methylman skrifaði:Ég geri ráð fyrir því að gögnin á disknum séu mikilvæg ekki að þú sért að hugsa um að láta gera við diskinn til þess að nota hann.

'Eg skal fara í gegn um "diskalíkskúffuna" hjá mér og leita að einhverju sambærilegu fyrir þig í tilefni jólanna

Já, þessi diskur á að vera allt að því smekkfullur

Man að vísu varla lengur hvað er á honum en ég er samt pottþéttur á því að þar séu gersemar eins og einhver forrit sem ég hef búið til, örugglega einhverjar spes myndir og alls kyns annað fjarsjóðsdrasl. En ég var reyndar að komast að því að ég var með vitlausan disk í höndunum, þetta er s.s. ekki Fujitsu diskur heldur hvorki meira né minna en IBM Deskstar! Módelið er IC35L040AVER07-0, áttu disk með plötu sem passar? Er dýrt að fara með þetta á verkstæði?
En samt er víst líka vandamál með Fujitsu diskinn, einn af pinnunum lengst til hægri á IDE tenginu er hálfur inn, s.s. það er eins og hann hafi annað hvort brotnað eða eitthvað hafi ýtt honum inn

Búinn að prófa að tengja hann og hann virkar ekki svo ég þarf þá líka aðra plötu á hann en módelið er MPG3204AH. Vissi ekki að ég ætti þennan disk svo það verður gaman að skoða þá báða, þ.e.a.s. ef ég verð svo heppinn að geta reddað þessu...

Sakar ekki heldur að þetta eru ágætlega stórir diskar svo það verður eflaust hægt að nýta þá eitthvað

Og takk jonno, hef pottþétt samband við Íhluti ef mér tekst ekki að redda þessu

Fór einmitt í Íhluti í fyrsta sinn fyrir stuttu og gjörsamlega týndi mér í öllu dótinu, var bara þar til að kaupa hleðslubatterí en var hátt í klukkutíma að skoða eitthvað allt allt annað

Fékk svo vörulistann á leiðinni út, bók sem er örugglega þykkari en sjálf biblían!

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]