Vextir - Snjóhengjan fellur!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Vextir - Snjóhengjan fellur!
Þá er komið að því, kæru félagar, snjóhengjan er að falla hjá mörgum okkar.
Ég fékk símtal frá Landsbankanum fyrr í sumar þar sem ég var minntur á að fastvaxtatímabilinu hjá mér myndi ljúka 1. ágúst, í dag.
Mér var tjáð að það væru nokkrir möguleikar í stöðunni, þar á meðal verðtryggð lán sem ég afþakkið pent.
Ég vil ekki svoleiðis lán en skoða alla aðra möguleika. Þá sagði hún nokkra möguleika í stöðunni og hér eru þeir:
Skuld 1. ágúst 2024: 18.890.150 kr.
Staðan í dag:
01.08.2024: Vextir (4.05%): 63.754 kr., Innborgun á höfuðstól: 19.917 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 83.811 kr.
Nú þarf að taka ákvörðun því í dag breyttust vextirnir og fóru í 10.75%, þannig að næsti gjalddagi myndi líta svona út:
Ef ég geri ekkert, breytilegir vextir verða 10.75% (gerist sjálfkrafa):
01.09.2024: Vextir (10.75%): 169.046 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 173.093 kr.
Festa vexti í 3 ár 9.05% vextir, (1% uppgreiðslugjald ef ég skipti um skoðun - 188.000 kr.)
01.09.2024: Vextir (9.05%): 142.313 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 146.360 kr.
Festa vexti í 5 ár 8.75% vextir, (1% uppgreiðslugjald ef ég skipti um skoðun - 188.000 kr.)
01.09.2024: Vextir (8.75%): 137.595 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 141.642 kr.
Þá komum við að einu atriði: þjónustufulltrúinn sagði að ef ég vildi festa vexti annaðhvort í 3 eða 5 ár og sleppa við greiðslumat, þá yrði það að gerast fyrir 20. ágúst. Þetta er ákaflega heppilegt fyrir þá en óheppilegt fyrir mig því næsti vaxtaákvörðunardagur er 21. ágúst, daginn eftir.
Nú er spurningin hvað er best að gera í stöðunni? Eins og staðan er núna er ég ekkert sérlega bjartsýnn á vaxtalækkun, þannig að þá er kannski best að taka skástu vextina, 8.75% til fimm ára, og bíta svo í súra eplið að borga uppgreiðslugjald ef vextir lækka áður en tímabilinu lýkur.
Hvernig er staðan hjá ykkur og hvað ætlið þið að gera?
Ég fékk símtal frá Landsbankanum fyrr í sumar þar sem ég var minntur á að fastvaxtatímabilinu hjá mér myndi ljúka 1. ágúst, í dag.
Mér var tjáð að það væru nokkrir möguleikar í stöðunni, þar á meðal verðtryggð lán sem ég afþakkið pent.
Ég vil ekki svoleiðis lán en skoða alla aðra möguleika. Þá sagði hún nokkra möguleika í stöðunni og hér eru þeir:
Skuld 1. ágúst 2024: 18.890.150 kr.
Staðan í dag:
01.08.2024: Vextir (4.05%): 63.754 kr., Innborgun á höfuðstól: 19.917 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 83.811 kr.
Nú þarf að taka ákvörðun því í dag breyttust vextirnir og fóru í 10.75%, þannig að næsti gjalddagi myndi líta svona út:
Ef ég geri ekkert, breytilegir vextir verða 10.75% (gerist sjálfkrafa):
01.09.2024: Vextir (10.75%): 169.046 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 173.093 kr.
Festa vexti í 3 ár 9.05% vextir, (1% uppgreiðslugjald ef ég skipti um skoðun - 188.000 kr.)
01.09.2024: Vextir (9.05%): 142.313 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 146.360 kr.
Festa vexti í 5 ár 8.75% vextir, (1% uppgreiðslugjald ef ég skipti um skoðun - 188.000 kr.)
01.09.2024: Vextir (8.75%): 137.595 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 141.642 kr.
Þá komum við að einu atriði: þjónustufulltrúinn sagði að ef ég vildi festa vexti annaðhvort í 3 eða 5 ár og sleppa við greiðslumat, þá yrði það að gerast fyrir 20. ágúst. Þetta er ákaflega heppilegt fyrir þá en óheppilegt fyrir mig því næsti vaxtaákvörðunardagur er 21. ágúst, daginn eftir.
Nú er spurningin hvað er best að gera í stöðunni? Eins og staðan er núna er ég ekkert sérlega bjartsýnn á vaxtalækkun, þannig að þá er kannski best að taka skástu vextina, 8.75% til fimm ára, og bíta svo í súra eplið að borga uppgreiðslugjald ef vextir lækka áður en tímabilinu lýkur.
