Ég hef verið að velta því fyrir mér að koma þessu inn í skrá og langar mig helst til að geyma skrána þannig að hún verði lítið aðgengileg fyrir öðrum í gegnum netið. Annaðhvort að vista alltaf upplýsingarnar og geyma á diskettu eða minnislykli og jafnvel reyna að dulkóða skrána ef hægt er (er með WXP Pro). Ég hef aldrei dulkóðað skrár og því langar mig til að spyrja ykkur hvort það séu eitthvað sem mælir á móti því.
Annar möguleiki inn í myndinni er að nota sértilgerð forrit sem geyma þessar upplýsingar og dulkóða eða hvað það gerir til að halda þeim sem mest öruggum og hægt er að prenta út. En ég er bara dálítið hikandi með það þar sem ég treysti ekki hverju forriti sem er. Hafið þig einhverja reynslu af slíkum forritum og hefur það reynst vel og öruggt? Getið þið þá mælt með einhverju forriti? Helst freeware
