Knubbe skrifaði:Það eru góð laun fyrir handlangara myndi ég segja.Ef ég sletti smá hvað er þá motivationið þitt að klára þetta nám ef þú ert kominn með decent laun nú þegar?
jonsig skrifaði:Þetta eru "fín" laun en ekkert svakaleg og þá sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarmenn eru með þeim fyrstu á atvinnuleysisbætur í öllum niðursveiflum. Þú ert samt rétt undir tæknifræðing (BSc) á byrjunnarlaunum á stofu.tdog skrifaði:Ég er rafvirki, verkstjóri með 3150 á tímann. Landsbyggðin.
Veriði ekki með þessa vitleysu.
Þetta eru ekkert fín laun, það er bara búið að reyna að koma því í hausinn á okkur að ca hálf milla+/- séu ágætis laun.
Þetta eru í raun skítalaun og það tekur því ekki að tala um fín laun fyrr en menn hafa ca milljón á mánuði eða meira.
Versta er að það er bara búið að halda niðri launum hér á landi svo lengi að við erum látin halda að þar sem að lágmarkslaun eru 300 þús þá séu tvöföld lágmarkslaun fín laun.
Fín laun eru komin þegar að það er hægt að reka 4 manna heimili á 100% vinnu (ekki 150%) og eiga 10% umfram launatékkann eftir þegar að mánuðurinn er búin.
Allt undir því eru í raun ekkert sérstök laun.
Kv. einn sem að er á skítalaunum einsog flestir hérna