Góða kvöldið.
Hefur einhver lent í því að brjóta afturrúðu á bíl og verið með bílrúðutryggingu hjá Verði?
Ég velti fyrir mér, ef skottið er fullt af dóti og maður skellir hleranum svo að rúðan brotnar, er það þá bætt af tryggingunum? Hvort sem rúðan brotnar vegna þess að eitthvað í skottinu lenti á henni eða vegna annarra bresta, er þetta þá coverað? Það virðist einungis vera hægt að tilkynna um steinkast, skemmdarverk eða fok samkvæmt skilmálunum, en þeir eru svolítið óskýrir. Það er sagt að tryggingin nái yfir allt nema stórkostlegt gáleysi, sem er frekar teygjanlegt hugtak.
Hefur einhver reynslu af þessu?
Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
- Viðhengi
-
- snip4.JPG (181.69 KiB) Skoðað 940 sinnum
-
- snip1.JPG (108.37 KiB) Skoðað 940 sinnum
-
- snip2.JPG (63.15 KiB) Skoðað 940 sinnum
-
- Vaktari
- Póstar: 2727
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
Vaknaðir þú ekki bara einn daginn og þá var búið að smalla rúðuna?
Re: Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
SolidFeather skrifaði:Vaknaðir þú ekki bara einn daginn og þá var búið að smalla rúðuna?
Það er ein leið. En er það ekki óþarfi? Ef þú kaupir bílrúðutryggingu þá ertu væntanlega að tryggja þig fyrir óhöppum.
Litlar líkur á grjótkasti í afturrúðu.
Re: Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
Er ekki stórkostlegt gáleysi að skella skotti á bíl sem er búið að ofhlaða?
Annars er þetta væntanlega skemmdarverk, ef þú þarft að velja eitthvað úr listanum.
Annars er þetta væntanlega skemmdarverk, ef þú þarft að velja eitthvað úr listanum.
Re: Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
olihar skrifaði:Er ekki stórkostlegt gáleysi að skella skotti á bíl sem er búið að ofhlaða?
Annars er þetta væntanlega skemmdarverk, ef þú þarft að velja eitthvað úr listanum.
Já, væntanlega skemmdarverk er líklega réttast. En stórkostlegt gáleysi er þetta ekki, frekar óhapp myndi ég segja.
Stórkostlegt gáleysi er vísvitandi vanræksla eða áhættusækin hegðun, þetta var hvorugt. Bara óhapp.
Hitt er annað, tryggingafélög túlka alltaf sér í hag.
Re: Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
Setja of mikið í skottið og skella því án þess að tékka hvort eitthvað standi út = vísvitandi vanræksla held ég
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
Re: Brotin afturrúða í bíl - tryggingamál?
Að brjóta rúðu í skotthlera með því að loka hlera á yfirfullt skott er bara stórkostlegt gáleysi, því miður.
Ef það raunverulega gerðist fyrir þig þá þarftu bara að taka kostnaðinn á þig og læra af reynslunni því ekkert tryggingafélag myndi hlusta á þig.
Ef það raunverulega gerðist fyrir þig þá þarftu bara að taka kostnaðinn á þig og læra af reynslunni því ekkert tryggingafélag myndi hlusta á þig.