Hvernig er staðan hjá ykkur og hvað ætlið þið að gera?
- Viðhengi
-
- Screenshot 2024-08-01 at 11.50.28.png (222.68 KiB) Skoðað 6132 sinnum
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Stór spurning, myndirðu ná greiðslumati fyrir núverandi lán m.v. að allt er tekið inn í bókina? Ef já, gera ekkert.
Samkv nýjustu gögnum er spenna á markaðinum að dvína. Það er ekki séns að vextir haldist óbreyttir út árið.
Ég ætla ekki að gera neitt og reyna þrauka þetta.
Samkv nýjustu gögnum er spenna á markaðinum að dvína. Það er ekki séns að vextir haldist óbreyttir út árið.
Ég ætla ekki að gera neitt og reyna þrauka þetta.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Djöfulsins klikkun!!!
Sé að HMS er að bjóða þriggja ára binditíma og 9,3% vexti á lánum á 1.veðrétti, af hverju eru þeirra kjör svona mikið lægri?
+ Úrræði og reglur HMS fyrir þá sem lenda í greiðsluvanda eru mun betri en hjá bönkunum.
Sé að HMS er að bjóða þriggja ára binditíma og 9,3% vexti á lánum á 1.veðrétti, af hverju eru þeirra kjör svona mikið lægri?
+ Úrræði og reglur HMS fyrir þá sem lenda í greiðsluvanda eru mun betri en hjá bönkunum.
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
GuðjónR skrifaði:þannig að þá er kannski best að taka skástu vextina, 8.75% til fimm ára, og bíta svo í súra eplið að borga uppgreiðslugjald ef vextir lækka áður en tímabilinu lýkur.
Held að þú sért búinn að svara þessu, myndi sjálfur gera þetta svona. Hver veit, kannski lækka vextir ekkert að viti næsta árið og þú kemur út á 0 þegar þú breytir næst.
GuðjónR skrifaði:hvað ætlið þið að gera?
Samhryggjast öllum sem eru með lán
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
KaldiBoi skrifaði:Það er ekki séns að vextir haldist óbreyttir út árið.
Ég held að kreppan sem byrjaði á seinasta ári sé að koma núna og býst við aukningu verðbólgu á næstu mánuðum, ef maður skoðar verðbólgu breytingar á milli mánaða fyrir 12 mánuðum þá myndi ég giska á sirka 0,2 hækkun á mánuði næstu 3 mánuði, verður komin aftur í 7% í nóvember ;(
Vonandi ekki samt.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Festa vexti í 5 ár alveg hiklaust. Talað er um að lánastofnanir séu í raun og veru búnir að lækka föstu vextina miðað við næstu stýrivaxtalækkun og jafnvel næstu tvær stýrivaxtalækkanir.
Þú ert að spara þér 31.451kr á mánuði með föstu vöxtunum og ert því ekki nema 6 mánuði að núlla út 1% uppgreiðslugjaldið ef svo færi að þú myndir endurfjármagna eftir svona stuttan tíma.
Að mínu mati er líka sniðugt að horfa á breytilegu vextina og bera saman við föstu vextina þína, ég myndi t.d. ekki telja ástæðu að endurfjármagna þó næstu föstu vextir yrðu 1% lægri innan 12 mánaða frá nýja láninu þínu. Mitt álit væri að ekki endurfjármagna fyrr en breytilegu vextirnir færu niður fyrir þína föstu vexti, og eru stýrivextir að fara að lækka um 2% á næstu 12 mánuðum ? Ég tel það ekki svo líklegt.
Vert er líka að taka fram að uppgreiðslugjaldið lækkar um 0.2% á 12 mánaða fresti.
Þú ert að spara þér 31.451kr á mánuði með föstu vöxtunum og ert því ekki nema 6 mánuði að núlla út 1% uppgreiðslugjaldið ef svo færi að þú myndir endurfjármagna eftir svona stuttan tíma.
Að mínu mati er líka sniðugt að horfa á breytilegu vextina og bera saman við föstu vextina þína, ég myndi t.d. ekki telja ástæðu að endurfjármagna þó næstu föstu vextir yrðu 1% lægri innan 12 mánaða frá nýja láninu þínu. Mitt álit væri að ekki endurfjármagna fyrr en breytilegu vextirnir færu niður fyrir þína föstu vexti, og eru stýrivextir að fara að lækka um 2% á næstu 12 mánuðum ? Ég tel það ekki svo líklegt.
