
Ég er allveg uppiskroppa með staði til að kíkja á. Ég er mikill áhugaljósmyndari og buinn að skoða alla helstu staðina við þjóðveginn. Mig langar endilega fá hugmyndir af stöðum sem eru kannski ekki jafn þekktir og þessir vinsælu staðir, þurfa ekki að vera langt í burtu en væri helst til í að gera dagsferð úr því um helgar tildæmis. Fór tildæmis í Kjós í gær og í Mosfellsdal að skoða Helgufoss, Þórufoss og Tröllafoss, æðislegir staðir ekki svo langt í burtu. Opinn fyrir öllu
