Fékk það ráð að slökkva á telsey boxinu og routernum á sama tíma í 8 mínútur.
Gerði það, sama IP tala.
Hringdi viku seinna og sagði hvað mér hafði verið sagt og að það hafi ekki virkað.
Sá hækkaði tímann í 30 mínútur.
Gerði það, sama IP tala.
Þannig gekk það aftur og aftur ->1klst->3klst->8klst og það virkaði ekkert af því.
Slökkti þá á telsey boxinu og routernum í 48klst einhverntímann við tækifæri og það virkaði ekki, hringdi og fékk ráðið að slökkva á telsey boxinu og routernum og kveikja svo aftur

Veit einhver hérna hvernig ég fæ þessari static IP tölu skipt? Það er alveg á hreinu að þeir vita það ekki...