Gúrú skrifaði:Ósamræmið fólst í því þegar að þú notaðir orðið trúboð yfir skoðanaskipti (allt annað væri þá nihilismi) akkúrat hér og ég tók eftir því í fleiri innleggjum man ég ekki staðsetninguna á, en þú veist eflaust af betur en ég.
Og hvernig er þða ósamræmi? Skoðun er eitthvað sem þú getur ekki sannað og heldur því fram sem þinni skoðun. Þegar þú ert sannfærður um að þín skoðun sé réttari en aðrar ertu kominn með trú. Þegar þú svo boðar þessa skoðun sem þá réttu eða réttari en aðra þá ertu kominn út í trúboð. Ef þú vilt hafa aðra skoðun á málinu þá er þér það velkomið, hey það er skoðana(trú)frelsi í landinu

gumol skrifaði:Hvað helduru að haldi þessum trúlausu aðilum sem eru að tjá sig við efnið? Stanslaus áróður trúaðra um þessa blessuðu trú sína. Kíktu til dæmis á tru.is
"En þeir byrjuðu", vá ég hélt ekki að ég myndi sjá svona rök frá þér

En það er rétt, hvernig dirfist þjóðkirkjan að kaupa þetta lén? Það eru bara trúleysingjar sem
meiga gera
svoleiðis 
Auk þess hversu margir af pistlunum á tru.is snúast gegn trúleysi eða jafnvel öðrum trúarbrögðum vs. hversu margir hjá vantrú. Trúleysingjar boða "lífsskoðun" sína á öllum trúmálavefjum sem þeir komast með klærnar í og hvar sem svona umræða sprettur upp eru þeir jafnan með meira en helminginn af innleggjunum og þá er ég ekki einu sinni að telja svona troll eins og Sakixxx og sallarólegum (sem er með áróður í undirskriftinni sinni svo hann geti stöðugt verið að bera fram þessa skoðun sína). Samt eru þeir lítið brot af mannmergðinni.
gumol skrifaði:Þú getur haldið áfram að halda þessu fram ef þú vilt, en það breytir því ekki að þetta er ekki rétt.
Lestu þetta eins og þetta sé skrifað til þíns sjálfs. Það hjálpar oft.
@ Tesli: Ég trúi á Guð sem er yfirnáttúrulegur en ekki ónáttúrulegur þar sem að náttúrulögmálunum er komin af honum og viðhaldið af honum. Honum er lýst í stórum dráttum í Biblíunni og þar fáum við að vita að hann er óendanlegur, eilífur, almáttugur, óbreytanlegur og að hann geti verið skilinn af verkum sínum. Með þessa fullvissu að vopni lögðu menn eins og Newton, Copernicus, Galileo, Kepler, Bacon, Boyle, Kelvin, Pascal, Descartes, Faraday, Maxwell, Mendel, Leibniz, Laplace og Pasteur niður grunnin að þeim nútímavísindum sem við þekkjum í dag. Allir þessir menn trúðu því að hægt væri að skilja sköpunarverkið þar sem það byggðist á óbreytilegum reglum (af því að Guð sagði að það gerði það) sem gerðu þeim kleyft að stunda rannsóknir á því. Í dag notum við sömu forsendur en menn eru bara búnir að gleyma af hverju við tökum þessum forsendum sem gefnum án þess svo mikið sem að pæla í þeim. Margir segja sem svo að þær hafi verið sannaðar gegnum árin þar sem að þær gefi af sér niðurstöður sem við getum notað útfrá sömu forsendum til að gefa okkur aðrar niðurstöðum. Það er þó ekki svo heldur standa allar þessar niðurstöður og falla með grundvellinum sem þær byggjast á, þ.e. að það sé regla (lögmál) í alheiminum, sú regla sé óbreytileg ("Ég er hinn sami í gær og í dag og um aldir alda") og að við getum notað hugtök eins og orsakasamhengi ("EF þið borðið af tréinu ÞÁ munuð þið vissulega deyja") og samræmi ("Guð er ekki maður að hann afneiti sjálfum sér") til að lýsa þeirri reglu.
Tesli skrifaði:Þín nálgun er,
"Ég veit ekki hvernig afgangurinn virkar og þess vegna hlýtur hann að vera yfirnáttúrulegur"
Veit ekki hvernig A virkar og þess vegna hlýtur það að vera B sem er ástæðan!?!?!
Þetta er svo mikil mótsögn að ég á ekki orð

Nei, þetta er ekki mín nálgun, þetta er þín sýn á hugmyndafræði trúaðs fólks.
Mín nálgun er:
Ég trúi því að A sé forsendan og út frá henni stenst B osfv.
Þín nálgun er:
Ég þykist vita að B sé rétt af því að vísindamaðurinn segir mér það, ég þarf ekki forsendur og vísindamaðurinn ekki heldur.
Annað er vísindaleg nálgun, hitt ekki, ég skal gefa þér smá hint, vísindi byggjast á forsendum og sönnunum útfrá þeim.
Tesli skrifaði:Allt sem þú segir eru hlutir sem sýnt hefur verið fram á að meika engan sens, googlaðu þínar skoðanir og það sem þú segir.
Vá... nú er ég orðlaus. Sýndu mér allavega þá lágmarks mannvirðingu að koma með rök sem þú skilur frekar en að segja "það er til maður á internetinu sem segir að þetta sem þú segir sé bull".
Að lokum þá er rökfræði ekki eitthvað sem ætti að koma tækninörda spánskt fyrir sjónir. Jörðin er fyrir ótæknilæst fólk, I'm not coming down

Virðingarfyllst
Guðbjartur Nilsson
AKA Tuðbjartur (skrásett vörumerki)
