Síða 1 af 3

Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 17:38
af rapport
https://heimildin.is/grein/21213/greids ... budalanum/

Þeir sem eru ekki búnir að því ... endurfjármagna ASAP.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 18:12
af B0b4F3tt
Ætla nú að leyfa föstu vöxtunum að klára sig áður en ég færi mig í verðtryggt lán. Þetta verður líklega í nóvember

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 18:19
af jonfr1900
Efnahagskreppa á Íslandi á leiðinni. Verðbólgan og vextir verða stjórnlausir.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 18:25
af falcon1
rapport skrifaði:https://heimildin.is/grein/21213/greidslubyrdi-mun-bratt-tvofaldast-a-fjolmorgum-ibudalanum/

Þeir sem eru ekki búnir að því ... endurfjármagna ASAP.

Sem betur fer þá festi ég vexti til 5 ára á sínum tíma þannig að ég er safe til loka 2026. En auðvitað fylgist maður með þessu með hryllingi ef vaxtaprósentan í dag á að verða vaxtaprósentan til langrar framtíðar.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 18:39
af rapport
falcon1 skrifaði:
rapport skrifaði:https://heimildin.is/grein/21213/greidslubyrdi-mun-bratt-tvofaldast-a-fjolmorgum-ibudalanum/

Þeir sem eru ekki búnir að því ... endurfjármagna ASAP.

Sem betur fer þá festi ég vexti til 5 ára á sínum tíma þannig að ég er safe til loka 2026. En auðvitað fylgist maður með þessu með hryllingi ef vaxtaprósentan í dag á að verða vaxtaprósentan til langrar framtíðar.


Ætlaði nú ekki að vera skapa panic, bara fá fólk til að pæla því að horfurnar eru ekkert æðsilegar

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 19:51
af g0tlife
Ég er með breytilega og fékk ''ó shit'' á sínum tíma sem leiddi til þess að ég og frúin gerðum ekkert annað heldur en að spara og borga inn á lánið. Núna í dag er þetta orðið töluvert betra og við teljum okkur ekkert hafa misst af neinu þannig séð. Ættum einnig töluvert minna í eigninni hefðum við verið með fasta vexti.

Ástæðan fyrir þessu kommenti er sú að það er hægt að breyta neyslunni og borga inn á lánið (fyrir þá sem hafa tök á því). Leiðinlegt á meðan, skemmtilegt eftir á.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Fös 15. Mar 2024 20:03
af Hjaltiatla
Ég segi eins og B0b4F3tt að ég bíð þar til tímabil þar sem ég er með 4,35% Óverðtryggða fasta vexti líkur í september á þessu ári.

Maður er allavegana byrjaður að fylgjast lánakjörum á https://herborg.is/

Hvaða lán mynduð þið taka í dag og af hverju ?

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 10:09
af Hausinn
Hef verið með mitt óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum síðan rétt fyrir 2020. Var ekki nógu reyndur þá varðandi lán að gera. Djöfull hvað ég sé eftir því að hafa ekki fest vexti þá. Hefði sparað heilan haug. :face

Skil bara ekkert í því að hverju vextir á Íslandi eru svona fáranlega háir.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 11:11
af rapport
Hausinn skrifaði:Hef verið með mitt óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum síðan rétt fyrir 2020. Var ekki nógu reyndur þá varðandi lán að gera. Djöfull hvað ég sé eftir því að hafa ekki fest vexti þá. Hefði sparað heilan haug. :face

Skil bara ekkert í því að hverju vextir á Íslandi eru svona fáranlega háir.


