Mynd af viðbjóðinum:

Þegar ég sá þetta brá mér svakalega og athugaði Network á tölvunni. Þar koma upp einhverjar tölvur sem ég hef bara ekki hugmynd um hver á, þekki þessar tölvur ekkert. Það sem er líka skrýtið er að ég er ekki tengdur routernum heldur er beintengdur í telsey boxið. Get ekki skoðað neitt af þessum tölvum, fæ bara að það nái ekki sambandi. En, þegar ég fór í WMP og prófaði að stream'a lag í gegn [SVERRIR-PC var eina tölvan með eitthvað, og hún var bara með eitt lag eftir GusGus], og það virkaði.
Mynd af þessu: [Mín er 'Egill-HTPC']

Ég skannaði með MSE, sem fann ekkert.
Hvað get ég gert til að losna við þessar tölvur?