Vert er líka að taka fram að uppgreiðslugjaldið lækkar um 0.2% á 12 mánaða fresti.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Engin spurning að festa vextina, spurningin hjá mér er hvort ég festi þá hjá banka með 1% uppgreiðslugjald, eða hjá lífeyrissjóð með 0.7% hærri vexti en engu uppgreiðslugjaldi.
Svartsýna og því miður líklega raunsæja spáin er að það borgi sig að vera hjá bankanum.
Bjartsýna spáin, sem miðast ekki endilega að bjartsýnni spá í efnahagsmálum, heldur að það sé einfaldlega ekki hægt að bjóða þjóðinni þessa vexti mikið lengur, er að taka lán hjá lífeyrissjóðnum með það í huga að endurfjármagn á næstu 12-18 mánuðum.
Held ég bíði framyfir næstu vaxtaákvörðun hjá Geira seðli og taki svo ákvörðun.
Spurning hvort þú getir óskað eftir að festa vexti fyrir fundinn, og fengið samþykkt án greiðslumats, en beðið með að skrifa undir breytinguna þar til eftir fundinn?
Svartsýna og því miður líklega raunsæja spáin er að það borgi sig að vera hjá bankanum.
Bjartsýna spáin, sem miðast ekki endilega að bjartsýnni spá í efnahagsmálum, heldur að það sé einfaldlega ekki hægt að bjóða þjóðinni þessa vexti mikið lengur, er að taka lán hjá lífeyrissjóðnum með það í huga að endurfjármagn á næstu 12-18 mánuðum.
Held ég bíði framyfir næstu vaxtaákvörðun hjá Geira seðli og taki svo ákvörðun.
Spurning hvort þú getir óskað eftir að festa vexti fyrir fundinn, og fengið samþykkt án greiðslumats, en beðið með að skrifa undir breytinguna þar til eftir fundinn?
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Ekki það ég sé að mæla með verðtryggðu, alls ekki. En ertu búinn að prufa að reikna…
Hver er innborgun á verðtryggðu?
Hvernig lítur kúrvan út ef þú tekur verðtryggt en þú borgar aukalega inn á lánið í hverjum mánuði mismuninn af innborgun sem þú værir að fara að greiða miðað við óverðtryggt.
T.d. 173.093 mínus verðtryggða innborgunin = upphæð sem þú borgar aukalega inn á lánið í hverjum mánuði.
Hver er innborgun á verðtryggðu?
Hvernig lítur kúrvan út ef þú tekur verðtryggt en þú borgar aukalega inn á lánið í hverjum mánuði mismuninn af innborgun sem þú værir að fara að greiða miðað við óverðtryggt.
T.d. 173.093 mínus verðtryggða innborgunin = upphæð sem þú borgar aukalega inn á lánið í hverjum mánuði.
Síðast breytt af olihar á Fim 01. Ágú 2024 16:24, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Takk fyrir svörin. Þau staðfesta tilfinningu mína á því sem ég þarf að gera. Ætla að reyna að svara í stuttu máli flestum sem hafa gefið sér tíma í svör á þræðinum.
Ég hef spáð mikið í það, en tilfinningin mín miðað við stöðuna er sú að vextir munu í besta falli standa í stað ef ekki halda áfram að hækka. Þannig að bið er sama og áhætta. Varðandi greiðslumat þá finnst mér skrítið að ég standist sjálfkrafa greiðslumat á 10.75% vöxtum fram að 20.08 en þarf í greiðslumat eftir þá dagsetningu fyrir lán með 8.75% vöxtum. Ætla að tala við þjónustufulltrúa og fá rök fyrir þessu.KaldiBoi skrifaði:Stór spurning, myndirðu ná greiðslumati fyrir núverandi lán m.v. að allt er tekið inn í bókina? Ef já, gera ekkert.
Samkv nýjustu gögnum er spenna á markaðinum að dvína. Það er ekki séns að vextir haldist óbreyttir út árið.
Ég ætla ekki að gera neitt og reyna þrauka þetta.
Ég er brenndur eftir Íbúðalánasjóð núna HMS og treysti þeim ekki, fyrir utan þá eru 9.3% vextir þeirra hærri en 9.05% vextir Landsbanka.rapport skrifaði:Djöfulsins klikkun!!!
Sé að HMS er að bjóða þriggja ára binditíma og 9,3% vexti á lánum á 1.veðrétti, af hverju eru þeirra kjör svona mikið lægri?
+ Úrræði og reglur HMS fyrir þá sem lenda í greiðsluvanda eru mun betri en hjá bönkunum.