Óstöðugur örlítill gjaldmiðill og ekkert annað.

https://www.dv.is/eyjan/2024/03/09/fyrr ... agkerfinu/

https://www.visir.is/g/20242543101d/ef- ... is-lenska-

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 11:42
af jonsig
Bankinn er screwed hjá mér,
óverðtryggt með föstum vöxtum 3.9% til 1.jan.2026

vonandi tapar bankinn rosalega á þessu.


rapport skrifaði:
Hausinn skrifaði:Hef verið með mitt óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum síðan rétt fyrir 2020. Var ekki nógu reyndur þá varðandi lán að gera. Djöfull hvað ég sé eftir því að hafa ekki fest vexti þá. Hefði sparað heilan haug. :face

Skil bara ekkert í því að hverju vextir á Íslandi eru svona fáranlega háir.


Óstöðugur örlítill gjaldmiðill og ekkert annað.

https://www.dv.is/eyjan/2024/03/09/fyrr ... agkerfinu/

https://www.visir.is/g/20242543101d/ef- ... is-lenska-


Er þetta ekki bara óábyrgt fjárútlát og peningaprentun hjá ríkinu ?

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 14:24
af rapport
jonsig skrifaði:Bankinn er screwed hjá mér,
óverðtryggt með föstum vöxtum 3.9% til 1.jan.2026

vonandi tapar bankinn rosalega á þessu.


rapport skrifaði:
Hausinn skrifaði:Hef verið með mitt óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum síðan rétt fyrir 2020. Var ekki nógu reyndur þá varðandi lán að gera. Djöfull hvað ég sé eftir því að hafa ekki fest vexti þá. Hefði sparað heilan haug. :face

Skil bara ekkert í því að hverju vextir á Íslandi eru svona fáranlega háir.


Óstöðugur örlítill gjaldmiðill og ekkert annað.

https://www.dv.is/eyjan/2024/03/09/fyrr ... agkerfinu/

https://www.visir.is/g/20242543101d/ef- ... is-lenska-


Er þetta ekki bara óábyrgt fjárútlát og peningaprentun hjá ríkinu ?


Held að það sem sé að auka peningamagn í umferð séu fyrst og fremst lánastofnanir.

Þá held ég að hagkerfið það sé of einfalt að endurfjármagna og að fjárfestar séu mikið að leysa úr verðhækkanir.

s.s. ef þú átt íbúð sem kostar 50 milljónir og þú skuldar 25 (50%) og ef íbúðin hækkar hraðar en lánið, þá er endurfjármagnað og mismunirinn fer í neyslu... svona eru margir sem halda svaka lífstíl gangandi þangað til það kemur að næsta hruni.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 15:45
af jonsig
Ekki bara aðallega neysla hjá bankafólkinu?



Mynd

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 15:52
af mikkimás
Fjöldi heimila þarf á næstunni að fórna annað hvort einkaneyslu eða eignamyndun.

Ef ég þekki íslendinga rétt verður hið síðarnefnda fyrir valinu.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 16:02
af jonsig
Lang sniðugast að spreða bara og láta baila sig út.
Þetta er klára fólkið.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 17:01
af rostungurinn77
Hausinn skrifaði:
Skil bara ekkert í því að hverju vextir á Íslandi eru svona fáranlega háir.


Ekki eina ástæðan en ...

Þú ert með húsnæðisverð inni í verðbólgumælingunum, en ekki rekstarkostnað fasteigna sem væri miklu eðlilegra og flest lönd í kringum okkur notast við(mér vitandi). Ef þú ert með verðtryggt lán t.d. þá lækkar hlutur þinn í fasteigninni þinni ef nágranni þinn selur íbúðina á hækkuðu verði.

Þú lækkar vexti handvirkt og allir sem geta skella sér á þá þegar uppsprengdan húsnæðismarkað.

Húsnæðisverð hækkar -> Verðbólga hækkar.

Hækkar vexti í baráttu við verðbólguna en húsnæðisverð lækkar ekki -> verðbólga lækkar ekki eins og þú ætlast til.

Hækkar vexti meira því það er eina verkfærið sem þú hefur. (Spoiler: Verðbólga lækkar ekki)

Eflaust fleiri ástæður fyrir því að vextir eru bitlaust verkfæri.

