Sælir.
Ég kláraði MK vorið 2002, fór að vinna og hef gert síðan. Það getur verið hættulegt að taka sér frí en mitt case var reyndar þannig að ég vissi ekkert hvað mig langaði að læra og hélt því bara áfram að vinna.
Er kominn með íbúð, hund og bíl þannig að það er sí erfiðara að komast í skóla. Ætla þó að reyna á þessu eða næsta ári að komast í e-ð Diplómanám eða e-ð þvíumlíkt tengt markaðsfræðum og sölustjórnun.
En fyrir ykkur þá segi ég aðeins eitt.
Ef þið h afið tök á , farið út í heim og skoðið.. Þið gerið það ekki þegar þið hafið endlaust af reikningum að borga og komnir með ábyrgð eins og íbúð og fleira.
Ef ég væri að klára skóla í dag og vissi nokkrunveginn hvað mig langar að læra, þá væri 1 árs frí alveg pottþétt og mikið um ferðalög.
Núna dreymir mig alveg um að komast til Þýskalands og skoða allt milli himins og jarðar þar, einnig langar mig til USA og keyra þau í gegn " NY - LA ".
En gangi ykkur allt í haginn og vonandi finnið þið hvað þið viljið gera

Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s