Já, vildi bara fá staðfestingu að ég væri að hugsa þetta rétt.nidur skrifaði:GuðjónR skrifaði:þannig að þá er kannski best að taka skástu vextina, 8.75% til fimm ára, og bíta svo í súra eplið að borga uppgreiðslugjald ef vextir lækka áður en tímabilinu lýkur.
Held að þú sért búinn að svara þessu, myndi sjálfur gera þetta svona. Hver veit, kannski lækka vextir ekkert að viti næsta árið og þú kemur út á 0 þegar þú breytir næst.
Það er rétt mat, ekkert í kortunum sem segir að verðbólga sé að fara niður, þvert á móti og þá vitum við hvað gerist með vextina.nidur skrifaði:KaldiBoi skrifaði:Það er ekki séns að vextir haldist óbreyttir út árið.
Ég held að kreppan sem byrjaði á seinasta ári sé að koma núna og býst við aukningu verðbólgu á næstu mánuðum, ef maður skoðar verðbólgu breytingar á milli mánaða fyrir 12 mánuðum þá myndi ég giska á sirka 0,2 hækkun á mánuði næstu 3 mánuði, verður komin aftur í 7% í nóvember ;(
Vonandi ekki samt.
Okay 0.2% á ári fyrir þá 5 ára lánið og væntanlega 0.33% fyrir 3 ára lánið. Góður punktur! Og já, ég var búinn að átta mig á því að ég væri sléttur miðað með uppgreiðslugjaldið miðað við vaxtamuninn næstu 6 mánuðina. Og ekki mjög líklegt að það verði dramatískar lækkanir á næstu sex mánuðum. Og, fimm ára föstu vextirnir eru lægri en stýrivextirnir þannig að já, líklega eru bankarnir búinr að veðja á lækkun stýrivaxta.vesley skrifaði:Festa vexti í 5 ár alveg hiklaust. Talað er um að lánastofnanir séu í raun og veru búnir að lækka föstu vextina miðað við næstu stýrivaxtalækkun og jafnvel næstu tvær stýrivaxtalækkanir.
Þú ert að spara þér 31.451kr á mánuði með föstu vöxtunum og ert því ekki nema 6 mánuði að núlla út 1% uppgreiðslugjaldið ef svo færi að þú myndir endurfjármagna eftir svona stuttan tíma.
Að mínu mati er líka sniðugt að horfa á breytilegu vextina og bera saman við föstu vextina þína, ég myndi t.d. ekki telja ástæðu að endurfjármagna þó næstu föstu vextir yrðu 1% lægri innan 12 mánaða frá nýja láninu þínu. Mitt álit væri að ekki endurfjármagna fyrr en breytilegu vextirnir færu niður fyrir þína föstu vexti, og eru stýrivextir að fara að lækka um 2% á næstu 12 mánuðum ? Ég tel það ekki svo líklegt.
Vert er líka að taka fram að uppgreiðslugjaldið lækkar um 0.2% á 12 mánaða fresti.
Ég þekki ekki lífeyrissjóðina og veit ekki hvort ég á rétt á lánum frá þeim. En hef verið á fínu viðskiptasambandi við Landsbankann og það er ákveðiði öryggi í því. Ég hef lítla trú á því að sofandi stjórnvöld taki eitthvað í taumana þegar hengjan fellur og tugþúsundir fá greiðsluseðla sem þeir ráða ekki við. Ég hefði viljað gera eins og þú að bíða fram yfir ákvörðun Geira þann 21. ágúst en það kallar á greiðslumat. Þess vegna er ég búinn að panta símtal við ráðgjafa á morgun og ætla að fá rök fyrir því af hverju ég þarf greiðslumat við það að lækka vexti úr 10.75% í 8.75% vexti. Hefði skilið ef það hefði verið í hina áttina. Fyrir utan það þá var lánið var tekið á rúmum 5% og þessar forsendubrestur koma ekki frá mér.Klemmi skrifaði:Engin spurning að festa vextina, spurningin hjá mér er hvort ég festi þá hjá banka með 1% uppgreiðslugjald, eða hjá lífeyrissjóð með 0.7% hærri vexti en engu uppgreiðslugjaldi.
Svartsýna og því miður líklega raunsæja spáin er að það borgi sig að vera hjá bankanum.
Bjartsýna spáin, sem miðast ekki endilega að bjartsýnni spá í efnahagsmálum, heldur að það sé einfaldlega ekki hægt að bjóða þjóðinni þessa vexti mikið lengur, er að taka lán hjá lífeyrissjóðnum með það í huga að endurfjármagn á næstu 12-18 mánuðum.