Síðan má alltaf rífast um það hvort erlendir seðlabankar hafi mögulega haldið stýrivöxtum lægri en þeir hefðu átt að vera yfir langt tímabil.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 17:24
af Gunnar
Er maður eitthvað betur staddur á verðtryggðu láni? er ekki vextir á því 3-4% og svo verðbólga ofaná það 6,6% eins og er svo 9,6-10,6+/-% ?
eða eru óverðtryggðu að fara hækka mikið úr 10-11% ?

https://www.sedlabanki.is/annad-efni/verdbolga/
https://www.landsbankinn.is/markadir/vi ... eysluverds

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 18:39
af mikkimás
Gunnar skrifaði:Er maður eitthvað betur staddur á verðtryggðu láni? er ekki vextir á því 3-4% og svo verðbólga ofaná það 6,6% eins og er svo 9,6-10,6+/-% ?
eða eru óverðtryggðu að fara hækka mikið úr 10-11% ?

https://www.sedlabanki.is/annad-efni/verdbolga/
https://www.landsbankinn.is/markadir/vi ... eysluverds

Fer eftir því hvað þú átt við með "betur staddur".

Ertu "betur staddur" með verðtryggt lán og því lægri greiðslubyrði (fyrstu árin) en neikvæða eignamyndun?

Screenshot 2024-03-16 183739.png
Screenshot 2024-03-16 183739.png (27.2 KiB) Skoðað 3054 sinnum

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 18:57
af falcon1
Kosturinn við verðtryggt lán er lægri greiðslubyrði og það er hægt að borga það eins og óverðtryggt lán, þ.e. borga verðbæturnar jafnóðum í staðinn fyrir að það leggist ofaná höfuðstólinn. Það er ef þú ert í aðstöðu og hefur agann til þess.
Þá geturðu, ef þú lendir einhvern tímann í vandræðum með fjárhaginn, farið niður í lægri greiðslubyrðina tímabundið án þess að þurfa að semja um það við bankann.

Annars er ég ekkert hrifinn af verðtryggðum lánum og forðast þau eins og mér er mögulegt.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 19:32
af gunni91
4.35% fastir óverðtryggðir hjá mér sem sem losna í september.

Ekkert voðalega spenntur að taka nýtt lán á 9% + vöxtum.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 21:25
af jonsig
2024 get ég ekki sótt lán erlendis. Þótt við Ísland sé sokkið nær alla leið niður í EU reglufarganið.
Launagreiðandi minn fær nánast alla innkomu í EUR og USD.

Er þetta ekki enn eitt dæmið um að hér ráða bankarnir öllu ?

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Lau 16. Mar 2024 21:59
af SolidFeather
hugsa cher allt fólkið sem pælir ekkert í þessu, tók jafnvel lán fyrir löngu og endurfjármagnaði ekki þegar covid góðærið var. Ég tók t.d. tvö óverðtryggð lán 2016, það fyrra á 7.x% vöxtum og það seinna á 8.x% vöxtum. Borgaði seinna lánið upp fljótlega og endurfjármagna fyrra lánið tvisvar, fyrst til að fá 5.X% vexti og svo 4.2% vexti í júlí 2020. Hefði svo líklegast getað endurfjármagnað aftur til að fá undir 4% vexti en ég fylgdist ekki nógu vel með!

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Sun 17. Mar 2024 12:29
af EinnNetturGaur
gott að vita að maður sé í þessari 4.5% á óverðtryggðum með föstum vöxtum, ekki að þetta reynist eitthvað auðvelt en maður sér lánið lækka örlítið, vonandi að lánstímabilið renni ekki út á slæmum tíma um 2026.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Sun 17. Mar 2024 15:58
af depill
Er þetta ekki bara soldið vonlaust. Mér þykir þetta óöryggi verst við þetta allt saman. Ekki það að það sé algjör geðveiki að borga 10.75% vexti að þá náði ég að "festa", enn það er í 3 ár. Ég bjó í Þýskalandi og 5 ár telst vera "óbundið", riski að taka 10 ár. Yfirleitt eru með 20 ár bundinn á 30 ára láni ef þú ert yfirleitt með það langt lán. Það þýðir að þegar þú tekur lánið þitt þá getur þú verið nokkuð viss um að afkoman þín "sleppi" til að borga af þessa vitleysu. Þú getur gert 10-20 ára plön. Hér er það ekki séns.

