Tölvufíkn ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Tölvufíkn ?

Pósturaf joker » Sun 18. Des 2022 00:55

Hef miklar áhyggjur af barnabarni mínu, dreng rúmlega tvítugum. Hann er löngu flosnaður úr úr skóla, flosnaður úr vinnu, kominn á atvinnuleysisbætur. Hann dvelur langdvölum allar nætur með tölvur allt í kringum sig og er í samskiptum við erlenda og innlenda aðila. Þeir eru í tölvuleik sem ég kann ekki að nefna. Hann liggur inn á móður sinni sem er á öryrkja launum. Hafið, þið reynslu af þessu og einhver ráð fyrir móðurina.?
Síðast breytt af joker á Lau 07. Jan 2023 22:24, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf Ghost » Sun 18. Des 2022 01:46

Hef ekki neina reynslu af svona en ég held að það þurfi bara að tala við hann og jafnvel að fá fagmann til að gera það. Segja honum að þetta gangi ekki svona og að hann þurfi að taka sig á í lífinu.

Ef það gengur ekki þá er eina leiðin held ég að henda honum út svo að hann geti áttað sig á því sjálfur að svona hegðun virki ekki.

Geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta er ekki svona auðvelt að framkvæma en eitthvað þarf að gera.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf jonsig » Sun 18. Des 2022 10:51

Sæll Jóker. Ég hugsa að þú sért að eiga við tvo "sjúklinga" í þessu tilfelli. Fíkil og meðvirkil.

Ég kannast vel við þetta, ég og bróðir minn erum skilnaðarbörn og bjuggum við hjá móður okkar.
Sjálfur var ég eins og strákurinn sem þú nefnir nema ég var alltaf í vinnu og borgaði með mér. Ég hef aldrei laðast að neinum fíkniefnum eða áfengi en tölvufíknin hafði mikil áhrif á mig eftir fermingu til tvítugs.
En sem betur fer var tölvufíkninni reddað með að "henda mér út" 18ára. Af frumkvæði föður míns til að minnka stirðleika milli mín og móður minnar.
Þetta voru átök að standa á eigin fótum en var fljótt venjast.
Við þetta þroskaðist maður og fljótlega áttaði maður sig á að maður vildi halda áfram í framhaldskóla að læra það sem maður hafði áhuga á eða 7ár til viðbótar. Vann allar helgar, sumar og jólafrí, síðan keypti mér íbúð ~27ára og átti 75% í henni. Og orðinn sjálfs míns herra frekar ungur sem var æðislegt. Með minniháttar námslán.

Þetta er hinsvegar verra hjá bróður mínum.
Bróðir minn sem er töluvert yngri hefur sama "heilkenni" hann hefur komist upp með að lifa á mömmu mun lengur. Væntanlega vegna einhvers samviskubits yfir hversu ungum mér var hennt út.
Hann lokaði sig bara inní herbergi á jarðhæð með 30cm háum glugga með opnanlegu fagi. Og var bara í tölvunni 24/7/365. Og hafði engan áhuga á vinnu (of góður fyrir venjulega vinnu) og hættur að sinna verkfræðináminu, þá var farið að reyna koma honum út.
En þá var hann allt í einu orðinn kvíða og þunglyndissjúklingur og mátti helst ekki hrófla við honum svo hann tæki ekki einhverk trillingsköst eða færi að hóta drepa sig eða beita öðrum tilfinningakúgunum.
Hann var orðinn svo latur að hann nennti ekki að sækja atvinnuleysisbætur og datt af bótum því það gekk ágætlega að lifa á mömmu. Eftir því sem árin liðu og þessu ástandi leyft að viðgangast jafnframt því sem þrýstingurinn jókst að koma honum út þá færði hann sig uppá skaftið í tilfinningakúgunum.
Með aðkomu minni og föður okkar bræðranna tókst mömmu loksins að koma honum út með að skipta um skrá heima og pabbi bauðst til að borga fyrir hann fyrstu þrjá mánuðina af leigu á studio íbúð.Ótrúlegt en satt fór bróðir minn loksins að vinna 23 ára og hefur haldist í vinnu í að verða 2ár.

Mamma hefði aldrei getað komið honum út ein og sér, því hún er,,, var mjög illa farin af meðvirkni. Því svona strákar þurfa bara einn meðvirkil til að halda áfram að lifa atvinnulausa tölvuleikja lífsstílnum og ekki hjálpar að samfélagið þjáist af aula dýrkun og því þykir ekki taboo lengur að vera auli sem lifir á fátæku foreldri.

