Örgjavakæling


Höfundur
Mikaelv
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mán 14. Des 2020 17:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Örgjavakæling

Pósturaf Mikaelv » Mán 02. Okt 2023 20:28

Hvaða örgjavakælingu mælið með? Er með 13600kf örgjava og 4070 kort ef það breytir ehv. Á maður að fara í vatnskælingu eða er ekki nóg að vera bara með viftu? Er með ehv úr gömlu tölvunni sem passar ílla og er ekki að standa sig nógu vel. Er að leita af good bang for buck, er nokkuð sama um rgb ljos þott það væri nett og er sama um hversu hljóðlát hún er. Fyrirfram þakkir.
Síðast breytt af Mikaelv á Mán 02. Okt 2023 21:51, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 222
Staða: Tengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf TheAdder » Mán 02. Okt 2023 23:00

Ég mæli alltaf með Kísildal, þessi kæling ætti að vera rúmlega nóg fyrir þinn örgjörva:
https://kisildalur.is/category/13/products/1031


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


mattinn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 02. Maí 2020 19:24
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf mattinn » Þri 03. Okt 2023 11:37

Ég er með 13600kf og er að keyra á DeepCool AG620 kæingu. Ég verð að segja að ég er ekkert eitthvað rosalega sáttur. Ég þarf að undirklukka örgjörvann aðeins, keyri cinebench og fæ rétt undir 23.000 í multi-core og næ að halda örgjörvanum undir 90°megnið af tímanum en hann throttlar sig dálítið og fer í 4.6-4.7Ghz stórann hluta af keyrslunni.

Ég er með ASRock móðurborð og áttaði mig ekki á að þeir reyna default að drepa örgjörfa... TJMax var 115°og hann var að jappla á 250W og thermal throttla eins og brjálæðingur áður en ég fór í biosinn og lagaði til.

TLDR: Veit ekki hvort loftkæling sé nógu góð fyrir 13th gen intel útfrá eigin reynslu.




Höfundur
Mikaelv
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mán 14. Des 2020 17:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf Mikaelv » Þri 03. Okt 2023 23:58

Damn það hljómar alveg mjög undarlega hjá þér. Kælingin hlýtur að vera ehv vitlaus sett á hjá þér, kannski ekki nógu þétt. Myndi prófa að taka hana af og setja aftur kælikrem og betur á. Ég er með ehv gamla kælingu þar sem að kæliplatan passar ekki rétt á örgjavan og ég þarf að snúa kælingunni upp þannig annaðhvort tekur viftan heitaloftið út úr skjákortinu og blæs því í gengum ribbuvirkið sem ég prófaði fyrst eða blæs heita loftinu frá cpu í skjákortið. Þá var hitinn í um 70-80°c en í cyberpunk for hann í 90 og ehv þangað til að ég byrjaði að taka lokið af turninum og hafa hann bara opinn. Er þá að runna í um 70°c. Gæti verið líka að móðurborðið þitt er sökudólgurinn dno.




Höfundur
Mikaelv
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mán 14. Des 2020 17:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf Mikaelv » Mið 04. Okt 2023 00:00

Væri til í fleirri reynslusögur hjá fólki með 13 gen örgjava.




mattinn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 02. Maí 2020 19:24
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf mattinn » Mið 04. Okt 2023 08:56

Mikaelv skrifaði:Damn það hljómar alveg mjög undarlega hjá þér. Kælingin hlýtur að vera ehv vitlaus sett á hjá þér, kannski ekki nógu þétt. Myndi prófa að taka hana af og setja aftur kælikrem og betur á. Ég er með ehv gamla kælingu þar sem að kæliplatan passar ekki rétt á örgjavan og ég þarf að snúa kælingunni upp þannig annaðhvort tekur viftan heitaloftið út úr skjákortinu og blæs því í gengum ribbuvirkið sem ég prófaði fyrst eða blæs heita loftinu frá cpu í skjákortið. Þá var hitinn í um 70-80°c en í cyberpunk for hann í 90 og ehv þangað til að ég byrjaði að taka lokið af turninum og hafa hann bara opinn. Er þá að runna í um 70°c. Gæti verið líka að móðurborðið þitt er sökudólgurinn dno.


Já, mér leið eins og það væri eitthvað að svo ég tók kælinguna af um daginn og setti glænýtt kælikrem og festi nokkuð þétt niður, það breyttist ekki mikið við það... gæti verið mounting braketið, en það er svo erfitt að greina það einhvern veginn án þess að sjá það eitthvað skakt, og það sést ekki neitt með svona stóra kælingu fyrir :-k
Síðast breytt af mattinn á Mið 04. Okt 2023 08:57, breytt samtals 1 sinni.




varknurr
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 10. Ágú 2023 20:19
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf varknurr » Mið 04. Okt 2023 10:56

13700KF notandi herna, var með AG620 loftkæling twin tower. Eg undervoltaði og gerði tweaks og setti aftur kælikrem og whatever. Það bara gat ekki kælt örgjörvann, hitinn var 60-70 og stundum 85-86. Keypti mer arctic freezer ii 240mm, og nu er hitinn 50-60 max 70 stundum.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf Frost » Mið 04. Okt 2023 11:33

Ég er með 13700KF og kæli hann með Noctua NH-D15 í kassa með mjög góðu loftflæði. Fer örstundum yfir 80°C en almennt séð virkar það vel.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Höfundur
Mikaelv
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mán 14. Des 2020 17:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf Mikaelv » Mið 04. Okt 2023 17:15

Okeoke þannig mér sýnist að ég þurfi helst að fara yfir í vatnskælingu. Takk fyrir svörin.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 705
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Örgjavakæling

Pósturaf Hausinn » Mið 04. Okt 2023 21:56

Þú ættir ekki að þurfa neina vatnskælingu fyrir 13600KF, sérstaklega ef þetta er aðalega leikjavél. Taktu bara einhverja góða turnkælingu eins og Noctia NH-D15 eða DeepCool AK620.