Búinn að vera á fasteignamarkaði núna í 12 ár, allan tímann með óverðtryggð lán, sem hefur komið mér vel, enn guð minn góður hvað vextirnir eru búnir að vera á flakki allan tímann. Guð minn góður hvað það er óþolandi að vera fylgjast með þessu frá degi til dags.

Hér þurfum við bara að vera í kvíðakasti á hverju ári hvaða rugl kemur næst á því að búa á þessari litlu eyju. Ég bara næ ekki göllunum fyrir mig sem einstakling ( og fyrir svona 90% af okkur Íslendingum ) á því að við göngum í stærra efnahagskerfi. Ég skil gallan fyrir þá sem eiga kvóta, ég skil gallan fyrir einhverja prósentu bónda ( enn held að það sé ofmetið, hitaveitan okkar er enn spennandi í ræktun á grænmeti fyrir Evrópu ). Skil gallan með fiskimiðin okkar. Enn lífið er bara ekki lengur bara fiskur á Íslandi.

Við búum í 130.000 km2 og erum 390.000 ish
Bæverjar ( eitt fylki í Þýskalandi ) búa í 70.000 km2 og eru 13 milljónir.

Við þurfum að vera með svo mikið af sama infrastrúktur, búum við eingöngu innlenda banka sem enginn vill veita samkeppni vegna þess hvað gjaldmiðilinn er lítill. Enn litla "frelsis" hjartað í Íslendingum er svo sterkt að það má ekki heyra það að leggja niður sjálfstaðan gjaldmiðill. Ég bara meira spái í því, erum við ekki bara of lítil í að halda þessu úti ? Tala ekki um allt annað sem við gerum sem er "öðruvísi" enn aðrar þjóðir sem fólk virðist halda að sé bara ókeypis. Báknið stækkar og við borgum fyrir það.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Sun 17. Mar 2024 16:01
af depill
rapport skrifaði:Þeir sem eru ekki búnir að því ... endurfjármagna ASAP.


Gleymdi, það hvað það er auðvelt að endurfjármagna í verðtryggðu er óþolandi. Það gefur Seðlabankanum og ríkisstjórnin "out" í því að takast á við undirliggjandi vandann.

Ef fólk hefði ekki val, þá hefði Seðlabankinn ekkert val að vera hérna með 10.75% vexti, enn þar sem fólk getur "sloppið" við gjaldþrot og sloppið við að þurfa minnka við sig þá heldur þessi fjandans spírall lengur enn hann þarf. Enn verðtryggingin leyfir alltof löng lán, með alltof lágu endurgreiðsluhlutfalli. Bandaríkin hafa átt einstaka svona lán sem kallast "intrest-only" lán ( nema okkar eru verri ) sem eru talin vera hlutur af okurlánakerfinu í Bandaríkunum.

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Sent: Sun 17. Mar 2024 17:20
af Hjaltiatla
Ég er allavegana búinn að hanga inná https://fastinn.is/ alla helgina að skoða möguleikana í stöðunni, t.d að kaupa ódýrari fasteign á höfuðborgasvæðinu svo ég skuldi nánast ekkert í fasteignarlánum. Ég held öllum möguleikum opnum , er t.d búinn að fá verðmat á minni eign frá fasteignasala hvað hann myndi ráðleggja mér að auglýsa mína eign á. Maður á erfitt með að sætta sig við svona djók lánáprósentur.