Held ég bíði framyfir næstu vaxtaákvörðun hjá Geira seðli og taki svo ákvörðun.
Spurning hvort þú getir óskað eftir að festa vexti fyrir fundinn, og fengið samþykkt án greiðslumats, en beðið með að skrifa undir breytinguna þar til eftir fundinn?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
olihar skrifaði:Ekki það ég sé að mæla með verðtryggðu, alls ekki. En ertu búinn að prufa að reikna…
Hver er innborgun á verðtryggðu?
Hvernig lítur kúrvan út ef þú tekur verðtryggt en þú borgar aukalega inn á lánið í hverjum mánuði mismuninn af innborgun sem þú værir að fara að greiða miðað við óverðtryggt.
T.d. 173.093 mínus verðtryggða innborgunin = upphæð sem þú borgar aukalega inn á lánið í hverjum mánuði.
Ég hugsaði þetta eins nema með óverðtryggðu, fari ég í lægstu fimm ára vextina þá er munurinn á þeim (10.57%-8.75%) um 31.451kr á mánuði sem ég gæti notað til að borga inn á höfuðstólinn. Ekki gleyma að ég hef verið duglegur að borga niður. Upphafleg fjárhæð lánsins 10.12.2019 var 24.700.000 en er í dag 18.823.104 = 5.876.896.- Lækkun.
En þetta lán var upphaflega 18.000.000.- verðtryggt og gerði ekkert annað að hækka þó ég væri að borga hátt í 200k á mánuði árum saman með umframgreiðslum, já og fékk 3.0540.000.- leiðréttingu frá Sigmundi Davíð. Eina eignamyndunin sem varð á þeim tíma var hækkun á fasteignaverði. Ég geri ekki sömu mistök aftur að fara í verðtryggt. Það getur verið gott tímabundið að pissa í skóinn sinn í miklum kulda en endar bara með kali á fótunum.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Ertu þarna ekki búinn að svara sjálfum þér? Taka lægstu en bæta við í hverjum mánuði eins og miðað sé við hæðstu.
Besta sem hægt er að gera við hvaða lán sem er er að borga inn a meira. Sama gerist ef þú styttir lánið… nema þá ertu buinn að festa “borga meira” mottóið, með því að stýra sjálfur getur þú sett á pásu auka innborganir ef eitthvað kemur upp á .
Besta sem hægt er að gera við hvaða lán sem er er að borga inn a meira. Sama gerist ef þú styttir lánið… nema þá ertu buinn að festa “borga meira” mottóið, með því að stýra sjálfur getur þú sett á pásu auka innborganir ef eitthvað kemur upp á .
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
olihar skrifaði:Ertu þarna ekki búinn að svara sjálfum þér? Taka lægstu en bæta við í hverjum mánuði eins og miðað sé við hæðstu.
Besta sem hægt er að gera við hvaða lán sem er er að borga inn a meira. Sama gerist ef þú styttir lánið… nema þá ertu buinn að festa “borga meira” mottóið, með því að stýra sjálfur getur þú sett á pásu auka innborganir ef eitthvað kemur upp á .
Jú ég held það, vildi bara fá álit hjá ykkur líka svona til að sannfæra sjálfan mig að ég væri ekki úti á túni með þetta.
En mér finnst flestir í grunninn vera sammála.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3009
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
- Reputation: 217
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Fyrir þá sem eru á þessum tímamótum og krossgötum hvað á að gera...
þá vill ég benda á:
Lögfræðistofa Reykjavíkur og Neytendasamtökin eru að sækja mál fyrir um 1700 einstaklinga gegn lánastofnunum vegna þess að Neytendasamtökin telja að skilmálar "nýlegra" lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Þessir skilmálar eru taldir ekki vera nægjanlega gagnsæir. Neytendasamtökin hyggjast stefna bönkunum og leita að lántakendum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm án þess að greiða kostnað.
Nýlega hefur þó verið krafist að allir sem vilja halda málum sínum áfram greiði 15.000 krónur til Lögfræðistofunnar Reykjavíkur, sem flestir taka þátt í, þar á meðal ég.
"Prófmálin tvö, sem EFTA-dómstóllinn fékk til umfjöllunar, verða nú til áframhaldandi meðferðar í héraðsdómi. Nú þegar hefur héraðsdómur dæmt í þremur málum og hefur þeim öllum verið áfrýjað og fer aðalmeðferð fram í þeim fyrir Landsrétti í haust. Gera má ráð fyrir að dómsniðurstöður héraðsdóms og Landsréttar í prófmálunum liggi fyrir seint í haust. Líklegt er að málin rati á endanum fyrir Hæstarétt. "
https://ns.is/malaflokkar/vaxtamalid/
https://ns.is/vaxtamalid-fyrning-krafna/
---------------------------------------------------------------
Sjálfur er ég með 4.35% fasta óverðtryggða vexti sem renna út núna í september.
