Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 189
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf emil40 » Fim 24. Apr 2025 23:23

Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ????

Þetta var mín, Sinclair Spectrum 48k með kassettutæki og litlu sjónvarpi ....

Hver var fyrsta tölvan ykkar. Endilega deilið reynslusögum.

emil tölvu meme.png
emil tölvu meme.png (2.44 MiB) Skoðað 4600 sinnum


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 362
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 120
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf oliuntitled » Fös 25. Apr 2025 00:00

Fyrsta "pc" tölvan mín var macintosh plus, eðal maskína sem hafði mikil áhrif á mig :)
fyrsta pc vélin sem ég setti saman sjálfur var pentium pro (man ekki hvaða módel nkl) með 3dfx skjákorti (þurfti að tengja það samhliða pci skjákorti í þá daga) og 300mb hörðum disk, þvílíka mulningsvélin :D



Skjámynd

Langeygður
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 38
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Langeygður » Fös 25. Apr 2025 00:14

Viktor 8087 með 2x 5 1/4 floppy drifum.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD

Skjámynd

Climbatiz
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 306
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 56
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Climbatiz » Fös 25. Apr 2025 04:58

pabbi var að vinna hjá einhverju tölvufyrirtæki sem sinnaði tölvur hjá öðrum fyrirtæknum, man ekki hvað það hét, en oneday þá kom hann með einhverja corporate tölvu sem átti að henda og gaf mér hana plús 3x CRT skjái, bara svona uppá backup, tölvan sem ég fékk var með Win95 á og ekkert hafði verið formatted :Þ samt bara 300MB HDD
Síðast breytt af Climbatiz á Fös 25. Apr 2025 04:58, breytt samtals 1 sinni.


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


Hausinn
FanBoy
Póstar: 740
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 166
Staða: Tengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Hausinn » Fös 25. Apr 2025 08:18

Ef þú meinar tölvu sem ég átti 100% sjálfur, þá væri það skólafartölvan sem ég keypti mér þegar ég byrjaði í framhaldsskóla. Sú tölva var með eitt allra versta lyklaborð sem ég hef nokkurntíman notað á ævi minni. :catgotmyballs

Fyrsta borðtölvan keypti ég hins vegar á Bland þegar ég var kannski svona 18 ára. Man það ekki alveg. Var með i7 2600k og GTX 460 sem ég uppfærði síðan í GTX 970. Ágæt vél, en hugsandi um það núna þá yfirborgaði ég sennilegast fyrir hana. Hef verið í mörgum samsetningum síðan.



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2421
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Black » Fös 25. Apr 2025 08:50

Keypti þessa vél fyrir hluta af fermingapeningunum, eftirminnilega töff kassi með skjákortinu :lol:
Processor: AMD Athlon(tm) 64 X2 Dual Core Processor 4200+ (2 CPUs), ~2.2GHz
Memory: 2048MB RAM
Hardisk:320gb Western Digital 32mb Buffer
GPU: 8400GS

Mynd

Stuttu seinna uppfærði ég í 9600GT og 4gb í vinnsluminni, þá fór windows vista að rúlla smoooth :snobbylaugh
Síðast breytt af Black á Fös 25. Apr 2025 08:51, breytt samtals 1 sinni.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1595
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 138
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf audiophile » Fös 25. Apr 2025 09:09

Fyrsta tölvan sem ég eignaðist var Sinclair Spectrum 48k. Það kom svo seinna á heimilið 486 33MHz PC tölva. Fyrsta PC tölvan sem ég eignaðist sjálfur var líklega 1998 og minnir að það hafi verið AMD K6 örgjörvi í henni.


Have spacesuit. Will travel.


KristinnK
Gúrú
Póstar: 581
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf KristinnK » Fös 25. Apr 2025 09:09

Fyrsta tölvan mín var einmitt um fermingaraldurinn með Pentium 4 2.4 GHz örgjörva og Nvidia Geforce 6600 GT skjákorti.

Þetta var góð vél og ég vildi að ég ætti hana enn í dag.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 25. Apr 2025 09:51

Ég hef óljósar um minningar um einhverja tölvu, sem var eiginlega innbyggð í lyklaborð, sem var tengd við sjónvarp. Hugbúnaðurinn var á snældum sem var stungið í lyklaborðið.

Þetta voru aðallega leikir, hvernig maður valdi leiki veit ég ekki. Þetta virkaði allt voðalega handahófskennt þegar maður setti græjuna í gang.

Kannski einhver kannist við þetta.

Síðar kom forláta windows tölva inn á heimilið sem hét líklegast Cordata og keyrði Windows 3.1




drengurola
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf drengurola » Fös 25. Apr 2025 09:56

Amstrad CPC 464, pimpuð í drasl með 128kb og diskettudrifi



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 29
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Nördaklessa » Fös 25. Apr 2025 10:10

Intel P4 og eitthvað AGP skjákort, man ekki specca :-k


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3137
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 458
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf hagur » Fös 25. Apr 2025 10:28

Atari ST1024, enginn harður diskur. Notaði hana aðallega í tónlist, hún var með MIDI tengjum sem ég tengdi við hljómborð. Fékk hana í fermingargjöf.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16923
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2247
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf GuðjónR » Fös 25. Apr 2025 10:31

Dragon 32 var fyrsta tölvan mín.
Heil 0.89 MHz !!

