Skippo skrifaði:Eru ekki koparrör í þessu? ég mæli ekki með klór inn á svona kerfi, veldur mikilli tæringu og þú getur endað með miklu stærra vandamál sem er útfelling í kælikerfinu. Ég hef sosum ekkert annað til málana að leggja, annað en að það væri snjallt að nota frostlög (eða glykol) á kerfið eftir að þú ert búinn að hreinsa það.
Ekki nota dry alcohol á það, bæði getur þú lent í að það eimast (færð gasmyndun í kerfinu) og síðan er varmastuðull (þ.e. hve mikinn varma efnið getur flutt) miklu lægri en á vatni. Vatn er best, þarf einungis að setja í það hæfilegan skammt af eitri til að halda því "pöddufríu".
Þakka þér fyrir þessi greinagóðu svör, ég fer vonandi á næstunni í hreinsun, það er sagt í leiðarvísinum sem fylgdi kælingunni að til þess að hreinsa hana má nota hreint Benzine, Petroleum og terpentínu... Ég er að spá í að nota terpentínu, þar sem ég er ekki klár á hvar hitt er fáanlegt. Ég ætla bara að láta hana renna um kerfið í nokkra tíma, tappa henni af, fara aðra umferð með terpentínu og skola svo með dauðhreinsuðu vatni úr Apóteki, fylla síðan með samskonar vatni og pínu glycol ef ég finn ekki Water Wetter hér á Íslandi...
Veit einhver um stað þar sem Water Wetter er seldur ?