Í mínu tilviki þarf ég að taka þann bitra kost að fara í óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum hjá Arion banka (10.89% vextir) og vona að stýrivextir lækki smám saman á næstu mánuðum.
Ég ætla s.s. ekki að endurfjármagna, heldur halda mig við upphaflega lánssamninginn.
Af hverju er ég að velja verstu vextina?
Ég hef ekki kynnt mér skilmála nýrra íbúðarlána, en ég geri ráð fyrir að lánastofnanir hafi gert skilmálana skýrari og tryggt sig betur hvað varðar ástæður fyrir háum breytilegum vöxtum.
Ef ég endurfjármagna og skrifa undir nýjan uppfærðan samning, þá eru miklu meiri líkur á því að fá EKKI endurgreiðslu/lagfæringu á vöxtum.
Það má endilega leiðrétta mig ef einhverjir eru með annan skilning á þessu máli en ég.
þá vill ég benda á:
Lögfræðistofa Reykjavíkur og Neytendasamtökin eru að sækja mál fyrir um 1700 einstaklinga gegn lánastofnunum vegna þess að Neytendasamtökin telja að skilmálar "nýlegra" lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Þessir skilmálar eru taldir ekki vera nægjanlega gagnsæir. Neytendasamtökin hyggjast stefna bönkunum og leita að lántakendum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm án þess að greiða kostnað.
Nýlega hefur þó verið krafist að allir sem vilja halda málum sínum áfram greiði 15.000 krónur til Lögfræðistofunnar Reykjavíkur, sem flestir taka þátt í, þar á meðal ég.
"Prófmálin tvö, sem EFTA-dómstóllinn fékk til umfjöllunar, verða nú til áframhaldandi meðferðar í héraðsdómi. Nú þegar hefur héraðsdómur dæmt í þremur málum og hefur þeim öllum verið áfrýjað og fer aðalmeðferð fram í þeim fyrir Landsrétti í haust. Gera má ráð fyrir að dómsniðurstöður héraðsdóms og Landsréttar í prófmálunum liggi fyrir seint í haust. Líklegt er að málin rati á endanum fyrir Hæstarétt. "
https://ns.is/malaflokkar/vaxtamalid/
https://ns.is/vaxtamalid-fyrning-krafna/
---------------------------------------------------------------
Sjálfur er ég með 4.35% fasta óverðtryggða vexti sem renna út núna í september.
Í mínu tilviki þarf ég að taka þann bitra kost að fara í óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum hjá Arion banka (10.89% vextir) og vona að stýrivextir lækki smám saman á næstu mánuðum.
Ég ætla s.s. ekki að endurfjármagna, heldur halda mig við upphaflega lánssamninginn.
Af hverju er ég að velja verstu vextina?
Ég hef ekki kynnt mér skilmála nýrra íbúðarlána, en ég geri ráð fyrir að lánastofnanir hafi gert skilmálana skýrari og tryggt sig betur hvað varðar ástæður fyrir háum breytilegum vöxtum.
Ef ég endurfjármagna og skrifa undir nýjan uppfærðan samning, þá eru miklu meiri líkur á því að fá EKKI endurgreiðslu/lagfæringu á vöxtum.
Það má endilega leiðrétta mig ef einhverjir eru með annan skilning á þessu máli en ég.
Síðast breytt af gunni91 á Fim 01. Ágú 2024 17:14, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
gunni91 skrifaði:"Prófmálin tvö, sem EFTA-dómstóllinn fékk til umfjöllunar, verða nú til áframhaldandi meðferðar í héraðsdómi. Nú þegar hefur héraðsdómur dæmt í þremur málum og hefur þeim öllum verið áfrýjað og fer aðalmeðferð fram í þeim fyrir Landsrétti í haust. Gera má ráð fyrir að dómsniðurstöður héraðsdóms og Landsréttar í prófmálunum liggi fyrir seint í haust. Líklegt er að málin rati á endanum fyrir Hæstarétt. "
Takk fyrir ábendinguna. En það að það sé verið að áfrýja á öll dómstig þýðir það ekki að málin hafa tapast á óæðri dómsstigum? Og annað, ef þetta er fordæmisgefandi þarf þá ekki að leiðrétta öll lán sem eru undir? Ekki bara þeirra sem taka þátt?
