falcon1 skrifaði:Mynduð þið segja að kerfisstjóri væri fjölskylduvænt starf? Eða er maður kannski alltaf í vinnunni?
Fer eftir vinnustað og fjölda aðila í IT hóp.
Aðal atriðið er að vita hvað er ætlast til af þér eftir dagvinnutíma hvort þú ert á formlegri bakvakt og þurfir að vera nálagt tölvu hverju sinni (ættir að fá borgað sérstaklega fyrir það að vera á bakvakt og þurfir að vera til taks , bara passa sig að vita hvað þú kvittar uppá).
Eða hvort það sé "friendly" fyrirkomulag og það er haft samband við þig og þú færð borgað fyrir útkall í hvert skipti sem er haft samband við þig og beðið þig að framkvæma einhverja vinnu. Ef þú ert ekki á skráður á formlega bakvakt í þessu Friendly fyrirkomulagi og kemst ekki í verkefni þá er eðlilegt að þú látir vita að það sé staðan og næsti aðili tekur boltann.
Mín upplifun er að maður fær svigrúm til að vinna í fjarvinnu ef maður þarf að vera á heimavellinum af einhverjum ástæðum og geti jafnvel unnið í einhvers konar "Flex" vinnutímafyrirkomulag sem hentar þér (þitt að velja) 7-15, 8-16 eða 9-17.
Erfiðara að ná þessum balance ef það eru fáir að sjá um IT reksturinn hjá fyrirtækinu sem maður starfar hjá. Í dag myndi ég forðast að ráða mig inná vinnustað þar sem þú ert aðilinn með alla hattana og ert þessi "Ómissandi" týpa. Gætir þá lent í því að þurfa að þjónusta vinnualka klukkan 2 að nóttu til sem þarf að prenta