
Var svona að spá hvort maður ætti að vera að taka þessu of alvarlega. Þeir eru ekkert að loka á fólk nema í alveg allra verstu tilfellum er það ekki?
gnarr skrifaði:samkvæmt mínum útreikningum ætti notandi með 6mbps tenginu hjá vodafone að hafa rétt til að sækja allt að 1.962GB á mánuði.. Það er að segja ef þeir vilja kalla þetta ótakmarkað niðurhal.
gumol skrifaði:Vá, ég náði í 7 GB í síðasta mánuði í heildina, ekki bara utanlands. Þám. er VPN tenging við innra net í fyrirtæki útí bæ. Hvað eruð þið eiginlega að nota þetta í?
GuðjónR skrifaði:Íslensk símafyrirtæki virðast öll vera að misskilja orðið "ótakmarkað"
Þau bjóða öll upp á "ótakmarkað" en samt með einhverjum takmörkunum.
Þvílíkir fávitar...
depill.is skrifaði:GuðjónR skrifaði:Íslensk símafyrirtæki virðast öll vera að misskilja orðið "ótakmarkað"
Þau bjóða öll upp á "ótakmarkað" en samt með einhverjum takmörkunum.
Þvílíkir fávitar...
Hmm, ég hef ekki heyrt að Síminn og HIVE hafi lokað á neinn vegna of mikils niðurhals. Ef samt heyrt það um OgVodafone.
Og hef bara ekkert heyrt um niðurhal og BTNet
kemiztry skrifaði:Eruð þið að horfa á "sjónvarp" 24/7 ? Mér finnst svoldið rosalegt þegar menn eru að sækja yfir 200GB á mánuði. Annars finnst mér ekkert óeðlilegt að símfyrirtækin hafi samband við þá sem eru virkilega grimmir í þessu downloadi sérstaklega ef þeir eru að teppa hraða og ping. Utanlandstenging kostar ekkert sama og rækjusamloka og kók út í næstu sjoppu þannig það er skiljanlegt að þeir vilji að menn hafi smá stjórn á sjálfum sér.
urban- skrifaði:en tilhvers eru þeir þá að bjóða uppá tengingar með ótakmörkuðu !! (einsog t.d. 6 mb tengingu) ef að þú mátt bara nota rétt um 5 % af henni ?
ef að ég kaupi mér 6 mb tenginu þá vill ég eiga möguleika á að nota alveg lágmark 50 % af henni án þess að eiga hættu á að vera sagt upp tenginunni
14. Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, sé hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Síminn mun þá senda viðkomandi tölvupóst þar sem hann verður aðvaraður varðandi frekari niðurhali. Bregðist hann ekki við mun Síminn takmarka þjónustuna tímabundið.
Til þess að tryggja öryggi í gagnaflutningum frá útlöndum áskilur félagið sér rétt til að synja rétthafa um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar, fari niðurhal á gagnamagni yfir 40 GB á mánuði.
8. Viðskiptavini er ekki heimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina. Einnig er viðskiptavini óheimilt að setja upp hugbúnað eða starfrækja tölvuþjónustu sem getur skert þjónustu annarra viðskiptavina. Ef í ljós kemur að notkun felur í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu IPF hefur félagið fulla heimild til að synja viðskiptavini um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar. Eftirfarandi atriði falla undir það að geta haft áhrif á eða skert þjónustu til annarra viðskiptavina:
8.1 – Óhóflegt niðurhal á erlendu gagnamagni. Ef erlent gagnamagn fer yfir sem svarar 60 GB á 30 dögum að jafnaði, áskilur IPF sér rétt til að gera viðeigandi ráðstafanir svo slík notkun skerði ekki gæði þjónustu til annarra viðskiptavina.
8.2 - Notkun forrita eða annars búnaðar sem felur í sér sjálfvirkt niðurhal og leiðir til óhóflegs erlends gagnamagns sbr. gr. 8.1.