
https://kd.is/category/28
Þetta er held ég eina Linux fartölvan í boði á íslandi. Þó svo það eru þónokkrar tölvur í boði sem eflaust virka 100% með Linux, þá er mjög hressandi að sjá bara Linux tölvu með Linux preinstallað.
Ákvað að pósta þessu núna í dag þar sem Windows 10 fær ekki lengur stuðning (evrópubúar reyndar fá frítt auka ár, en þá þarf online account og svoleiðis) og ættu allir að skoða Linux sem alternative.
Það væri ótrúlega hressandi að sjá fleiri búðir taka þetta sér til fyrirmyndar, eða allavega vera meðvitaður um hvaða tölvur bjóða uppá öflugan linux stuðning.
Fyrir mörgum árum t.d. fór ég og keypti Dell tölvu hjá Advania. Ég vissi að það væru Ubuntu útgáfa í boði erlendis, og þá ekkert Windows license eða slíkt. Ég spurði sölumanninn hvort það væri nokkuð í boði hjá þeim eða hvort hægt væri að sérpanta, þar sem þeir þykjast nú vera svona umboð fyrir Dell hérna á íslandi. Sölumaðurinn actually hlóg af mér, og fannst þetta bara fyndið. Og útskýrði að það væri ekkert svoleiðis í boði, og væri í raun mjög ópraktískt, því þeir myndu aldrei vera stoppa færibandið og hlaða in Linux inná stakar tölvur. Þrátt fyrir þennan dónaskap kaupi ég tölvuna, og þegar ég kem heim og opna kassan, hvað er þá? tveir quick start user guidar. Einn fyrir Windows, og annar fyrir Ubuntu. Eftir hvor útgáfan af tölvunni var keypt.
Ekki vera eins og Advania, vera meira eins og Kísildalur.