https://medium.com/@alanajwrites/rememb ... d0e1cd8d51
Viðhengi
IMG_4103.jpeg
IMG_4103.jpeg (1009.33 KiB) Skoðað 4324 sinnum



Skjámynd

litli_b
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf litli_b » Fös 25. Apr 2025 10:41

Fyrsta tölvan mín var tölva.
Ég hreinlega man ekki meira. Ég er búinn að leita í gegnum gamla harða diska og reyna finna myndir af henni en ég get bara ekki fundið neitt meira! Sem er virkilegur bummer því mig langar virkilega að búa hana til uppánýtt.
Það eina sem ég man var að það var svartur kassi með dvd drifi og flottum, stórum power takka sem varð blár þegar kveikt var á henni. Góðar minningar af að spila CSGO á 480p til að reyna fá amk. 30 fps



Skjámynd

Snaevar
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Snaevar » Fös 25. Apr 2025 12:16

Fyrsta tölvan mín var afar ómerkileg Hewlett Packard fartölva.

2 kjarna 2 þráða Intel Celeron örgjörvi sem hlóð upp leikjanet.is á 2-3 virkum dögum liggur við.

En ég dáði þessa tölvu þrátt fyrir það, ég var rúm 2 ár að safna afmælispening og vinna í garðvinnu o.s.frv. svo ég gæti keypt vélina haha.

Þessi tölva var uppsprettan á áhugamálinu og er ein ástæðan fyrir því að ég vinn við tölvur í dag.
Síðast breytt af Snaevar á Fös 25. Apr 2025 12:17, breytt samtals 1 sinni.


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8185
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1309
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf rapport » Fös 25. Apr 2025 12:32

Skjámynd 2025-04-25 123112.jpg
Skjámynd 2025-04-25 123112.jpg (207.97 KiB) Skoðað 4230 sinnum


Macintosh Plus 4mb minni og 40mb harður diskur "Cutting Edge" nákvæmlega eins og myndin sýnir.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16923
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2247
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf GuðjónR » Fös 25. Apr 2025 12:41

rapport skrifaði:Skjámynd 2025-04-25 123112.jpg

Macintosh Plus 4mb minni og 40mb harður diskur "Cutting Edge" nákvæmlega eins og myndin sýnir.

Nohh okkar allra besti Mac maður! :sleezyjoe



Skjámynd

Oddy
FanBoy
Póstar: 792
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Oddy » Fös 25. Apr 2025 13:44

Intel Pentium 186( gæti hafa verið 286) að mig minnir, mátti velja hvort ég vildi harðann disk eða litaskjá. Valdi harðann disk.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf codec » Fös 25. Apr 2025 14:46

Commodore 64, fyrst með leikjum á kubbum svo segulbandi og að lokum keypti ég eitt stærsta 5/4 floppy diska drif sem framleitt hefur verið, Commodore 1541, í minningunni finnst mér að það hafi verið 5kg hlunkur.

Arftakinn af c64, Commodore Amiga var svo draumur í dós.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf Diddmaster » Fös 25. Apr 2025 14:55

Mín fyrsta tölva var 386 með win 3,1 man ekki specs en hún kom með öllu semsagt skjá lyklaborði og mús, Keypti hana af mömmu vinar á 15þ hún var að uppfæra í 486. Man ekkert söguna um mín tölvu kaup


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf hfwf » Fös 25. Apr 2025 15:34

Telst Nintendo(NES) með?
Annars Tulip 486dx2 man ekki megariðin , 40mb harður diskur sirka ef ég man rétt, annars man ég ekki meir, mögulega er þessi tölva einvhverstaðar á timarit.is frá nýherja eða hvað búðin hét á þessum tíma.

-Segðu mér hvað þú ert gömul/gamall án þess að segja hvað þú ert gömul/gamall þráður- :)




Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 189
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf emil40 » Fös 25. Apr 2025 17:10

rostungurinn77 skrifaði:Ég hef óljósar um minningar um einhverja tölvu, sem var eiginlega innbyggð í lyklaborð, sem var tengd við sjónvarp. Hugbúnaðurinn var á snældum sem var stungið í lyklaborðið.

Þetta voru aðallega leikir, hvernig maður valdi leiki veit ég ekki. Þetta virkaði allt voðalega handahófskennt þegar maður setti græjuna í gang.

Kannski einhver kannist við þetta.

Síðar kom forláta windows tölva inn á heimilið sem hét líklegast Cordata og keyrði Windows 3.1


sennilega sinclair spectrum


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2636
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf svanur08 » Fös 25. Apr 2025 17:23

Intel 286 minnir mig, með B drifi.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 189
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf emil40 » Fös 25. Apr 2025 18:10

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Skjámynd 2025-04-25 123112.jpg

Macintosh Plus 4mb minni og 40mb harður diskur "Cutting Edge" nákvæmlega eins og myndin sýnir.

Nohh okkar allra besti Mac maður! :sleezyjoe


Ég var líka með apple IIc og síðan gerði ég grín að bill gates ....
Viðhengi
emil meme bill gates.png
emil meme bill gates.png (1.92 MiB) Skoðað 3992 sinnum


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 721
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 158
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ?

Pósturaf kjartanbj » Fös 25. Apr 2025 18:52

Mín fyrsta tölva var IBM PS/2 50 með 286 10mhz örgjörva og 1mb í Ram sem var síðan stækkað í 2Mb, 60mb harður diskur. þetta hefur verið líklega kringum 1990. þá var maður bara nota DOS að mestu ásamt Windows 3.0/3.1