Ef ég á að ráðleggja þér, þá þarf að vinna í meðvirkni móðurinnar og finna leið til að koma stráknum út án þess að móðirin sé að þvælast fyrir. Þessir meðvirklar eru jafn veikir eða jafnvel veikari heldur en fíkillinn.
Eftir því sem stráksi er lengur að loka sig inni.. því verra ! Og lengra mun hann ganga til þess að vera ekki svældur út. Þetta gæti orðið virkilega ófrínilegt ástand áður en hlutirnir fara að skána. Síðan er alltaf hættan á að meðvirkillinn bjóði honum heim aftur, því það er svo erfitt að lifa á þessum leigumarkaði, eða strákurinn er svo þunglyndur svona einn. Yfirleitt kunna gerendurnir mjög vel á meðvirklana sína til að viðhalda eitruðu sambandi gangandi.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf Trihard » Sun 18. Des 2022 11:45

Það sem ég myndi gera er að fela tölvuna hans reglulega og koma honum í skóla eða vinnu. Þegar hann verður 25-30 ára mun hann kannski missa áhugann á tölvuleikjum og fókusera meira á það sem skiptir raunverulega máli. Það var allavega þannig með mig.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf ColdIce » Sun 18. Des 2022 11:52

Annaðhvort verður hann kominn með vinnu á x dagsetningu, eða hann finnur sér annan stað til að búa á.

Virkaði á mig


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf jonsig » Sun 18. Des 2022 12:38

Trihard skrifaði:Það sem ég myndi gera er að fela tölvuna hans reglulega og koma honum í skóla eða vinnu. Þegar hann verður 25-30 ára mun hann kannski missa áhugann á tölvuleikjum og fókusera meira á það sem skiptir raunverulega máli. Það var allavega þannig með mig.


Það er bara tendans hjá fíklum að redda sér. Eins og að taka netið virkar bara þar til búðir opna aftur, þá er fíkillinn kannski búinn að ljúga að honum vanti pening fyrir sálfræðing en kaupir bara 5g hnetu.
Meðan ástandið varir lengur þá er verið að breyta kannski finasta strák í harðsvíraðan lygara og drullusokk með einhverjum svona minniháttar aðgerðum sem skila engum árangri nema að gera hann bara enn slungnari við að halda sig í þæginda rammanum. Semsagt þroskast í öfuga átt.

*edit* Varðandi að fá "fagmann" í þetta.
það er ekki hægt að senda einhverja "fagmenn" á langt leidda fíkla yfir 18ára. Nema kannski einhverja handrukkara til að hrista hann til ? Veit ekki hvort það virki en varðandi sálfræðing þá geta fíklar yfir 18ára aldurinn hreinlega hafnað þeirra aðstoð eða ljúga því að þeir séu að mæta í viðtalstíma með búa til einhvern lygavef sem enginn trúir nema meðvirkillinn.
En fagmennirnir geta líklega nýst meðvirklinum sem er þó líklega jafn illa farinn og fíkillinn, neita að mæta útaf stolti eða trúa því að heimurinn sé virkilega á móti fíklinum sínum og skilji hann ekki.

Ef ástandið fær að þróast í að verða gjörsamlega stjórnlaust þar sem fíkillinn fer yfir strikið og verður óbærilegur eða jafnvel hættulegur sér eða öðrum þá þarf að svifta hann sjálfræði sem er hrikaleg aðgerð. Það yrði versta niðurstaðan fyrir alla.
Síðast breytt af jonsig á Sun 18. Des 2022 13:23, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Des 2022 13:48

ColdIce skrifaði:Annaðhvort verður hann kominn með vinnu á x dagsetningu, eða hann finnur sér annan stað til að búa á.

Virkaði á mig

Úff það er harsh...




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf ColdIce » Sun 18. Des 2022 14:48

GuðjónR skrifaði:
ColdIce skrifaði:Annaðhvort verður hann kominn með vinnu á x dagsetningu, eða hann finnur sér annan stað til að búa á.

Virkaði á mig

Úff það er harsh...

Það var ömurlegt en stundum þarf að gefa gott spark. Þetta var samkvæmt ráðleggingum sálfræðings.
Breytti allavega mínu lífi til hins betra. En auðvitað er þetta persónubundið og myndi aldrei gera það nema hafa sérfræðing inn í málinu


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf worghal » Sun 18. Des 2022 15:23

jonsig skrifaði:*góð lesning*

Djöfull er ég sammála þér þarna, þegar á þennan stað er komið þá er enginn bómull að fara að virka og ekkert annað en gott spark sem þarf.
Sjálfur stefndi ég í þessa holu og einkennist mikið af þessu bara sjálfsvorkun sem maður vill ekkert vinna í fyrr en það er ekkert annað í boði og stundum þarf bara að vera vondur við mann til að koma manni þangað.

núna er maður kominn með konu, íbúð, bíla og góða vinnu og mikið af því á ég foreldrum mínum að þakka að taka nógu harkalega á mér og stefna mér í rétta átt. :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Des 2022 15:38

ColdIce skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
ColdIce skrifaði:Annaðhvort verður hann kominn með vinnu á x dagsetningu, eða hann finnur sér annan stað til að búa á.

Virkaði á mig

Úff það er harsh...

