Svikapóstar frá bland.is
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Svikapóstar frá bland.is
Það rignir yfir mig svikapóstum sem látið er líta út fyrir að vera frá bland.is
Þetta eru tilvitnanir í gamlar auglýsingar, sumar ársgamlar aðrar 2-4 ára og löngu óvirkar.
Þannig að hrapparnir virðast nota way back vefinn eða hafa komist yfir gagnagrunna hjá bland.is
Eru fleiri að lenda í þessu?
Þetta eru tilvitnanir í gamlar auglýsingar, sumar ársgamlar aðrar 2-4 ára og löngu óvirkar.
Þannig að hrapparnir virðast nota way back vefinn eða hafa komist yfir gagnagrunna hjá bland.is
Eru fleiri að lenda í þessu?
- Viðhengi
-
- IMG_1056.jpeg (319.36 KiB) Skoðað 1728 sinnum
-
- IMG_1057.png (261.02 KiB) Skoðað 1728 sinnum
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 675
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 45
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Tengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Já ég og fékk alveg nóg og eyddi út accountinum mínum. Þetta er búið að vera mjög slæmt síðustu vikurnar
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 334
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Eruð þið líka að fá þetta pop-up þegar þið reynið að opna inboxið?
Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz
Re: Svikapóstar frá bland.is
Hvað þá símtölin sem maður fær frá útlöndum, stendur alltaf frá bretlandi, hringja alltaf tvisvar, óþolandi helvíti.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- FanBoy
- Póstar: 757
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 118
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Hélt að bland.is væri löngu dautt eftir að facebook marketplace varð vinsælt
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Svikapóstar frá bland.is
Fennimar002 skrifaði:Eruð þið líka að fá þetta pop-up þegar þið reynið að opna inboxið?
Capture.PNG
Já fólk þurfa núna að auðkenna sig.
hef ekkert að segja LOL!
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Er að lenda í því sama. Til þess að geta skoðað skilaboðin mín þar þarf ég að taka fram kennitölu og símanúmer og svo krefjast þeir að maður skrái sig inn með rafrænum skilríkjum, er þetta alveg pottþétt hjá þeim?
Re: Svikapóstar frá bland.is
"Með það að markmiði að verja notendur síðunnar við svikapóstum var Bland.is tímabundið tekið niður. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Um var að ræða töluverðan fjölda svikapósta sem við vorum að bregðast við. Við munum sérstaklega vakta hvort öryggisráðstafanir sem gerðar voru nái tilætluðum árangri.
Hafi notendur smellt á hlekk sem fylgdi svikapóstinum og gefið upp kreditkortaupplýsingar skal tafarlaust hafa samband við viðskiptabankann sinn. Við minnum á að bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar í gegnum tölvupóst eða skilaboð."
< er vitað meira um þetta mál?
Hafi notendur smellt á hlekk sem fylgdi svikapóstinum og gefið upp kreditkortaupplýsingar skal tafarlaust hafa samband við viðskiptabankann sinn. Við minnum á að bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar í gegnum tölvupóst eða skilaboð."
< er vitað meira um þetta mál?
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
emmi skrifaði:Er að lenda í því sama. Til þess að geta skoðað skilaboðin mín þar þarf ég að taka fram kennitölu og símanúmer og svo krefjast þeir að maður skrái sig inn með rafrænum skilríkjum, er þetta alveg pottþétt hjá þeim?
Jahhh góð spurning...
Ég skráði mig inn með rafrænum skilríkjum fyrir nokkrum dögum og eftir það byrjaði þessi bylgja af spam póstum.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Núna poppar þetta upp hjá þeim:
bland.is skrifaði:Með það að markmiði að verja notendur síðunnar við svikapóstum var Bland.is tímabundið tekið niður. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Um var að ræða töluverðan fjölda svikapósta sem við vorum að bregðast við. Við munum sérstaklega vakta hvort öryggisráðstafanir sem gerðar voru nái tilætluðum árangri.
Hafi notendur smellt á hlekk sem fylgdi svikapóstinum og gefið upp kreditkortaupplýsingar skal tafarlaust hafa samband við viðskiptabankann sinn. Við minnum á að bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar í gegnum tölvupóst eða skilaboð.
