja reglurnar?

Í borginni á prinsippið að vera "fólk á að geta hagað notkun sinnar séreignar að vild nema það gangi á rétt annarra".

Í þessu tilviki er borgin að skíta upp á bak og svör borgarfulltrúa xP eru akkúrat það sama og gerðist í skemmitgarðinum "reglurnar eru skýrar"...

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Lau 03. Feb 2024 21:32
af appel
Follow up frétt
https://www.visir.is/g/20242524614d/ma- ... -eigin-lod

Borgin algjörlega að skíta á sig í þessu. Er þetta ný stefna hjá borgarstjóranum? "Let's crack down on those people, muhahhaa!!! we can get so much money from being evil and jerks!!!"
Það verður að koma þessum sósíalistum frá í borginni, þeir eru að gera borgina gjaldþrota og fara svo á aumingjalegan hátt á eftir öldruðum borgurum með þessum hætti, algjörir væsklar.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Lau 03. Feb 2024 22:16
af Bassi6
Það er ekki sama hver er, þarna eru engin bílastæði merkt í deiliskipulag https://reykjavik.is/sites/default/files/USK/Skipulag/2017/odinsgata_8b_8c_08_11_2017.pdf
Kannski að maður ætti að senda inn kvörtun?

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Lau 03. Feb 2024 22:21
af appel
Veit ekki hvað eru bílastæði í 101 rvk, fólk leggur bílum einfaldlega á götunni... og það er víst gúdderað þó gatan sé orðin svona bara 3 metrar að breidd og alls ekki nægilega breið fyrir tvær akreinar.
Líklega byrjar reykjavíkurborg að sekta hús fyrir að vera á almannafæri. Þetta er auðvitað fáránleiki þessa stjórnkerfis þarna.

Einsog ég sagði, best að koma upp girðingu aftur sem enginn stöðumælavörður getur komist yfir.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Sun 04. Feb 2024 09:42
af rapport
appel skrifaði:Veit ekki hvað eru bílastæði í 101 rvk, fólk leggur bílum einfaldlega á götunni... og það er víst gúdderað þó gatan sé orðin svona bara 3 metrar að breidd og alls ekki nægilega breið fyrir tvær akreinar.
Líklega byrjar reykjavíkurborg að sekta hús fyrir að vera á almannafæri. Þetta er auðvitað fáránleiki þessa stjórnkerfis þarna.

Einsog ég sagði, best að koma upp girðingu aftur sem enginn stöðumælavörður getur komist yfir.


Viðhorf borgarinnar í þessu máli er óskiljanlegt.

Þá langar mig að draga í efa heimildir Bílastæðasjóðs / borgarinnar til að fara inn á einkalóð m.t.t. friðhelgi einkalífs og heimilis en einnig út frá samþykktum, lögum og reglum sem starfsemi Bílastæðasjóðs ber að fylgja - https://reykjavik.is/bilastaedi/log-og-reglugerdir

Það er því alrangt sem borgarfulltrúinn segir, að reglurnar séu skýrar... það er a.m.k. mjög erfitt að finna hvaða lög og reglur heimila þetta.

Ef þetta er túlkunaratriði þá er túlkunin ekki einusini skýr og hvergi birt, a.m.k. finn ég hana ekki.

Það má einnig líkja þessum aðgerðum við eignaupptöku því að allt í einu er verðmætt bílastæði orðið ónothæft og verðlaust.

Þá til að svara Bassi6, þá eru stæði fyrrv. borgarstjóra á lóðinni fyrir neðan, milli hans húss og Ghandi. (merkt 8C á myndini) minnir að það hafi verið eitthvað húmbúkk í kringum þá afgreiðslu... því það var ekki verið að þétta neina byggð með því að leyfa spes lóð fyrir örfá bílastæði.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Sun 04. Feb 2024 10:41
af Gustaf
Óðinsgata 8C er hvergi skilgreind sem bílastæðalóð og engin stæði eru skilgreind innan á lóðinni, ekki eru heldur nein bílastæði innan lóðar 8B eða lóð nr 8. Væri það ekki fyrir bestu að hringja og senda póst á bílastæðasjóð?

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Sun 04. Feb 2024 11:03
af rapport
Gustaf skrifaði:Óðinsgata 8C er hvergi skilgreind sem bílastæðalóð og engin stæði eru skilgreind innan á lóðinni, ekki eru heldur nein bílastæði innan lóðar 8B eða lóð nr 8. Væri það ekki fyrir bestu að hringja og senda póst á bílastæðasjóð?


Þessi lóð má þá líklega ekki vera bílastæði.

https://fasteignaskra.is/leit-i-fasteig ... %adkurborg

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017 ... dinn_sinn/

https://byggingar.is/archives/29766

Þá er þetta sem Dagur er að gera í raun lóðabrask.. að kaupa íbúðarhúsalóð og nota hana í eitthvað allt annað en að byggja.

Í raun akkúrat það sem Sigurður INgi var að setja lög um, svo að hægt væri að taka á því þegar það er ekki byggt á lóðum svo áratugum skiptir.

https://www.facebook.com/plugins/post.p ... 9ocMsP4Tul

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Sun 04. Feb 2024 11:46
af axyne
Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar.

Þeir semsagt breyta þessu 2008 án þess að láta vita eða gefa kost á andmælum. Meiri vitleysan!

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Sun 04. Feb 2024 12:54
af brain
kom þetta á mbl
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... aupahjoli/

enn ein "reglan" sem ekki var tilkynnt.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Þri 06. Feb 2024 13:35
af rapport

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Þri 06. Feb 2024 15:15
af Uncredible
Í Bretlandi þá eru svo tilkynningar yfirleitt festar á ljósastaura eða aðra staura og reynt að kynna fólki fyrir breytingum sem þessum.

Á Íslandi fer það bara eftir hentusemi hversu mikið fólk er kynnt fyrir svona löguðu.

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Sent: Þri 06. Feb 2024 16:17
af appel
Fyndið að notast ekki við pósthólfin á island.is fyrir svona tilkynningar.
Ekki beinlínis 21. öldin hjá Reykjavíkurborg.