Góðan dag kæru vaktarar.
Ég er forvitinn að vita hvað fólki finnst almennt um stöðu verkfalls kennara, aðferðafræðina sem notuð hefur verið og stefnuna sem baráttan hefur tekið. Sumir hafa haft á orði að um mismunun sé að ræða gagnvart börnum, sumum finnast launakröfur fáranlegar en öðrum finnst skrýtið að ekki sé staðið við undirritaða 8 ára gamla samninga gagnvart kennurum um jöfnun kjara á lífeyris- og launamarkaði. Finnst ykkur baráttan skiljanleg, asnaleg eða eitthvað allt annað?
Hvað finnst ykkur?
Verkföll kennara
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 265
- Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
- Reputation: 46
- Staða: Ótengdur
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 237
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 85
- Staða: Tengdur
Re: Verkföll kennara
Heildarverkföll kennara hafa alltaf verið bitlaus.
Í rauninni ættu kennarar ekki að hafa verkfallsrétt. Þeir valda viðsemjendum sínum ekki skaða með því að fara í verkfall og þeir sem verða tjóninu hafa enga getu til að gera neitt í því.
Sjáum það bara að 2ja mánaða verkföll voru normið.
Örverkföll kennara eru ALGERLEGA bitlaus.
Í rauninni ættu kennarar ekki að hafa verkfallsrétt. Þeir valda viðsemjendum sínum ekki skaða með því að fara í verkfall og þeir sem verða tjóninu hafa enga getu til að gera neitt í því.
Sjáum það bara að 2ja mánaða verkföll voru normið.
Örverkföll kennara eru ALGERLEGA bitlaus.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 265
- Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
- Reputation: 46
- Staða: Ótengdur
Re: Verkföll kennara
Nú hefur það sýnt sig að allsherjarverkfall kallar á lagasetningu og kennarar eru að fara fram á að staðið sé við samþykktan samning sem skrifað var undir fyrir 8 árum. Hvað geta þeir gert þá?
Re: Verkföll kennara
fhrafnsson skrifaði:Nú hefur það sýnt sig að allsherjarverkfall kallar á lagasetningu og kennarar eru að fara fram á að staðið sé við samþykktan samning sem skrifað var undir fyrir 8 árum. Hvað geta þeir gert þá?
Ég mundi segja kennurum að gera það sem læknar eru að gera, að fara bara í verkfall fyrir hádegi...
Það segir sig eiginlega sjálft að þá fer mest kennsla fram en þeir séu á launum 8-16 = þeir mæta kl.12 og klára daginn og geta verið 2x lengur í verkfalli.
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
- Reputation: 26
- Staða: Ótengdur
Re: Verkföll kennara
rapport skrifaði:fhrafnsson skrifaði:Nú hefur það sýnt sig að allsherjarverkfall kallar á lagasetningu og kennarar eru að fara fram á að staðið sé við samþykktan samning sem skrifað var undir fyrir 8 árum. Hvað geta þeir gert þá?
Ég mundi segja kennurum að gera það sem læknar eru að gera, að fara bara í verkfall fyrir hádegi...
Það segir sig eiginlega sjálft að þá fer mest kennsla fram en þeir séu á launum 8-16 = þeir mæta kl.12 og klára daginn og geta verið 2x lengur í verkfalli.
Getur hið opinbera ekki brugðist við með verkbanni á móti, þ.e. ef aðeins hluti starfsmanna í stéttarfélagi fer í verkfall, er þá ekki hægt að senda alla heim og losna þannig við að greiða laun? Hvernig virkar þetta aftur?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 641
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verkföll kennara
Rafurmegni skrifaði:Getur hið opinbera ekki brugðist við með verkbanni á móti, þ.e. ef aðeins hluti starfsmanna í stéttarfélagi fer í verkfall, er þá ekki hægt að senda alla heim og losna þannig við að greiða laun? Hvernig virkar þetta aftur?
Venjulega jú, en ég held að þeir geti það ekki með kennara vegna þess að börn hafa rétt á menntun.
Re: Verkföll kennara
Það sem er að hleypa þessum málum í algjöra kleinu er hvernig kennsla er skipulögð.
Í heilbrigðisgeiranum er til aðferðafræði "top of license" sem gengur út á að verkaskipting sé þannig að heilbrigðisstéttir reyni að fela öðrum, ódýrari heilbrigðisstéttum sem mest af sinni vinnu og hugsast getur.
