Ég sagði innan úr gamla lokinu á disknum svo ég gæti notað gömlu skrúfugötin og hefði kannta til að líma plexiið á (það er líka fallaegra að halda þeim).
Því næst teiknaði ég eftir könntunum á 1,5mm þykkt formað plexi (öll sagarvinna fór fram í tifsög með 3mm blöðum) Þvæi næst tók við mikil þjalaog pússivinna. svo límdi ég gluggann á og ryksugaði hann áður en ég skrúfaði hann á.

Ég var ekki nógu ánægð með líminguna fyrst og grýtti því smíðagripnum í gólfið og þá kom ein rispa á glerið.

Svo eftir smá stund náði gnarr í þetta og fullvissaði mig um að ekkert tölvunerd tæki eftir því, þá kláraði ég verkið.
Harðidiskurinn var geymdur í vel hreinsuðu ísboxi allann tímann.
Þetta var svona prótótýpa og ég stefni á að gera fleyri þar sem ég ætla að leiða örmjóa ljósleiðara um kassan og svo bræða þá í glerið á hörðudiskunum svo það lýsi allt, jafnvel ljósleiðaraenda á lesarann.
Og nei ég á því miður ekki systur.

Og það er rétt.. ég óx ekki á tré
