Síða 1 af 1

Builderinn fallinn?

Sent: Þri 06. Feb 2024 20:52
af Borð
Getur einhver sagt mér af hverju https://builder.vaktin.is/build er orðinn svona slakur? Það var alltaf haugur þarna inni áður fyrr, fannst frábært að nota þetta þegar ég var að uppfæra vélina mína fyrir ekkert svo löngu.

Re: Builderinn fallinn?

Sent: Þri 06. Feb 2024 20:59
af Maggibmovie
Það er bara orðið erfitt að fá fólk í sjálfboðavinnu við að halda þessu endalaust gangandi. Þeir sem hafa séð um þetta í mörg ár eiga hrós skilið, mig minnir að það hafi verið að óska eftir sjálfboðaliða/um í að halda þessu við um daginn

Re: Builderinn fallinn?

Sent: Þri 06. Feb 2024 23:56
af Klemmi
Það var mikil handavinna að halda þessu við, en með tilkomu ChatGPT sé ég fram á að það megi sjálfvirknivæða þetta að mestu.
Veit hins vegar ekki hvenær ég eða einhver annar hefur tíma í að útfæra slíka lausn. Allavega hef ég engan tíma næstu mánuðina :/

En þetta er skammarlegt eins og er...