Re: Svikapóstar frá bland.is
Sýn (Vodafone/Stöð2) keyptu bland í fyrra, viðskipti sem ég skil ekki enn, ekkert frekar en fleira í þeirra rekstri
Viggi skrifaði:Hélt að bland.is væri löngu dautt eftir að facebook marketplace varð vinsælt
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Almenna spjallsvæðið þeirra hefur svo verið hlaðið ansi lunknum scam-póstum árum saman. Eitthvað segir mér það vanti mögulega upp á netöryggi þarna.
-
- FanBoy
- Póstar: 712
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Tengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með því að þetta vefsvæði hefur skipt um eigendur nokkrum sinnum í gegnum tíðina og því miður virðist ekki var nokkur áhugi fyrir kjarnanotkuninni heldur bara hvernig væri hægt að fylla þetta af auglýsingaplássi sem allir almennir netnotendur geta losað sig við hratt og örugglega.
Ótrúlegt að einhverjir bjánar kaupi/selji þetta og skilja ekki að 2nd hand markaðurinn veltir milljörðum árlega án þess að reyna að gera sig að aðila númer eitt í þessu. Þetta hefur allt til þess að gera að uppfylla það sem þarf í þetta. Allt flokkað, FB marketplace er mesta ruslahrúga sem er til í veröldinni.
En með þessu síðasta ævintýri sé ég ekki betur en að þessu sé lokið. Það kom tilkynning í gær að búið væri að loka/stoppa upp í vitleysuna. Þrátt fyrir það héldu svikapóstarnir áfram að koma í nótt eftir það. Hér eftir er ekki séns að ég noti þetta nokkurn tíma aftur. Best að biðja þá um að loka aðgangnum sínum.
Ótrúlegt að einhverjir bjánar kaupi/selji þetta og skilja ekki að 2nd hand markaðurinn veltir milljörðum árlega án þess að reyna að gera sig að aðila númer eitt í þessu. Þetta hefur allt til þess að gera að uppfylla það sem þarf í þetta. Allt flokkað, FB marketplace er mesta ruslahrúga sem er til í veröldinni.
En með þessu síðasta ævintýri sé ég ekki betur en að þessu sé lokið. Það kom tilkynning í gær að búið væri að loka/stoppa upp í vitleysuna. Þrátt fyrir það héldu svikapóstarnir áfram að koma í nótt eftir það. Hér eftir er ekki séns að ég noti þetta nokkurn tíma aftur. Best að biðja þá um að loka aðgangnum sínum.
-
- Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 7
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Væntanlega hafa þeir náð í gagnagrunn bland þessir aðilar. Ég nota sér netfang fyrir allt innanlands og hef hingað til náð að halda því spam-hreinu en nú eru þessir aðilar að senda á það netfang.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16589
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2140
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Gemini skrifaði:Væntanlega hafa þeir náð í gagnagrunn bland þessir aðilar. Ég nota sér netfang fyrir allt innanlands og hef hingað til náð að halda því spam-hreinu en nú eru þessir aðilar að senda á það netfang.
Sama hér.
Og er ekki með neina virka auglýsingu. Þetta spam vitnar í eitthvað sem ég eyddi út fyrir mörgum árum eða taldi mig hafa eytt út. Greinilega bara soft-delete hjá þeim.
Sé eftir að hafa skráð mig inn með rafrænum skilríkjum. Spurning um að eyða þessum aðgangi bara.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 962
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Reputation: 71
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Sama hér og væntanlega hjá öllum. Mér sýnist þeir ekki vera að ráða við þennan vanda.
Mögulega er eina leiðin að eyða accountinum.
Mögulega er eina leiðin að eyða accountinum.
LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Re: Svikapóstar frá bland.is
GuðjónR skrifaði:Og er ekki með neina virka auglýsingu. Þetta spam vitnar í eitthvað sem ég eyddi út fyrir mörgum árum eða taldi mig hafa eytt út. Greinilega bara soft-delete hjá þeim.
