Er einhver hérna sem vinnur sem kranastjóri á turn krönum, hefur unnið sem kranastjóri?
Hef verið tækjamaður hjá ákveðnu fyrirtæki síðan í september og er aðalega á Manitou skotbómulyftara og eitthvað á litlum fjarstýrðum krönum en nú vantar kranamenn og ég á að fara klifra uppí 60m háan turn krana og vera þar i 10-12 klst á dag og er ekki alveg tilbúinn í það á mínu núverandi tímakauði svo mig langar að forvitnast um tímakaup hjá kranastjórum, ef einhverjir íslendingar vinna við þetta ennþá haha

(veit ekkert hvar annarstaðar ég ætti að spyrja, fjölbreyttur hópur hér á vaktinni :þ)
Kv.
Hjorleifsson