Síða 1 af 1

Prentun á sér pappír fyrir Portfolio

Sent: Mán 18. Mar 2024 11:04
af Fennimar002
Sælir vaktarar,

Kærastan er í fullum gangi að vinna í portfolio til að sækja um í skóla og svona. Hún er komin á þann stað að hún þarf að prenta út nokkrar síður á sér pappír. Þetta er kartonpappír 180gr. Vita menn hvort hægt sé að prenta á svona pappír á prentstofum og hvort prentstofur taka að sér að prenta á sér pappír?

Fyrirfram þakkir!

Re: Prentun á sér pappír fyrir Portfolio

Sent: Mán 18. Mar 2024 11:13
af worghal
ég mundi bara heyra í prentstofunum beint, veit að pixel prentar allskonar custom dót svo ég mundi bara heyra í þeim :)

Re: Prentun á sér pappír fyrir Portfolio

Sent: Mán 18. Mar 2024 12:24
af Frussi
Mæli með Pixlum (ekki sama og pixel) í Skeifunni. Lítið batterí og mjög góð þjónusta. Best að kíkja til þeirra og fá ráðleggingar in person, þau eru mjög næs og hjálpsöm

Re: Prentun á sér pappír fyrir Portfolio

Sent: Mið 20. Mar 2024 08:17
af danniornsmarason
Mæli með Pixel, þjónustan frábær og verðið mjög gott!
Þeir ættu að fara létt með þetta

Re: Prentun á sér pappír fyrir Portfolio

Sent: Mið 20. Mar 2024 20:26
af sxf
Getur Háskólaprent ekki græjað þetta? Voru langódýrastir þegar ég þurfti að prenta plakat

Re: Prentun á sér pappír fyrir Portfolio

Sent: Mið 20. Mar 2024 20:51
af Fennimar002
Takk fyrir ábendingarnar.

Kærastan endaði á því að taka tilboði hjá Samskipti þar sem þau gátu hiklaust tekið pappírinn sem hún vildi helst nota.
Sumir aðilar sem bent var á hér að ofan vildu/gátu ekki tekið okkar tilboði :/