Windows crashaði bara allt í einu og útaf engu, ég og vinur minn vorum heima hjá mér aðeins í tölvunni og fórum svo út í bíltúr, svo þegar ég kem til baka var skjárinn bara svartur.. s.s. no signal input.. ok.. hélt að það væri bara vesen með drivera svo ég ákveð bara að restarta vélinni.
Þá keyrir vélin sig upp að login skjánum og restartar sér aftur þá og gerir þetta bara stanslaust, ég ákveð að prófa að keyra upp safe mode eða last known good configuration that worked og ekkert virkaði.
Datt þá í hug að keyra bara repair með windows disknum, skelli honum í, boota frá honum og vitiði hvað. C partitionið var bara horfið, ekkert system eftir til að repaira svo ég þurfti að endurinnsetja windowsið og er núna að basla við að koma öllu í gang aftur.
Geri aðrir betur
