Halló,
Ég hef verið að skoða að kaupa mér MG ZS 2022 rafmagnsbíl. Virðist góður ódýr innanbæjar fjölskyldu bíll í fljótu bragði.
Hefur einhver reynslu á svona bílum í helstu aðstæðum hérna í Reykjavík?
Fyrirfram þakkir!
Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 225
- Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
- Reputation: 15
- Staða: Ótengdur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3139
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
- Reputation: 232
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Hef átt ZS 2022 með minni rafhlöðunni 50 kw, var ótrúlega sáttur með hann fyrir peninginn.
Hef einnig séð um ábyrgðarmálin fyrir þetta merki frá upphafi. Þetta merki er alveg alveg klárlega komið til að vera í Evrópu.
Hef einnig séð um ábyrgðarmálin fyrir þetta merki frá upphafi. Þetta merki er alveg alveg klárlega komið til að vera í Evrópu.
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Ég á MG4 Standard Range. Keypti hann í fyrra. Absólútt besti bíll sem ég hef átt. MG ZS eru líka fínir að keyra.
-
- FanBoy
- Póstar: 792
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Tengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Ég átti svona bíl en með stærri rafhlöðinni, er á Akureyri. Bíllinn stóðst allar væntingar, í raun fór langt fram úr þeim. Ég myndi mæla hiklaust með svona bílum, eina sem ég hefði út á þá setja er að hleðsluhraðinn er frekar hægur.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 379
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 25
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Eru alltaf að verða betri. Það var margt ábótavant á fyrstu bílarnir sem komu 2019-2020, margir byrjuðu að ryðga nánast um leið og þeir lentu í Evrópu sérstaklega þeir sem voru nálægt sjó og a köldum slóðum. Áreiðanleiki er bara svona miðlungs, sambærilegir Ford, Peugeot, Opel o.s.f. Afi konunar á MG4 og er mjög ánægður með hann, ekkert klikkað og flott raundrægni eina sem pirrar hann er að hann pípur og blikkar á þig út af öllu milli himins og jarðar en það er þannig í flestum bílum í dag.
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 3700X | RTX 4060ti 16GB | 32 GB Crucial Ballistix 3200Mhz
Ryzen 5 3700X | RTX 4060ti 16GB | 32 GB Crucial Ballistix 3200Mhz
-
- Fiktari
- Póstar: 87
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Vinur minn fékk sér Marvel R (ekki 4x4 útgáfuna) og var í töluverðu veseni með hann, lak inn með topplúgu og eitthvað fleira vesen. En hann sagði að hann færi rosalega vel með hann og væri almennt mjög þægilegur.
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
-
- FanBoy
- Póstar: 739
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 146
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Einhverjir telja þessu tæki þurfa særingamenn. Las hryllingssögu frá aðila sem ég treysti, það tók 6 mánuði að skila bílnum.
Eitt sem er mjög gaman að sjá. Takið eftir því að þegar mikill raki er úti að bílar frá þessum framleiðanda eru fullir af móðu. Hef ekki verið að reka mig á þennan raka frá hinum bílunum sem ég hef verið að skoða.
Fróðlegt innlegg frá einum sem keypti bíl frá þessum framleiðanda:
Ég hef hort hýru auga á minnsta EV bílinn frá þeim en þetta með rakann fældi mig frá. Nenni ekki að sitja í bíl sem er ekki þéttur í ljósi veðurfarsins hérna.
Eitt sem er mjög gaman að sjá. Takið eftir því að þegar mikill raki er úti að bílar frá þessum framleiðanda eru fullir af móðu. Hef ekki verið að reka mig á þennan raka frá hinum bílunum sem ég hef verið að skoða.
Fróðlegt innlegg frá einum sem keypti bíl frá þessum framleiðanda:
I bought a MG ZS EV in October 23. It was an ex demo with 270 miles on the clock registered in June 23. Picked the Car in Oct 23. Travelling to work in January 24, I had a complete system failure and had to be recovered as I couldn't drive anywhere. Went to the Dealership were I bought it to discover that they moved to another town.