Ef þú ferð inná Bland.is vefinn og ferð undir mínar auglýsingar, nánar tiltekið hér https://bland.is/pers/persAugl2.aspx þá er hnappur sem stendur á "Óvirkar auglýsingar"
Var einmitt sjálfur með einar 30 "óvirkar" auglýsingar þar undir, dót sem var löngu selt eða auglýsingar sem ég hafði eytt fyrir löngu.
Einhverra hluta vegna tolla þær þarna inni í DB hjá Bland, og einhvernveginn hafa scammerarnir náð að scrape'a þær allar þó þær séu ekki finnanlegar á útværum vefnum.
Inboxið hjá mér fylltist af svikapóstum, en það skrýtnasta er að þeir koma ekki allir á sama tíma, og virtust berast eftir tímaröð, þ.e.a.s. fékk pósta vegna nýjustu "óvirkra" auglýsinga fyrst og svo koll af kolli. þannig að scammerarnir eru með DB af eldgömlum auglýsingum undir höndum og virðist að þeir séu að keyra út lista af svikapóstum eftir tímaröð úr þessum DB.
Eftir að ég hreinsaði útúr "óvirkar auglýsingar" hjá mér hættu svikapóstarnir að berast.
*edit*
En já, sannarlega kominn tími hjá þeim að bæta öryggið hjá sér
https://www.immuniweb.com/websec/bland.is/MDIaDsfP/
Hugsa ég taki kennitölu og bankareikningsnúmer út úr DB hjá þeim.
Vona þeir virði GDPR og eyði því almennilega.
Síðast breytt af Zensi á Fös 15. Nóv 2024 20:18, breytt samtals 1 sinni.
Re: Svikapóstar frá bland.is
Myndi forðast hland.is í bráð. Greinilega algjörlega hakkaðir og major gagnaleki. Ekkert víst hverjir stjórna þessu kerfi þarna lengur.
Setur stórt spurningarmerki um hvaða aðilar megi nota rafræn skilríki, ásamt því að staðreyna notendur með bankaupplýsingum. Er þessu öllu stolið núna?
Hvar er persónuvernd og önnur stjórnvöld.
Setur stórt spurningarmerki um hvaða aðilar megi nota rafræn skilríki, ásamt því að staðreyna notendur með bankaupplýsingum. Er þessu öllu stolið núna?
Hvar er persónuvernd og önnur stjórnvöld.
Síðast breytt af appel á Fös 15. Nóv 2024 23:51, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 284
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
hef ekki fengið neina pósta frá bland, nota síðuna reglulega í ýmislegt allavega sem skiptir árum saman, þó finnst mér computer hardware þarna vera of dýrt miðað við vaktina þó finnast ódýr TV's og audio equipment þar miðað við annarsstaðar
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Re: Svikapóstar frá bland.is
A.m.k. treysti ég ekki vefnum í bráð, þegar ég logga mig inn á gamla accountinum mínum þá þarf ég að skrá kennitölu mína og símanúmer. Þeir höfðu þetta allt fyrir. Þannig að ég veit ekki hverjir eru að spyrja um þessi gögn ef þeir höfðu þessi gögn fyrir.
*-*
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 326
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 22
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Viggi skrifaði:Hélt að bland.is væri löngu dautt eftir að facebook marketplace varð vinsælt
Alls ekki, oft mun auðveldara að selja á bland en marketplace
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Hef einmitt verið að lenda í þessu líka, allskonar tilboð fyrir dót sem ég auglýsti fyrir löngu síðan. Meira að segja koma frá notendum á borð við "admin" skilaboð/tilboð.
Ég sendi Bland.is póst og benti þeim á þetta, þeir sögðust vera að vinna í uppfærslu.
Ég sendi Bland.is póst og benti þeim á þetta, þeir sögðust vera að vinna í uppfærslu.
Hlynur
Re: Svikapóstar frá bland.is
Omerta skrifaði:Synd. Kann mun betur við þessa síðu heldur en FB Marketplace.
sammála, og mun aldrei gefa svona fyrirtæki bankanumer mitt eða auðkenna mig þar með rafrænum skilríkjum.
Veit ekki til þeir hafi heimild til að krefjast rafrænna skilríkja.
hlýtur að þurfa sækja um slíkt hjá yfirvöldum.