Ég er nú þegar með 2 Western Digital diska (sem virðast vera standa sig ágætlega/engin pirrandi hljóð í þeim eða neitt), einn 80 GB og annan 120 GB.. og ég hef verið mikið að fylgjast með verðunum á þessum 160 GB Samsung diskum, hef heyrt ágætis hluti um þá, en svo eru tveir vinir mínir að meina að SeaGate séu betri og hljóðlátari.. og mig langaði til þess að fá að vita svona almennt álits fólk á þessum tveimur diskum, reynslu og bara það sem þið getið sagt mér um þá

Með kveðju,
Vignir