Það sem er svo fyndið við þau rök að bann á sígarettum sé öfga forsjárshyggja, er að í flestum tilfellum erum við ung þegar við byrjum og við gerum okkur engan vegin grein fyrir því hvað við erum að koma okkur út í þegar við fáum okkur fyrstu sígaretturnar. Það fá sér fáir fyrstu rettuna með það hugarfar að þeir ætli að verða dagreikingarmenn. Afhverju? Afþví það langar engum heilvita manni að byrja að reykja. Hvort sem við erum ung eða eldri. Hvernig getur aðgengi að svona hrikalega skaðlegu ávanabindandi eitri verið það gott að 15 ára drengur getur keypt þetta í bónusvideo í 50% tilvika. Eftir svona 50-60 ár verður þetta stranglega bannað, og þá í framleiðslu, alltsaman! Og að vera reykja í kringum annað fólk verður litið sömu augum ef ekki grimmari. Bannað og refsivert. Það er ekkert spursmál hvort sígarettur séu hollar eða ekki og hvort óbeinar reykingar skaði. Hvort þetta kosti samfélagið og dragi okkur niður sem rökhugsandi verur. Og það er ekki spursmál hvort það sé fáránlegt að reykingar séu leyfðar á almenningsvæðum. Það er bara svona common sense. Þetta er eins og að fara rífast um marktæki þróunarkenningarinnar. Það eru tugir efna í sígarettum sem eru ólögleg í notkun við framleiðslu og meira segja meðhöndlun á matvælum og við lyfjagerð. Og þetta eru efni sem þú ert að blása frá þér í kringum annað fólk. Ef sígarettur kæmu nýjar inn á markaðinn í dag yrðu þær ALDREI leyfðar.
Þetta er menningin (sagan) sem fylgir reykingum og frelsið (þeir sem vilja mega gera það sem þeim sýnist) sem mér finnst umræðan snúast um.
Það er voða lítið hægt að segja þegar við erum að tala um einhverja gamlar leifar frá tímum þar sem við lifðum að meðaltali um 40 ár og héldum að hafið væri endalaust... Eða goðsögn. Að reyna vefja þetta upp í eitthvað pólitískt umhverfi, hægri vs vinstri, sjálfræði eða forræði, mér finnst það bara rugl. Þetta er eitur sem er selt í búðum í litríkum pakkningum með myntu bragði. What? Þetta og skipulögð trúarbrögð eru ein þyngstu byrðar sem mannkynið dregur á eftir sér í nútíma samfélagi

(ok og kannski hrúga af öðru drasli líka en samt sem áður langverst í heimi!)
Það er ekki spurning um hvort, það er spurning um hvenar og hvernig er best að losa okkur við þetta.
Ég get ekki að því gert að þegar ég hlusta á einhvern rökræða þessi mál frá hinu sjónarhorninu þá minnir það mig á tímann sem ég var að vinna á afvötnunardeild á fíkniefnaspítala. (Sama rökleysan aftur og aftur)

(Þetta skaðar engann nema mig! Þetta snýst um frelsi! Segir mér enginn hvað ég geri! Hver ert þú að reyna banna mér eitthvað sem ég geri sjálfum mér?)
Þetta er spurning hverni samfélagi viljum við búa í. Þar sem við leifum eigin ríkisstjórn að taka ákvarðanir þegar það kemur að innflutningi á eiturefnum eða ætlum við frekar að hlusta á fíkilinn og með aðgerðarleisi bregðast ungmennum okkar með skynsamlegri löggjöf í þessum efnum.
Svona til að enda þetta input hjá mér (sem átti reyndar bara að vera þetta litla komment: Ef sígarettur kæmu nýjar inn á markaðinn í dag yrðu þær ALDREI leyfðar! Segir það ekki eitthvað?)

þá hef ég reykt on off síðan ég var 15. Alltaf að hætta en byrja alltaf aftur. Bara vani þegar ég fæ mér bjór að fá mér sígó og þannig byrjar maður alltaf að reykja aftur. Hætti núna um áramótin og hætti þá að fá mér bjór líka til að reyna hætta þessu alveg. Ég er kannski svolítið litaður af minni reynslu af þessu drasli en vildi ég óska að sala á þessu yrði bönnuð og ég þyrfti að fara redda mér einhverjum grassala númerum til að redda mér sígó. Þá myndi maður svo sannarlega hætta þessu
Mér finndist óeðlilegt ef þetta yrði ekki bannað í sölu og framleiðslu í siðmenntaða heiminum innan 15-20 ára. Allt í lagi að banna sölu á sígarettum á Íslandi, að lágmarki ætti að takmarka þetta mun meira og þá var ég einmitt hrifinn af hugmyndinni þar sem sígarettur voru bara fáanlegar í apóteki. Þar sem nikótín tyggjóið er einmitt líka...

Og já, ætli maður verði ekki að taka fram að þetta er bara mín skoðun og allir hafa rétt á sinni. (Og ég er ekki að segja að reykingarfólk eigi heima á afvötnunardeild á fíkniefnaspítala

)
dandri skrifaði:Reykingar eru auðvitað skaðlegar en mér finnst rugl að reyna að banna það. Fólk sem reykir hættir ekkert allt að reykja þótt það sé bannað og það mun koma ennþá stærri svartur markaður fyrir tóbak ef það er bannað.
Nei en þú getur kannski bjargað næstu kynslóð...