Síða 1 af 1

Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Fös 22. Mar 2024 01:22
af jonfr1900
Kjötvörur munu hækka í verði á Íslandi þegar öll framleiðsla verður kominn í eitt fyrirtæki. Þetta er mál sem Bændasamtök Íslands studdu og þetta mun gera bændur á Íslandi gjaldþrota. Það sama gerðist í mjólkurframleiðslu eftir að einokun var leyfð með lögum árið 2004. Síðan laug Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra um að þetta væri heimilt á hinum Norðurlöndunum. Þetta er lygi, þar sem svona einokun er stranglega bönnuð á hinum Norðurlöndum.

Umsögnum um að þetta væri ekki í lagi og væri skaðlegt voru að engu hafðar af Alþingi í ferlinu í kringum þessa lagasetningu sem ber merki mikillar spillingar í kringum þessi lög.

Kjötafurðastöðvar fá undanþágu frá samkeppnislögum (Rúv.is)

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Fös 22. Mar 2024 08:01
af ekkert
Umsögn samkeppniseftirlitsins er ansi harðorðað PDF, og gerir grein fyrir hvernig þessu lög ganga lengra en "nágrannalönd" okkar. Ætli úr þessu verði ekki kjötsamsala í algjörri einokunarstöðu með sterk tengsl við aðila í núverandi ríkisstjórn.

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Fös 22. Mar 2024 19:13
af jonfr1900
Þetta verður hörmung fyrir tvo aðila. Bændur og neytendur.

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Sun 24. Mar 2024 17:16
af Zensi
Og Íslendingar munu langflestir gera það sama og venjulega þegar okkar ágæta ríkisstjórn gengur of langt á skjólstæðinga sína, lítið sem ekkert í verki og hugsa bara "þetta reddast...."

Sjá svo sannarlega eftir aðgerðarleysinu seinna meir þegar þeir neyðast til að setja innflutta pöddusteik/borgara :pjuke í matarkörfuna í stað alvöru kjöts þarsem það verður annaðhvort búið að útrýma Íslenskri kjötframleiðslu gegnum verðhækkanir og himinháann kostnað framleiðsluferlis, eða þá að kg af þýsku súru nautakjöti verður komið uppí 25þkr.

a.m.k sagði einn verslunarstjóri Krónunnar við mig fyrir stuttu að Íslenskt nautakjöt yrði að öllum líkindum ekki lengur á boðstólnum hjá þeim á næsta ári.

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Sun 24. Mar 2024 18:52
af jonfr1900
Erlendar vörur eru í betri gæðum en þær íslensku. Svo lengi sem þær eru frá ríkum innan ESB. Ódýrari að auki. Reyndar grunar mig að næsta skref hjá þessum mönnum verði að loka ennþá meira á innflutning til þess að vernda "innlenda framleiðslu", sem verður á þeim tímapunkti kominn í algjört drasl og undir eitt fyrirtæki sem verður líklega staðsett í Skagafirði.

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Sun 24. Mar 2024 19:49
af Oddy
jonfr1900 skrifaði:Erlendar vörur eru í betri gæðum en þær íslensku. Svo lengi sem þær eru frá ríkum innan ESB. Ódýrari að auki. Reyndar grunar mig að næsta skref hjá þessum mönnum verði að loka ennþá meira á innflutning til þess að vernda "innlenda framleiðslu", sem verður á þeim tímapunkti kominn í algjört drasl og undir eitt fyrirtæki sem verður líklega staðsett í Skagafirði.


Þú verður að fyrirgefa en ég get ekki séð að það sé samansem merki á ESB vörum og gæðum. Kjöt frá Íslandi er yfirleitt mjög flott og gott en samt ekki alltaf, ekki frekar en vörur frá Esb séu alltaf fyrsta flokks.

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Sun 24. Mar 2024 21:52
af jonfr1900
Oddy skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Erlendar vörur eru í betri gæðum en þær íslensku. Svo lengi sem þær eru frá ríkum innan ESB. Ódýrari að auki. Reyndar grunar mig að næsta skref hjá þessum mönnum verði að loka ennþá meira á innflutning til þess að vernda "innlenda framleiðslu", sem verður á þeim tímapunkti kominn í algjört drasl og undir eitt fyrirtæki sem verður líklega staðsett í Skagafirði.


Þú verður að fyrirgefa en ég get ekki séð að það sé samansem merki á ESB vörum og gæðum. Kjöt frá Íslandi er yfirleitt mjög flott og gott en samt ekki alltaf, ekki frekar en vörur frá Esb séu alltaf fyrsta flokks.


Ég hef séð að oft er ekki verið að flytja bestu gæðavöruna til Íslands. Þá frekar er flutt til Íslands ódýrara kjöt sem er kannski ekki með bestu gæðin. Þetta er ekki alveg bundið bara við þennan flokk matvæla, heldur margt fleira.

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Mán 25. Mar 2024 15:04
af rostungurinn77
jonfr1900 skrifaði:Erlendar vörur eru í betri gæðum en þær íslensku. Svo lengi sem þær eru frá ríkum innan ESB. Ódýrari að auki. Reyndar grunar mig að næsta skref hjá þessum mönnum verði að loka ennþá meira á innflutning til þess að vernda "innlenda framleiðslu", sem verður á þeim tímapunkti kominn í algjört drasl og undir eitt fyrirtæki sem verður líklega staðsett í Skagafirði.


Uppfullt af sýklalyfjum og skordýraeitri.

mmmmmm :guy :guy

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Mán 25. Mar 2024 15:37
af jonfr1900
rostungurinn77 skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Erlendar vörur eru í betri gæðum en þær íslensku. Svo lengi sem þær eru frá ríkum innan ESB. Ódýrari að auki. Reyndar grunar mig að næsta skref hjá þessum mönnum verði að loka ennþá meira á innflutning til þess að vernda "innlenda framleiðslu", sem verður á þeim tímapunkti kominn í algjört drasl og undir eitt fyrirtæki sem verður líklega staðsett í Skagafirði.


Uppfullt af sýklalyfjum og skordýraeitri.

mmmmmm :guy :guy


Food safety in the EU (european-union.europa.eu)

General Food Law (food.ec.europa.eu)

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Mán 25. Mar 2024 15:42
af jonfr1900
Það er víst að þessi lög sem voru sett, voru gerð með ólögmætum hætti.

Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ó­lög­leg (Vísir.is)

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Þri 26. Mar 2024 12:09
af rostungurinn77
jonfr1900 skrifaði:
Food safety in the EU (european-union.europa.eu)

General Food Law (food.ec.europa.eu)


Geturðu nokkuð sent mér 10 tíma myndband af youtube líka sem heimild?

Mynd

Mynd

*já ég veit að það er árið 2024 :sleezyjoe

Re: Kjörvörur munu hækka í verði á Íslandi

Sent: Þri 26. Mar 2024 16:01
af jonfr1900
rostungurinn77 skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Food safety in the EU (european-union.europa.eu)

General Food Law (food.ec.europa.eu)


Geturðu nokkuð sent mér 10 tíma myndband af youtube líka sem heimild?

Mynd

Mynd

*já ég veit að það er árið 2024 :sleezyjoe


Það er ekki hægt að rækta á stórum skala matvæli án skordýraeiturs.

Mynd

Agri-environmental indicator - consumption of pesticides

Why the spread of organic farms may prompt growers to use more pesticide, not less (Los Angeles Times)

Síðan þarf að bólusetja búfénað og koma með sýklalyf og slíkt fyrir það og fleira.