Ég er að fara að fá mér fartölvu, en hef bara ekki hugmynd hvað er gott og hvað ekki í þessu fartölvudæmi. Fartölvan sem ég þarf verður að styðja half-life 2 (1.2 GHz örri, 256mb minni, 128mb skjákort sem styður DirectX 7 eða hærra og WinXP). hún verður helst að vera frekar hljóðlát, með góðu hljóðkorti og helst með skrifara.
Svo er ég ekkert inní hvaða tölvubúðir eru að gera sig og hverjar ekki þannig ef það eru einhverjar búðir sem ég á alls ekki að versla hjá endilega látið mig vita
Hún má vera á verðbilinu 100-150 þ. og þessi fartölva mun koma í stað borðtölvunnar minnar, öll hjálp er mjög vel þegin
kk,
Palli.
Hnje.