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Ég held að hjá þeim sem taka ekki þátt þá geti þetta fyrnst eftir einhver ár, væntanlega verður þetta dregið eins lengi og hægt er fyrir dómstólum út af því.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3009
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
- Reputation: 217
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
GuðjónR skrifaði:gunni91 skrifaði:"Prófmálin tvö, sem EFTA-dómstóllinn fékk til umfjöllunar, verða nú til áframhaldandi meðferðar í héraðsdómi. Nú þegar hefur héraðsdómur dæmt í þremur málum og hefur þeim öllum verið áfrýjað og fer aðalmeðferð fram í þeim fyrir Landsrétti í haust. Gera má ráð fyrir að dómsniðurstöður héraðsdóms og Landsréttar í prófmálunum liggi fyrir seint í haust. Líklegt er að málin rati á endanum fyrir Hæstarétt. "
Takk fyrir ábendinguna. En það að það sé verið að áfrýja á öll dómstig þýðir það ekki að málin hafa tapast á óæðri dómsstigum? Og annað, ef þetta er fordæmisgefandi þarf þá ekki að leiðrétta öll lán sem eru undir? Ekki bara þeirra sem taka þátt?
Fyrnist á fjórum árum, það er almenna reglan varðandi þessi lánamál.
Aðilar sem hefja nýtt mál daginn í dag geta því raun aðeins sótt fjögur ár aftur í tímann,þannig skil ég amk þetta. lögfræðistofan er að taka 15.000 kr til að halda málinu gangandi/lifandi gagnvart þessum fyrningartíma og taka svo minnir mig 20% af öllu sem fæst úr leiðréttingunni.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Selja og flýja land?
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
GuðjónR skrifaði: Upphafleg fjárhæð lánsins 10.12.2019 var 24.700.000 en er í dag 18.823.104 = 5.876.896.- Lækkun.
24.7 milljónir 2019 eru sama og 33 milljónir í dag.
18,8 milljónir í dag eru sama og 14 milljónir des 2019.
Jújú, steingalið ástand algjörlega, en það hefur jú verið slatta eignamyndun á þessum tíma.
m.t.t. verðlagsþróun er eignamyndunin 14,2 mills m.v. stöðu krónunnar í dag.
Barasvona til að hressa þig við.
En þessi staða í dag á óverðtryggðum er bara algjörlega galin.. 170.000 í vexti fyrir 4.000 inn á höfuðstól ?!
Ég græt mitt verðtryggða, vissulega.
Held bara að allir gráta á meðan bankinn makar krókinn.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Ég myndi taka 5 ára með fasta 8.75% og glaður borga þennan 188k eftir ár (ef) það kemur að endurfjármögnun, er sammála að við erum ekki að fara sjá mikla vaxtabreytingar næstu 3-5 seðlabanka ákvarðanir.
Ef þú ferð í breytilega þá ertu búinn að borga uppgreiðslugjaldið í vexti á 6 mánuðum, eins og þú nefndir 31451kr getur frekar farið beint á höfuðstólinn sem lækkar lánið og lækkar total uppgreiðsluna.
Síðan ef þú hefur tök á mæli ég með jöfnum afborgunum í stað jöfnum greiðslum það stækkar heildar greiðsluna en til góðs þeas afborgunin fer úr 3900kr í ~45000kr. Þetta er snjóbolti hjálpaði mér en það var alveg núðlur og linsubauna chili nokkrum sinnum á mánuði
Ef þú ferð í breytilega þá ertu búinn að borga uppgreiðslugjaldið í vexti á 6 mánuðum, eins og þú nefndir 31451kr getur frekar farið beint á höfuðstólinn sem lækkar lánið og lækkar total uppgreiðsluna.
Síðan ef þú hefur tök á mæli ég með jöfnum afborgunum í stað jöfnum greiðslum það stækkar heildar greiðsluna en til góðs þeas afborgunin fer úr 3900kr í ~45000kr. Þetta er snjóbolti hjálpaði mér en það var alveg núðlur og linsubauna chili nokkrum sinnum á mánuði
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 641
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Myndi taka fasta 5 ára vexti.
Passa sig svo á að það eru margir að lenda í því að standast ekki greiðslumat til að endurfjármagna vegna ruglaðrar reglu hjá Seðlabankanum um að það megi ekki fara meira en 35% af tekjum í húsnæðislán.
Passa sig svo á að það eru margir að lenda í því að standast ekki greiðslumat til að endurfjármagna vegna ruglaðrar reglu hjá Seðlabankanum um að það megi ekki fara meira en 35% af tekjum í húsnæðislán.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
falcon1 skrifaði:Myndi taka fasta 5 ára vexti.