The kind recovery driver took me to the next MG Dealership. They discovered the cable that attaches to the 12V Battery had came loose. Got the car back. On the 13th of February ANOTHER Breakdown, but managed to get home. Got booked in to another Dealership in Essex, to be told that the car needed 6 Software Updates. Another Days Annual Leave.
Got the car back and on the 5th of April 24 Complete Vehicle System Failure. Got recovered to the Dealership where my car currently is 3 weeks later 26/04/24. They are Adamant there is no issues after diagnostic tests and checks. They are now trying replacing the 12V Battery. I have NO confidence in the car and refuse to drive it. I have a Courtesy Car as I have them I want to return the car for a replacement preferably a petrol version or a Refund.
This is a top of the range Electric MG ZS EV Trophy retailing at £35,000. Don't waste your money, You will have loads of various issues. The Dealerships and MG are not interested. They are selling faulty cars.
Ég hef hort hýru auga á minnsta EV bílinn frá þeim en þetta með rakann fældi mig frá. Nenni ekki að sitja í bíl sem er ekki þéttur í ljósi veðurfarsins hérna.
Síðast breytt af Televisionary á Mið 07. Maí 2025 11:23, breytt samtals 1 sinni.
-
- /dev/null
- Póstar: 1487
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 233
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Er á MG4 og það er ekkert rakavandamál í mínum bíl.
Saic motor sem á MG og er partner með volksvagen og fl. ættu alveg að kunna að búa til bíla.
Mín helsta kvörtun er hugbúnaðurinn í þessum bílum, svo er þetta nútíma sjálfstýringardót óþolandi, en það þarf að ýta á 2-3 takka til að slökkva á því.
Saic motor sem á MG og er partner með volksvagen og fl. ættu alveg að kunna að búa til bíla.
Mín helsta kvörtun er hugbúnaðurinn í þessum bílum, svo er þetta nútíma sjálfstýringardót óþolandi, en það þarf að ýta á 2-3 takka til að slökkva á því.
-
- FanBoy
- Póstar: 739
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 146
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Ég er hlutlaus neytandi og hef engra hagsmuna að gæta. Ég hef ekki átt verri bíl heldur en VW. Fjórir rafmagnsbílar af tveimur tegundum sem ég hef átt eru hátíð m.v. mín kynni af VW og Skoda.
nidur skrifaði:Er á MG4 og það er ekkert rakavandamál í mínum bíl.
Saic motor sem á MG og er partner með volksvagen og fl. ættu alveg að kunna að búa til bíla.
Mín helsta kvörtun er hugbúnaðurinn í þessum bílum, svo er þetta nútíma sjálfstýringardót óþolandi, en það þarf að ýta á 2-3 takka til að slökkva á því.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 225
- Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
- Reputation: 15
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Þakka kærlega fyrir góð svör.
Bendir allt til þess að maður fjárfesti í einum MG
Bendir allt til þess að maður fjárfesti í einum MG

Drekkist kalt!
-
- /dev/null
- Póstar: 1487
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 233
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
Vildi líka benda á þennan forum í bretlandi
https://www.mgevs.com/forums/mg-zs-ev-forum.2/
Mjög gott að fylgjast með þarna því sem er að gerast og því sem fólk hefur lent í, var mjög mikið á honum fyrst þegar ég var að velta þessu fyrir mér.
https://www.mgevs.com/forums/mg-zs-ev-forum.2/
Mjög gott að fylgjast með þarna því sem er að gerast og því sem fólk hefur lent í, var mjög mikið á honum fyrst þegar ég var að velta þessu fyrir mér.
-
- /dev/null
- Póstar: 1470
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 177
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla á MG rafmagnsbílum í Reykjavík
cocacola123 skrifaði:Þakka kærlega fyrir góð svör.
Bendir allt til þess að maður fjárfesti í einum MG
Góður vinur minn a einn svona MG bíl, man ekki týpuna en hann er virkilega sáttur. Mikilvægt samt að muna það er ekki stór markaður fyrir þessa bíla notaða og falla nokkuð hratt í virði ef þú ætlar að kaupa nýjan samanber hvað Tesla virðist haldast I verði. Ekki að ég sé að predikera fyrir Tesla kaupum en gott að hafa í huga hve auðvelt/erfitt væri að selja.