Hönnun á 26 borgarlínustöðvum

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5876
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1092
Staða: Ótengdur

Hönnun á 26 borgarlínustöðvum

Pósturaf appel » Fös 19. Sep 2025 00:58

Hönnun á 26 borgarlínustöðvum
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... nustodvum/

Þrjú atriði sem ég vil nefna sem er ekki talað um þarna

1. Snjóbræðslur. Þarna er mikið talað um gróður í nágrenninu, en það skiptir ekki neinu máli ef það er svell þarna og ófært að ganga um, einsog margar stoppistöðvar eru yfir vetrartímann þegar snjóað hefur. Sumar bara hættulegar.

Mynd


2. Upphitun. Verður þetta hitað upp yfir vetrartímann? Sýnist ekki svo. Hver vill bíða í frosti og klaka eftir strætó?

3. Gler er í þessu víst. Er þetta ekki alltaf mölbrotið... allavega í sumum hverfum?


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8542
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1372
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hönnun á 26 borgarlínustöðvum

Pósturaf rapport » Fös 19. Sep 2025 14:51

Ég hefði viljað sjá almennilega uppbyggingu, veglegar stöðvar með basic þjónustu = klósett...

Það væri geggjað að geta notað tímann á stoppustöðinni um morguninn til að panta í matinn...



Og þegar maður er á heimleið þá væri varan jafnvel í droppboxi á sömu stoppustöð eða bara send heim á ákveðnum tíma.


Að fara í þessa multi milljarða framkvæmd er galið ef það á ekki að bjóða fólki upp á að komast á klósett.

Það skiptir öllu máli fyrir fólk með börn, elda fólk, fólk sem er tæpt til heilsunar, fólk með IBS, fólk með mjólkuróþol eða bara fólk sem á erfitt með að halda í sér í 40 mínútur í óþægilegum aðstæðum.

Ísland er einstaklega aftarlega á merinni hvað þetta varðar og við erum með einhverja samfélagslega "klósettskömm", að alemnningsklósett séu bara ógeð... Það var menningarsjokk að fara til Varsjár, þar er klósett á öðru hvoru götuhorni, svona "gámaþjónustuklósett", öll tandur hrein, frábær klósett á öllum pöbbum, veitingastöðum og verslanamiðstöðvum.