Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Skjámynd

Höfundur
Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 958
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 366
Staða: Ótengdur

Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Henjo » Þri 14. Okt 2025 18:03

Mynd

https://kd.is/category/28

Þetta er held ég eina Linux fartölvan í boði á íslandi. Þó svo það eru þónokkrar tölvur í boði sem eflaust virka 100% með Linux, þá er mjög hressandi að sjá bara Linux tölvu með Linux preinstallað.

Ákvað að pósta þessu núna í dag þar sem Windows 10 fær ekki lengur stuðning (evrópubúar reyndar fá frítt auka ár, en þá þarf online account og svoleiðis) og ættu allir að skoða Linux sem alternative.

Það væri ótrúlega hressandi að sjá fleiri búðir taka þetta sér til fyrirmyndar, eða allavega vera meðvitaður um hvaða tölvur bjóða uppá öflugan linux stuðning.

Fyrir mörgum árum t.d. fór ég og keypti Dell tölvu hjá Advania. Ég vissi að það væru Ubuntu útgáfa í boði erlendis, og þá ekkert Windows license eða slíkt. Ég spurði sölumanninn hvort það væri nokkuð í boði hjá þeim eða hvort hægt væri að sérpanta, þar sem þeir þykjast nú vera svona umboð fyrir Dell hérna á íslandi. Sölumaðurinn actually hlóg af mér, og fannst þetta bara fyndið. Og útskýrði að það væri ekkert svoleiðis í boði, og væri í raun mjög ópraktískt, því þeir myndu aldrei vera stoppa færibandið og hlaða in Linux inná stakar tölvur. Þrátt fyrir þennan dónaskap kaupi ég tölvuna, og þegar ég kem heim og opna kassan, hvað er þá? tveir quick start user guidar. Einn fyrir Windows, og annar fyrir Ubuntu. Eftir hvor útgáfan af tölvunni var keypt.

Ekki vera eins og Advania, vera meira eins og Kísildalur.




Viggi
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 131
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Viggi » Þri 14. Okt 2025 19:31

Mjög gaman að þessu og þetta er einmitt það sem þarf fyrir hinn venjulega notanda. Tilbúið out of the box. Væri líka geðveikt að fara að bjóða upp á pre-installed linux á borðtölvur líka.
Síðast breytt af Viggi á Þri 14. Okt 2025 19:38, breytt samtals 2 sinnum.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Höfundur
Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 958
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 366
Staða: Ótengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Henjo » Þri 14. Okt 2025 19:50

Viggi skrifaði:Mjög gaman að þessu og þetta er einmitt það sem þarf fyrir hinn venjulega notanda. Tilbúið out of the box. Væri líka geðveikt að fara að bjóða upp á pre-installed linux á borðtölvur líka.


Akkúrat, það er góður punktur hjá þér með borðtölvurnar. Það getur stundum verið vesen með fartölvur vegna proprietary dóti hjá framleiðendum. En borðtölvur eru alltaf solid og ekkert vesen að skella svoleiðis upp.

Maður sér líka alltaf í búðum þegar það eru tölvur og skjáir til sýnir, þá er kveikt á tölvunum og maður getur leikið sér í þeim. Væri ekki sniðugt til að brjóta upp raðirnar af Windows vélum að hafa eina Linux inná milli?
Síðast breytt af Henjo á Þri 14. Okt 2025 19:51, breytt samtals 1 sinni.




Viggi
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 131
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Viggi » Þri 14. Okt 2025 20:22

Henjo skrifaði:
Viggi skrifaði:Mjög gaman að þessu og þetta er einmitt það sem þarf fyrir hinn venjulega notanda. Tilbúið out of the box. Væri líka geðveikt að fara að bjóða upp á pre-installed linux á borðtölvur líka.


Akkúrat, það er góður punktur hjá þér með borðtölvurnar. Það getur stundum verið vesen með fartölvur vegna proprietary dóti hjá framleiðendum. En borðtölvur eru alltaf solid og ekkert vesen að skella svoleiðis upp.

Maður sér líka alltaf í búðum þegar það eru tölvur og skjáir til sýnir, þá er kveikt á tölvunum og maður getur leikið sér í þeim. Væri ekki sniðugt til að brjóta upp raðirnar af Windows vélum að hafa eina Linux inná milli?

Sé fyrir mér að hafa t.d cachyos á henni með skilti við hliðina hvernig egi að skipta um gluggaumhverfi og hafa kde plasma og svo gnome. Líka á síðunni þeirra hvaða gluggaumhverfi fólk vill með stuttum lýsingum um hvert. Screenshots osf.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Knud
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Sun 28. Mar 2010 23:31
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Knud » Mið 15. Okt 2025 13:38

Frábært framtak. Þetta ætti bara að vera valmöguleiki á öllum vélum




ABss
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 61
Staða: Tengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf ABss » Mið 15. Okt 2025 16:09

Flottir!




mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf mikkimás » Mið 15. Okt 2025 19:38

Það er samt hægt að kaupa hvaða fartölvu sem er og strauja og setja upp hvaða distro af Linux sem er.

Bara leiðinlegt að þurfa að borga fyrir Win11 leyfi sem maður notar ekki.




Knud
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Sun 28. Mar 2010 23:31
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Knud » Mið 15. Okt 2025 19:52

Vissulega er hægt að henda hverju sem er upp á tölvur, staðreyndin er samt að flestir vilja bara kaupa tilbúnar lausnir



Skjámynd

Höfundur
Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 958
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 366
Staða: Ótengdur

Re: Stórt shoutout á Kísildal fyrir Linux fartölvu

Pósturaf Henjo » Mið 15. Okt 2025 23:42

mikkimás skrifaði:Það er samt hægt að kaupa hvaða fartölvu sem er og strauja og setja upp hvaða distro af Linux sem er.

Bara leiðinlegt að þurfa að borga fyrir Win11 leyfi sem maður notar ekki.


Akkúrat, það kostar auka 10þús krónur að kaupa þessa sömu tölvu með Windows leyfi. Algjörlega fúllt af eyða 10þús krónum, gefa fyrirtæki sem maður gjörsamlega hatar peninginn, og ekki einusinni nota vöruna þeirra.

Enda er ég harðákveðin að kaupa aldrei aftur tölvu með Windows inná, hvort sem það verður tölva frá Kísildal eða framleiðanda eins og t.d. Starlabs.

Mynd