Dæmi "að taka blóðprufu" => Sérfræðilæknir > læknir > læknanemi/hjúkrunarfræðingur > sjúkraliði...
Ef að það er sjúkraliði á svæðinu sem hefur lært að taka blóð (bættist í námið á einhverjum tímapunkti)... þá er það sjúkraliðinn sem tekur blóðið... annars er farið upp keðjuna og það yrði ekki "sérfræðilæknir" nema enginn annar væri á svæðinu til að gera það.
Ef kennsla yrði unnin með svipuðum hætti þá yrði það mikil framför, að nokkrir skólaliðar eða kennaranema væru að kenna en það væri lærður kennari sem hefði faglegt eftirlit og umsjón með náminu, hreinlega segði hinum hvað og hvernig þeir ættu að kenna...
Slíkt yrði án efa til mikilla bóta og yrði til að valdefla kennara til að bæta nám í landinu á stærri skala en hingað til.
Í heilbrigðisgeiranum er til aðferðafræði "top of license" sem gengur út á að verkaskipting sé þannig að heilbrigðisstéttir reyni að fela öðrum, ódýrari heilbrigðisstéttum sem mest af sinni vinnu og hugsast getur.
Dæmi "að taka blóðprufu" => Sérfræðilæknir > læknir > læknanemi/hjúkrunarfræðingur > sjúkraliði...
Ef að það er sjúkraliði á svæðinu sem hefur lært að taka blóð (bættist í námið á einhverjum tímapunkti)... þá er það sjúkraliðinn sem tekur blóðið... annars er farið upp keðjuna og það yrði ekki "sérfræðilæknir" nema enginn annar væri á svæðinu til að gera það.
Ef kennsla yrði unnin með svipuðum hætti þá yrði það mikil framför, að nokkrir skólaliðar eða kennaranema væru að kenna en það væri lærður kennari sem hefði faglegt eftirlit og umsjón með náminu, hreinlega segði hinum hvað og hvernig þeir ættu að kenna...
Slíkt yrði án efa til mikilla bóta og yrði til að valdefla kennara til að bæta nám í landinu á stærri skala en hingað til.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 265
- Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
- Reputation: 46
- Staða: Ótengdur
Re: Verkföll kennara
falcon1 skrifaði:Rafurmegni skrifaði:Getur hið opinbera ekki brugðist við með verkbanni á móti, þ.e. ef aðeins hluti starfsmanna í stéttarfélagi fer í verkfall, er þá ekki hægt að senda alla heim og losna þannig við að greiða laun? Hvernig virkar þetta aftur?
Venjulega jú, en ég held að þeir geti það ekki með kennara vegna þess að börn hafa rétt á menntun.
Hið opinbera má ekki beita verkbanni svo það mun ekki gerast.
Re: Verkföll kennara
Sem sonur kennara, þá stend ég heilshugar með hvaða verkfalli sem þeir kjósa að fara í.
Þetta er illa launuð vinna, og álag og ábyrgð virðist alltaf hafa verið að aukast.
Ég byrjaði sem nýútskrifaður tölvunarfræðingur 2014 á hærri launum heldur en mamma, sem var með meiri menntun og 30 ára starfsreynslu, og er auðvitað löngu búinn að fljúga langt fram úr henni núna 10 árum seinna. Fyrir þægilega innivinnu, sveigjanlegan vinnutíma og ég veit ekki hvað.
Gæti ekki hugsað mér að sinna þessu starfi á laununum þeirra. Held að flestir geri þetta af hugsjón, og það verður alltaf minna og minna af þeim sem geta látið bjóða sér þessa vitleysu. Við erum sem samfélag að mála okkur út í horn með fjársveltið til sumra af okkar mikilvægustu stétta.
Þetta er illa launuð vinna, og álag og ábyrgð virðist alltaf hafa verið að aukast.
Ég byrjaði sem nýútskrifaður tölvunarfræðingur 2014 á hærri launum heldur en mamma, sem var með meiri menntun og 30 ára starfsreynslu, og er auðvitað löngu búinn að fljúga langt fram úr henni núna 10 árum seinna. Fyrir þægilega innivinnu, sveigjanlegan vinnutíma og ég veit ekki hvað.
Gæti ekki hugsað mér að sinna þessu starfi á laununum þeirra. Held að flestir geri þetta af hugsjón, og það verður alltaf minna og minna af þeim sem geta látið bjóða sér þessa vitleysu. Við erum sem samfélag að mála okkur út í horn með fjársveltið til sumra af okkar mikilvægustu stétta.