Það var ömurlegt en stundum þarf að gefa gott spark. Þetta var samkvæmt ráðleggingum sálfræðings.
Breytti allavega mínu lífi til hins betra. En auðvitað er þetta persónubundið og myndi aldrei gera það nema hafa sérfræðing inn í málinu


Já ég veit að þú hefur plumað þig mjög vel í lífinu, en þetta er samt fjandi harsh, kannski þurfti það bara, veit ekki...
En ég veit að ég þyrfti að gefa mínum ormum spá spark, en þegar kemur að þeim þá er maður bara of soft og hugsanlega meðvirkur líka.
Maður gerir þeim ekki greina með því að vefja í bómul en maður þarf að hafa þessa hörku í sér til að geta það.
Ég er miklu harðari á bak við lyklaborðið en í real life þannig að ég get ómögulega gefið öðrum ráð, sérstaklega ef ég get ekki farið eftir þeim sjálfur.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 19. Des 2022 11:19

20 ára er enginn aldur. Maður er oft smástund að átta sig á hlutunum.

Þú sem afi ert í kjöraðstöðu til að ræða við kappann og skína smá ljósi á aðstæður og stýra í rétta átt. Ég leit mjög upp til afa minna sem ég missti of snemma frá mér


Það er EKKERT að því að spila tölvuleiki og hafa gaman af tölvum, sjáðu bara alla sem eru hérna, við erum nördar :)

Best væri að finna sig í einhverskonar tölvunámi/Forritun eða sambærilegt.

Erfitt að finna betri vinnu með betri vinnutíma og fríðindum
Síðast breytt af Jón Ragnar á Mán 19. Des 2022 11:20, breytt samtals 1 sinni.



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Reindeer
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 19. Des 2022 10:54
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf Reindeer » Mán 19. Des 2022 11:24

A
Síðast breytt af Reindeer á Þri 24. Okt 2023 23:22, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 19. Des 2022 11:31

Það þarf að hjálpa einstaklingum að finna tilgang.

Það eru margar leiðir að því, en á endanum, þá er besta leiðin að stökkva í djúpu laugina þegar það kemur að þessu.
En það er hægt að styðja samt við það ferli.

Þetta video með geðlækninum Haraldi Erlendssyni er svo frábært, þeir fara um víðan völl og þægilegt að hlusta á þá.




Slayer
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 18:40
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Tölvufíkn ?

Pósturaf Slayer » Mið 21. Des 2022 08:08

ég er hel-meðvirkur fíkill og alcahólisti
Mér var hennt út af heiman eftir að hafa vaknað á spítala vegna tilraun til sjálfsvígs 16 ára
en málið hjá mér að fíknin og stjórnleysið varð til vegna langvarandi vanrækslu og ofbeldis í æsku af hálfu foreldra.
í dag er ég 43 ára og edrú í tæp 10 ár,ég á mína fasteign skuldlaust og á næs bíl og hef vinnu og er menntaður og líf mitt
er sjúklega auðvelt og þægilegt og bla bla bla.
En!! ég get ekki átt í neinum djúpum tengslum við fólk,ég er haldinn mannfyrirlitningu sem ég losna aldrei við.
ást umhyggja og alúð upplifi ég sem ógn.ég verð skíthræddur og finnst eins og ég þurfi að berja konur og fólk frá mér ef ég fynn að manneskja er að reyna við mig en auðvitað læt ég það nú vera og segi þeim að þær séu að velja versta lífsförunaut sem hugsast getur og ég mun aldrei veita þeim athygli eða áhuga né þurfa á nærveru þeirra að halda,ég elska fólk þegar ég er látinn í friði og er í örruggri fjarlægð frá því.
svo ég nýt heldur ekki kynlífs en gerði það bara áður vegna ótta og kurteisi.
jæja en svona er nú lífið og ég er hjá sálfræðingi til magra ára vegna vanfærni í nánd við annað fólk.
ég er ekkert að vera með þráhyggju yfir þessu og ég nýt lífsins bara ágætlega "aleinn" og það er dásamlegt frelsi.

en hefði ég fengið ást og samkend og mannsæmandi uppeldi og heilbrigða nærveru og athygli og öryggi
þá hefði ég ekki leitað í dóp og áfengi og fíkillin hefði ekki fengið að þróast og ég ætti kanski fjölskyldu og börn?

svo mitt álit á þessu öllu er ef að það er búið að ræða við strákinn almennilega og hann fengið skilning og ást frá sínum nánustu og jafnvel farið í fjölskylduráðgjöf því hann gæti verið að upplifa "trauma" eða áfallastreituröskun af einhverju tagi. og afhverju er hann einn alltaf?
nennir mamma og pabbi ekki vera með í því sem hann hefur áhuga á? er honum sagt að halda kjafti þegar það eru fréttir til dæmis?
það þarf að skoða samskiptinn hvernig þau hafa verið gegn um árin og með ráðgjafa
þegar er búið að prófa allt, meðferðir og alúð og ekkert virkar.þá bara um að gera að henda honum út.