Passa sig svo á að það eru margir að lenda í því að standast ekki greiðslumat til að endurfjármagna vegna ruglaðrar reglu hjá Seðlabankanum um að það megi ekki fara meira en 35% af tekjum í húsnæðislán.
Hversu órökrétt er það? Þú ert að endurfjármagna til að fá betri kjör og þarft greiðslumat?
Ef þú ræður við verri kjör af hverju ættir þú ekki að ráða við betri kjör?
Varla ertu að endurfjármagna til að fara í verri kjör?
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
falcon1 skrifaði:það megi ekki fara meira en 35% af tekjum í húsnæðislán.
Já og styttri lánstími eftir tegund af láni
Smá viðbót.
Samkvæmt reglunum skal hámark greiðslubyrðarhlutfallsins á nýjum fasteignalánum vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda og 40% fyrir fyrstu kaupendur. Reglurnar taka gildi 1. desember nk. og ná til nýrra fasteignalána sem veitt eru eftir þann tíma. Reiknireglur um útreikning á hlutfalli greiðslubyrðar er að finna í reglunum. Þar kemur m.a. fram að við útreikning greiðslubyrðarhlutfallsins er lánveitendum heimilt að miða lánstíma að hámarki við 40 ár fyrir óverðtryggð fasteignalán og við 30 ár fyrir verðtryggð fasteignalán.
https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/ ... eignalana/
Síðast breytt af nidur á Fös 02. Ágú 2024 10:16, breytt samtals 1 sinni.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Sorry... fasteignaverðs klikk...
Keypt á 52,5 í nóvember 2023 = fyrir 9 mánuðum...
Í þessu ástandi - https://fastinn.is/soluskra/1178014
Ásett verð í dag 78,7...
Uppgerð - https://fastinn.is/soluskra/1299059#history
Hvað væri eðlilegt verð fyrir 79 fermetra á Njálsgötunni?
25 milljóna hækkun vegna gólefna, eldhúss og baðherbergis... ?
Þetta þykir mér svolítið crazy
Keypt á 52,5 í nóvember 2023 = fyrir 9 mánuðum...
Í þessu ástandi - https://fastinn.is/soluskra/1178014
Ásett verð í dag 78,7...
Uppgerð - https://fastinn.is/soluskra/1299059#history
Hvað væri eðlilegt verð fyrir 79 fermetra á Njálsgötunni?
25 milljóna hækkun vegna gólefna, eldhúss og baðherbergis... ?
Þetta þykir mér svolítið crazy
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
rapport skrifaði:Sorry... fasteignaverðs klikk...
Keypt á 52,5 í nóvember 2023 = fyrir 9 mánuðum...
Í þessu ástandi - https://fastinn.is/soluskra/1178014
Ásett verð í dag 78,7...
Uppgerð - https://fastinn.is/soluskra/1299059#history
Hvað væri eðlilegt verð fyrir 79 fermetra á Njálsgötunni?
25 milljóna hækkun vegna gólefna, eldhúss og baðherbergis... ?
Þetta þykir mér svolítið crazy
Það er augljóslega einhver að gera sér þetta að vinnu, að flippa íbúð.
Verandi að klára að gera upp hús sjálfur, þá veit ég ekki hversu brjálæðislegt mér þykir þetta.
Hver er fjármögnunarkostnaður og rekstrarkostnaður á 52,5 milljóna eign í 9 mánuði m.v. núverandi vexti?
Hver er efniskostnaðurinn? Hvað kostar vinnan?
M.v. það sem er talið upp, þá er efniviðurinn vandaður/dýr. Eikargólfefni og marmari, ný Samsung eldhústæki.
Skrautlistar, nýjir ofnar, þetta er allt dútl sem tekur tíma og kostar peninga, gefið að það sé vandað til verka.
Jújú, sá sem gerði þetta er að pocketa einhvern mismun, enda væri hann ekki að gera þetta annars
*Bætt við*
Það sem ég meina er kannski, 52.5 milljónir fyrir ~80 fermetra á Njálsgötunni var augljóslega gott verð, enda ástandið á íbúðinni ekkert sérstakt m.v. myndir. Einhver sá tækifæri þarna, keypti ódýrt, gerði þetta að talsvert meira aðlaðandi fasteign, og hún er verðlögð samkvæmt því
Síðast breytt af Klemmi á Fös 02. Ágú 2024 20:50, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Festa vexti til fimm ára, allt annað er gamble. Seinustu fimm ár hafa kennt mér að maður veit ekkert hvað gerist í þessum málum.